53. fundur 20. október 2021 kl. 13:00 - 14:30 í Hvolsskóla
Nefndarmenn
  • Lilja Einarsdóttir formaður
  • Esther Sigurpálsdóttir
  • Páll Eggertsson
  • Rafn Bergsson
  • Pálína B. Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi kennara
  • Birna Sigurðardóttir skólastjóri
  • Sólbjört Sigríður Gestsdóttir leikskólastjóri
  • Ólafur Þórisson áheyrnarfulltrúi foreldra
  • Árný Lára Karvelsdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra
  • Eyrún Elvarsdóttir áheyrnarfulltrúi kennara
Fundargerð ritaði: Árný Lára Karvelsdóttir Markaðs- og kynningarfulltrúi
Dagskrá
Arnar Gauti Markússon boðaði forföll og ekki náðist að boða varamann.

1.Starfsáætlun leikskólans Arkar veturinn 2021-2022

2110026

Sólbjört Sigríður Gestsdóttir, leikskólastjóri, kynnir Starfsáætlun leikskólans Arkar veturinn 2021-2022.
Fræðslunefnd samþykkir starfsáætlun leikskólans fyrir sitt leiti.

2.Ársskýrsla Leikskólans Arkar 2020-2021

2110057

Sólbjört Sigríður Gestsdóttir, leikskólastjóri, kynnti Ársskýrslu leikskólans Arkar 2020-2021.

Fræðslunefnd staðfestir Ársskýrslu leikskólans Arkar

Fræðslunefnd vill ennfremur hrósa starfsfólki fyrir góð störf þrátt fyrir óvenjulegar aðstæður.

3.Skólanámsskrá Hvolsskóla 2021-2022

2110025

Birna Sigurðardóttir, skólastjóri, fer yfir Skólanámskrá Hvolsskóla 2021-2022.

Fræðslunefnd samþykkir Skólanámskrá Hvolsskóla 2021-2022 fyrir sitt leiti.

4.Sjálfsmatsskýrsla Hvolsskóla 2021-2022

2110054

Birna Sigurðardóttir, skólastjóri, fer yfir Sjálfsmatsskýrslu Hvolsskóla 2021-2022.

Fræðslunefnd staðfestir Sjálfsmatsskýrsluna.

5.Skólastefna Rangárþings eystra; endurskoðun 2021

2110055

Fræðslunefnd felur formanni nefndarinnar að afla frekari gagna í takt við umræður á fundinum.

6.Opið bréf til sveitarfélaga um framboð grænkerafæðis í leik- og grunnskólum

2105096

Opið bréf til sveitarfélaga um framboð á grænkerafæði í leik- og grunnskólum. Í bréfinu kalla samtök grænkera á íslandi eftir því að frá og með hausti 2021 verði hægt að velja um grænkerarétt fyrir þau sem það kjósa í öllum leik- og grunnskólum landsins.
Á 280 fundi sveitarstjórnar var erindið tekið fyrir og er því í framhaldi vísað til umfjöllunar hjá forstöðumanni mötuneytis sveitarfélagsins og fræðslunefnd.
Í mötuneyti Rangárþings eystra er boðið upp á fjölbreytt fæði eftir ráðleggingum Landlæknisembættisins, m.a. samkvæmt Handbók fyrir grunnskólamötuneyti og leikskólamötuneyti. Auk þess er lögð áhersla á að vinna allt hráefni frá grunni.

Fræðslunefnd leggur áherslu á að áfram sé unnið samkvæmt þeim gildum.

7.Úthlutun úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla 2021

2105056

Formaður nefndarinnar leggur málið fram til kynningar

8.Forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni; Þingsályktun

2106014

Á 281. fundi sveitarstjórnar var erindinu vísað til kynningar í fræðslunefnd.
Formaður nefndarinnar leggur málið fram til kynningar

9.Rannsókn; Upplýsingar um þátttöku Leikskólans Arkar

2108052

Formaður nefndarinnar leggur málið fram til kynningar

10.Námsgagnasjóður; úthlutun 2021

2109042

Formaður nefndarinnar leggur málið fram til kynningar

11.Skólaþing sveitarfélaga 2021

2110024

Formaður nefndarinnar leggur málið fram til kynningar

12.Fundadagatal Fræðslunefndar veturinn 2021-2022

2110059

Formaður nefndarinnar leggur málið fram til kynningar

13.Önnur mál 53. fundar

2110058

Fulltrúar D listans í Fræðslunefnd bera upp erindi til sveitarstjórnar um hvers vegna sagt hafi verið upp samning við Tónlistarskólann um Forskóla. Ennfremur furða þeir sig á því að ekki hafi verið talin ástæða til þess að bera þetta mikilvæga starf sem Forskólinn er undir Fræðslunefnd, hvorki fyrr né nú.

Esther Sigurpálsdóttir
Páll Eggertsson








Fundi slitið - kl. 14:30.