Til bakaPrenta
Skipulagsnefnd - 76

Haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins,
28.10.2019 og hófst hann kl.
Fundinn sátu: Esther Sigurpálsdóttir aðalmaður,
Anton Kári Halldórsson formaður,
Anna Runólfsdóttir aðalmaður,
Þórir Már Ólafsson aðalmaður,
Rafn Bergsson 1. varamaður,
Guðmundur Úlfar Gíslason Skipulagsfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Guðmundur Úlfar Gíslason, Skipulags- og byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
2. 1909109 - Dufþaksbraut 14; Þyrlupallur
Arnar Gauti Markússon óskar eftir leyfi til þess að byggja skýli fyrir þyrlu við Dufþaksbraut 14 á Hvolsvelli. Að auki er óskað eftir umsögn sveitarfélagsins vegna útgerðar þyrlu á Hvolsvelli.
Afgreiðslu málsins er frestað. Byggingarfulltrúa falið að leita álits vegna umsóknarinnar hjá opinberum aðilum, þar á meðal Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Vinnueftirliti ríkisins, Isavia, Samgöngustofu og Skipulagsstofnun.
Helicopter operations at Hvolsvollur.pdf
Formleg umsókn vegna þyrluflugs í þéttbýli og byggingarleyfi fyrir skýli..pdf
3. 1910003 - Deiliskipulag - Breyting; Grenstangi
Ingjaldur Valdimarsson óskar eftir breytingu á deiliskipulagi á jörðinni Grenstangi (L163859), 861 Hvolsvöllur. Í gildandi deiliskipulagi eru skilgreindar 8 frístundahúsalóðir (F-218) sem landeigandi áformar að breyta í íbúðarhúsalóðir.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að gerð verði breyting á aðalskipulagi sveitarfélagsins 2012-2024 og að breyting að deiliskipulagi verði heimiluð.
191001 - Skipulags-og matslysing_Grenstangi.pdf
4. 1910019 - Aðalskipulagsbreyting; Lambalækur
Sveitarstjórn Rangárþings eystra leggur til að gerð verði breyting á aðalskipulagi sveitarfélagsins 2012-2024. Breytingin felur í sér að frístundabyggð (F-322) á jörðinni Lambalækur (L164045), verður breytt í íbúðarbyggð. Vestan við frístundabyggðina liggur íbúðarbyggð í landi Kvoslækjar (ÍB-366) og verður það svæði stækkað um það sem nemur stærð frístundabyggðar F-322.
Skipulagsnefnd samþykkir framkomna lýsingu aðalskipulagsbreytingar og mælist til þess að lýsingin verði send til umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila ásamt þvi að kynna hana fyrir almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulags-og matslysing_Lambalaekur.pdf
5. 1910024 - Landskipti; Álftarhóll
Svava B. Helgadóttir kt: 140666-5809, óskar eftir því að skipta tveimur spildum, annars vegar 28,0 ha spildu sem fær nafnið Fljótsvegur og hins vegar 24,8 ha spildu sem fær nafnið Rofakot, út úr jörðinni Álftarhóll (L163844), skv. uppdrætti unnum af Landnot ehf, dags. 16. apríl 2019.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og nöfnin á hinum nýju spildum.
Uppdráttur.pdf
6. 1910041 - Umsókn um stöðuleyfi; Stóra-Mörk 5
Árni Sæmundsson kt: 140870-3079, óskar eftir stöðuleyfi fyrir A-húsi sem er staðsett á Hvolsvelli. Óskað er eftir stöðuleyfi í 4-6 mánuði á meðan unnið er að því að klára landskipti og deiliskipulag fyrir lóðina Stóra-Mörk 5 L228860, þangað sem húsið mun verða flutt.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita stöðuleyfi til sex mánaða.
7. 1910046 - Deiliskipulag - breyting - Ormsvöllur 6
Sveitarstjórn Rangárþings eystra leggur til að deiliskipulagi við Ormsvöll, sem samþykkt var í sveitarstjórn þann 14. janúar 2016, verði breytt þannig að lóð nr. 6 verði skipt upp í 3 lóðir, nr. 6, 6a og 6b. Eftir breytingu verður stærð lóðar nr. 6 4.506 m2, lóð nr. 6a verður 2.175 m2 að stærð og lóð nr. 6b verður 2.688 m2 að stærð. Nýtingarhlutfall og hámarkshæð húsa verður óbreytt.
Skipulagsnefnd samþykkir framkomna breytingu á deiliskipulagi við Ormsvöll. Skipulagsnefnd leggur til að breytingin verði afgreidd skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
191010-deiliskipulagsbreyting_Ormsvollur_6.pdf
8. 1910053 - Framkvæmdarleyfir; Stígagerð á Skógaheiði, Skógafoss
Umhverfisstofnun sækir um framkvæmdaleyfi fyrir 2. áfanga í áframhaldandi uppbyggingu á stígagerð á Skógaheiði, sem unnin er í samræmi við verndaráætlun.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að framkvæmdaleyfi fyrir áframhaldandi stígagerð á Skógaheiði verði samþykkt.
Skógaheiði_uttekt og framkvæmdaáætlun.pdf
9. 1908023 - Hallskot 12, umsókn um byggingarleyfi
Guðrún Stefánsdóttir kt. 070757-4789 fh. Pálínu M Gunnlaugsdóttir kt. 020187-2479 , sækir um byggingarleyfi fyrir sumarhús á lóðinni Hallskot 12 (L164106), skv. meðfylgjandi uppdráttum unnum af Teiknistofunni Strikið dags. 7.7.2019. Á 28. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa var afgreiðslu málsins vísað til skipulagsnefndar þar sem að umrædd bygging samræmist ekki skilmálum gildandi deiliskipulags.
Skipulagsnefnd samþykkir veitingu byggingarleyfis að undangenginni grenndarkynningu.
Hallskot uppdráttur.pdf
Hallskot greinargerð dsk.pdf
hálsakot 12 afstada 07.07.19.pdf
hálsakot 12 07.07.19.pdf
10. 1910082 - Landskipti; Háimúli lóð 11
FF Fasteignir ehf. kt: 541116-0280, óska eftir því að stofna 16.356 m2 lóð sem er nr. 11 á deiliskipulagi af frístundabyggð á jörðinni Háimúli (L164013), skv. uppdrætti unnum af Landnot ehf. dags. 18. október 2019.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og nafnið á hinni nýju spildu.
HAIMULI_LOD11_end_18102019.pdf
Mál til kynningar
1. 1909106 - Frístundahúsalóðir og ferðaþjónusta; Tölfræði
Í sumar fór fram greining á fjölda frístundahúsalóða ásamt fjölda gistirýma í sveitarfélaginu.
Niðurstöður kynntar fyrir skipulagsnefnd. Samtals eru skipulagðar 657 frístundahúsalóðir í sveitarfélaginu öllu. Einnig eru gistirými fyrir 2093 manns á 83 skilgreindum gististöðum.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl.  

Til bakaPrenta