Til bakaPrenta
Sveitarstjórn - 256

Haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins,
31.10.2019 og hófst hann kl.
Fundinn sátu: Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri,
Elín Fríða Sigurðardóttir aðalmaður,
Guðmundur Jón Viðarsson aðalmaður,
Benedikt Benediktsson aðalmaður,
Rafn Bergsson aðalmaður,
Christiane L. Bahner aðalmaður,
Guri Hilstad Ólason varamaður,
Margrét Jóna Ísólfsdóttir ritari.
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir, Skrifstofu- og fjármálastjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
2. 1910094 - Fjárhagsáætlun Rangárþings eystra 2020-2023
Sveitarstjórn vísar afgreiðslu fjárhagsáætlunar til 2. umræðu.
Samþykkt samhljóða.
3. 1910101 - Mýrdalshreppur; Ósk um viðræður vegna sameiningar sveitarfélaga
Tillaga Mýrdalshrepps:
Lagt er til að hefja viðræður um kosti og galla sameiningar sveitarfélaganna Ásahrepps, Rangárþings ytra, Rangárþings eystra, Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps.
Sé vilji fyrir hendi hjá öðrum sveitarfélögum samþykkir sveitarstjórn að skipaður verði verkefnishópur með þremur fulltrúum frá hverju sveitarfélagi. Sótt verði um framlag úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga til að standa straum af kostnaði við matsgerðina og tryggt verði að hún verði unnin faglega.

Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkir fyrir sitt leyti tillögu Mýrdalshrepps, um greiningu á kostum og göllum á sameiningu sveitarfélaganna. Sæti í verkefnishópnum taki fyrir hönd Rangárþings eystra sveitarstjóri, oddviti og Christiane L Bahner.
Samþykkt samhljóða.
4. 1910011 - Tónsmiðja Suðurlands; Ósk um greiðslu á kennslugjöldum
Málinu var frestað á síðasta fundi sveitarstjórnar, þar sem að fullnægjandi gögn höfðu ekki borist. Fullnægjandi gögn liggja nú fyrir og samþykkir sveitarstjórn því umbeðna styrkbeiðni.
Samþykkt samhljóða.
5. 1910096 - Stígamót; ósk um styrk fyrir árið 2019
Sveitarstjórn hafnar erindinu.
samþykkt samhljóða.
SKMBT_C224e19102515130.pdf
6. 1910095 - Ungmennafélagið Hekla; ósk um styrk
Sveitarstjórn hafnar beiðni um styrk.
samþykkt samhljóða.
SKMBT_C224e19102515140.pdf
Almenn mál - umsagnir og vísanir
7. 1910025 - Umsögn; Eystra-Seljalandi F1 gistileyfi
Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar aðrir umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt umsögn.
Christiane L Bahner víkur af fundi við afgreiðslu málsins.
8. 1910081 - Umsögn; Vestri-Garðsauki gistileyfi
Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar aðrir umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt umsögn.
1648_001.pdf
Christiane L Bahner tekur aftur sæti á fundi.
9. 1910080 - Umsögn; Gimbratún 3 gistileyfi
Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar aðrir umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt umsögn.
1639_001.pdf
Fundargerð
Oddviti óskar eftir leyfi fundar til að bæta máli á dagsskrá, nr. 1 Fundargerð Byggðarráðs 186.
Samþykkt samhljóða.
1. 1910004F - Byggðarráð - 186
Fundargerð samþykkt.
1.1. 1910094 - Fjárhagsáætlun Rangárþings eystra 2020-2023

Fyrri umræðu fjárhagsáætlunar vísað til sveitarstjórnar.
Samþykkt samhljóða.

Samþykkt sveitarstjórnar
10. 1910045 - 37. fundur; Heilsu-, íþrótta og æskulýðsnefndar; 26. sept 2019
Fundargðerð staðfest.
Samþykkt samhljóða.
37. fundur Heilsu- íþrótta og æskulýðsnefndar.pdf
11. 1910002F - Skipulagsnefnd - 76
Fundargerð skipulagsnefndar staðfest.
11.1. 1909106 - Frístundahúsalóðir og ferðaþjónusta; Tölfræði
Í sumar fór fram greining á fjölda frístundahúsalóða ásamt fjölda gistirýma í sveitarfélaginu.

Niðurstöður kynntar fyrir skipulagsnefnd. Samtals eru skipulagðar 657 frístundahúsalóðir í sveitarfélaginu öllu. Einnig eru gistirými fyrir 2093 manns á 83 skilgreindum gististöðum.

Samþykkt sveitarstjórnar
Lagt fram til kynningar. Berglindi Eggertsdóttur eru færðar þakkir fyrir vel unnin störf.
11.2. 1909109 - Dufþaksbraut 14; Þyrlupallur
Arnar Gauti Markússon óskar eftir leyfi til þess að byggja skýli fyrir þyrlu við Dufþaksbraut 14 á Hvolsvelli. Að auki er óskað eftir umsögn sveitarfélagsins vegna útgerðar þyrlu á Hvolsvelli.

Afgreiðslu málsins er frestað. Byggingarfulltrúa falið að leita álits vegna umsóknarinnar hjá opinberum aðilum, þar á meðal Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Vinnueftirliti ríkisins, Isavia, Samgöngustofu og Skipulagsstofnun.

Samþykkt sveitarstjórnar
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar.
11.3. 1910003 - Deiliskipulag - Breyting; Grenstangi
Ingjaldur Valdimarsson óskar eftir breytingu á deiliskipulagi á jörðinni Grenstangi (L163859), 861 Hvolsvöllur. Í gildandi deiliskipulagi eru skilgreindar 8 frístundahúsalóðir (F-218) sem landeigandi áformar að breyta í íbúðarhúsalóðir.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að gerð verði breyting á aðalskipulagi sveitarfélagsins 2012-2024 og að breyting að deiliskipulagi verði heimiluð.

Samþykkt sveitarstjórnar
Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkir að gerð verði breyting á aðalskipulagi sveitarfélagsins 2012-2024 og að breyting á deiliskipulagi verði heimiluð á Grenstanga.
11.4. 1910019 - Aðalskipulagsbreyting; Lambalækur
Sveitarstjórn Rangárþings eystra leggur til að gerð verði breyting á aðalskipulagi sveitarfélagsins 2012-2024. Breytingin felur í sér að frístundabyggð (F-322) á jörðinni Lambalækur (L164045), verður breytt í íbúðarbyggð. Vestan við frístundabyggðina liggur íbúðarbyggð í landi Kvoslækjar (ÍB-366) og verður það svæði stækkað um það sem nemur stærð frístundabyggðar F-322.

Skipulagsnefnd samþykkir framkomna lýsingu aðalskipulagsbreytingar og mælist til þess að lýsingin verði send til umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila ásamt þvi að kynna hana fyrir almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt sveitarstjórnar
Sveitarstjórn samþykkir framkomna lýsingu aðalskipulagsbreytingar og lýsingu deiliskipulagsbreytingar og að skipulagslýsingin verði send til umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila, ásamt því að kynna hana fyrir almenningi skv. 1. mgr. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
11.5. 1910024 - Landskipti; Álftarhóll
Svava B. Helgadóttir kt: 140666-5809, óskar eftir því að skipta tveimur spildum, annars vegar 28,0 ha spildu sem fær nafnið Fljótsvegur og hins vegar 24,8 ha spildu sem fær nafnið Rofakot, út úr jörðinni Álftarhóll (L163844), skv. uppdrætti unnum af Landnot ehf, dags. 16. apríl 2019.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og nöfnin á hinum nýju spildum.

Samþykkt sveitarstjórnar
Sveitarstjórn staðfestir landskiptin og heitin á nýju spildunum.
11.6. 1910041 - Umsókn um stöðuleyfi; Stóra-Mörk 5
Árni Sæmundsson kt: 140870-3079, óskar eftir stöðuleyfi fyrir A-húsi sem er staðsett á Hvolsvelli. Óskað er eftir stöðuleyfi í 4-6 mánuði á meðan unnið er að því að klára landskipti og deiliskipulag fyrir lóðina Stóra-Mörk 5 L228860, þangað sem húsið mun verða flutt.

Skipulagsnefnd samþykkir að veita stöðuleyfi til sex mánaða.

Samþykkt sveitarstjórnar
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar og samþykkir veitingu stöðuleyfis til sex mánaða.
11.7. 1910046 - Deiliskipulag - breyting - Ormsvöllur 6
Sveitarstjórn Rangárþings eystra leggur til að deiliskipulagi við Ormsvöll, sem samþykkt var í sveitarstjórn þann 14. janúar 2016, verði breytt þannig að lóð nr. 6 verði skipt upp í 3 lóðir, nr. 6, 6a og 6b. Eftir breytingu verður stærð lóðar nr. 6 4.506 m2, lóð nr. 6a verður 2.175 m2 að stærð og lóð nr. 6b verður 2.688 m2 að stærð. Nýtingarhlutfall og hámarkshæð húsa verður óbreytt.

Skipulagsnefnd samþykkir framkomna breytingu á deiliskipulagi við Ormsvöll. Skipulagsnefnd leggur til að breytingin verði afgreidd skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt sveitarstjórnar
Sveitarstjórn samþykkir breytingu á deiliskipulagi við Ormsvöll og að breytingin verði afgreidd skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
11.8. 1910053 - Framkvæmdarleyfir; Stígagerð á Skógaheiði, Skógafoss
Umhverfisstofnun sækir um framkvæmdaleyfi fyrir 2. áfanga í áframhaldandi uppbyggingu á stígagerð á Skógaheiði, sem unnin er í samræmi við verndaráætlun.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að framkvæmdaleyfi fyrir áframhaldandi stígagerð á Skógaheiði verði samþykkt.

Samþykkt sveitarstjórnar
Sveitarstjórn samþykkir veitingu framkvæmdaleyfis fyrir áframhaldandi stígagerð á Skógaheiði.
11.9. 1908023 - Hallskot 12, umsókn um byggingarleyfi
Guðrún Stefánsdóttir kt. 070757-4789 fh. Pálínu M Gunnlaugsdóttir kt. 020187-2479 , sækir um byggingarleyfi fyrir sumarhús á lóðinni Hallskot 12 (L164106), skv. meðfylgjandi uppdráttum unnum af Teiknistofunni Strikið dags. 7.7.2019. Á 28. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa var afgreiðslu málsins vísað til skipulagsnefndar þar sem að umrædd bygging samræmist ekki skilmálum gildandi deiliskipulags.

Skipulagsnefnd samþykkir veitingu byggingarleyfis að undangenginni grenndarkynningu.

Samþykkt sveitarstjórnar
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar og samþykkir veitingu byggingarleyfis að undangenginni grenndarkynningu.
11.10. 1910082 - Landskipti; Háimúli lóð 11
FF Fasteignir ehf. kt: 541116-0280, óska eftir því að stofna 16.356 m2 lóð sem er nr. 11 á deiliskipulagi af frístundabyggð á jörðinni Háimúli (L164013), skv. uppdrætti unnum af Landnot ehf. dags. 18. október 2019.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og nafnið á hinni nýju spildu.

Samþykkt sveitarstjórnar
Sveitarstjórn staðfestir landskiptin og heitið á nýju spildunni.
12. 1910003F - Fræðslunefnd grunnskóla og leikskóla - 44
Sveitarstjórn fagnar sérstaklega háu hlutfalli menntaðs starfsfólks í skólum sveitarfélagsins.
Fundargerð samþykkt.
12.1. 1909088 - Læsisstefna Hvolsskóla og Leikskólans Arkar
Fulltrúar ráðgjafateymis Menntamálastofnunar, Katrín Ósk og Guðbjör Rut koma á fundinn og kynna hlutverk fræðslunefnda í eftirfylgd læsistefnu sveitarfélaga og skóla.

Fræðslunefnd þakkar fyrir góða yfirferð um læsistefnu og hlutverk fræðslunefndar. Teymið hefur þegar átt fund með fulltrúum grunn- og leikskóla og formanni fræðslunefndar þar sem farið var yfir drög að læsisstefnu Rangárþings eystra, Leikskólans Arkar og Hvolsslóla. Drögin koma aftur til yfirferðar fræðslunefndar í desember 2019.


Samþykkt sveitarstjórnar
12.2. 1910076 - Skólanámsskrá Hvolsskóla 2019-2020

Fræðslunefnd staðfestir skólanámsskrá Hvolsskóla 2019-2020, það með talið starfsmannahandbók, starfsáætlun og námsvísa allra stiga.

Samþykkt sveitarstjórnar
12.3. 1910077 - Skóladagatal Hvolsskóla 2019-2020; viðauki

Fræðslunefnd samþykkir uppbrots- og skerta daga fyrir skólaárið 2019-2020.

Samþykkt sveitarstjórnar
12.4. 1910083 - Hvolsskóli; almenn mál

Skólastjóri fer yfir almenn málefni Hvolsskóla.
Hvolsskóli mun hljóta grænfánann í sjötta sinn, sem er afar ánæjulegt.
Hlutfall kennara með kennsluréttindi er mjög hátt í Hvolsskóla eða 94% auk menntaðra sérkennarar og þroskaþjálfa.
Framundan er dagur íslenskrar tungu sem haldinn verður hátíðlegur þann 12. nóvember með upplestri 10. bekkinga á Njálu ásamt fleiri uppákomum. Auk fleiri fastra viðburða í skólastarfinu.

Samþykkt sveitarstjórnar
12.5. 1910078 - Leikskólinn Örk; almenn málefni

Frá apríl 2020 verða 94 börn á leikskólanum, öll börn í Rangárþingi eystra komast inn frá eins árs aldri og eins og staðan er í dag er enginn biðlisti.
Leikskólastjóri fór yfir starfsemi leikskólans fyrir komandi vetur. Hlutfall leikskólakennara hefur vaxið ört unandfarið, enda margir starfsmenn hafa sótt nám í leikskólakennarafræðum á undanförnum árum.

Samþykkt sveitarstjórnar
12.6. 1910075 - Mötuneytismál Hvolsskóla og leikskólans Arkar

Lagt fram til kynningar

Samþykkt sveitarstjórnar
12.7. 1910010 - Leiðbeinandi álit um tvöfalda skólavist barna

Lagt fram til kynningar.

Samþykkt sveitarstjórnar
12.8. 1910074 - Skólaþing sveitarfélaga 2019

Lagt fram til kynningar.

Samþykkt sveitarstjórnar
13. 1910097 - 41. fundur stjórnar félags- og skólaþjónustu
Fundargerð samþykkt.
Fundargerð.pdf
14. 1910060 - Fjallskilanefnd Fljótshlíðar; 47. fundur; 13.10.2019
Fundargerð samþykkt.
47. fundur Fjallskilanefnd Fljótshlíðar 13.10.2019.pdf
15. 1910071 - Katla Jarðvangur; 47. fundur stjórnar; 20.08.2019
Fundargerð staðfest.
Samþykkt samhljóða.
Image (49).pdf
16. 1910072 - Katla Jarðvangur; 48. fundur stjórnar; 16.10.2019
Fundargerð staðfest.
Samþykkt samhljóða.
Image (50).pdf
17. 1910073 - Héraðsnefnd Rangæinga og V-Skaftfellinga; fundargerð; 17.10.2019
Varðandi lið 3 í fundargerð nefndarinnar, ræddi sveitarstjórn framtíðarmöguleika um nýtingu Skógaskóla. Ljóst er að húsnæði skólans er komið á verulega þörf fyrir viðhald. Sveitarstjórn samþykkir að formönnum Héraðsnefnda og formanni stjórnar Skógasafns verði falið að gagna til viðræðna við eiganda um framtíðarnotkun húsnæðis.
Að öðru leyti er fundargerð staðfest.
Samþykkt samhljóða.
Fundargerð Héraðsnefnda Rang og V-Skaft 17.10.2019.pdf
Samkomulag Héraðsnefnda og Rang eystra um Skóga.pdf
Fundargerðir til kynningar
18. 1910068 - Bergrisinn; 9. fundur stjórnar; 7.10.2019
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð 9. fundar stjórnar Bergrisans 7. október 2019.pdf
19. 1910069 - 549. fundur stjórnar SASS; 27.09.2019
Lagt fram til kynningar.
549. fundur stj. SASS.pdf
20. 1910066 - Samband íslenskra svetiarfélaga; 874. fundur stjórnar
Lagt fram til kynningar.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 874.pdf
Mál til kynningar
21. 1910067 - Framlög til stjórnmálasamtaka á árinu 2018
Fjármálastjóra falið að taka saman umbeðin gögn og senda til Ríkisendurskoðunar.
Samþykkt samhljóða.
22. 1910099 - Lánasjóður sveitarfélaga; Áreiðanleikakönnun viðskiptamanna
Sveitarstjóra falið að taka saman umbeðin gögn og senda til Lánasjóðs sveitarfélaga.
Samþykkt samhljóða.
Áreiðnaleikakönnun viðskiptamanna í tengslum við aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.pdf
23. 1910100 - Capacent; Boð á þjónustu; Sameiningar sveitarfélaga
Lagt fram til kynningar.
24. 1902326 - Safnmappa; þingsályktanir og frumvörp til umsagnar 2019
Lagt fram til kynningar.
25. 1910074 - Skólaþing sveitarfélaga 2019
Lagt fram til kynningar.
Hvatning til sveitarstjórna í tengslum við Skólaþi.pdf
26. 1910092 - Umboðsmaður barna; boð á barnaþing 21. og 22.11
Lagt fram til kynningar.
Boðsbréf barnaþing Sveitarfélög.pdf
27. 1910093 - Skipulagsdagurinn 2019
Lagt fram til kynningar.
Skipulagsdagurinn 2019.pdf
28. 1910070 - Ársskýrsla loftgæða til ársins 2017
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl.  

Til bakaPrenta