194. fundur 30. júlí 2020 kl. 08:15 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Anton Kári Halldórsson varaformaður
  • Christiane L. Bahner aðalmaður
  • Rafn Bergsson formaður
Starfsmenn
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir ritari
  • Lilja Einarsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá

1.Gatnagerð og útboðsgögn; Norðurbyggð

2001084

15. júlí sl. voru opnuð tilboð í 1. hluta gatnagerðar i nýrri íbúðabyggð á Hvolsvelli. Gröfuþjónustan á Hvolsvelli ehf og Smávélar ehf voru lægstbjóðendur.
Byggðarráð samþykkir að ganga til samninga við Gröfuþjónustuna á Hvolsvelli ehf og Smávélar ehf á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs.
Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl:

2.Leikskólinn Örk reglur um styrki til nema í leikskólakennarafræðum 2020

2007028

Byggðarráð Rangárþings eystra samþykkir reglur um styrki til nema í leikskólakennarafræðum í Rangárþingi eystra. Markmið með reglunum er stuðla að fjölgun fagmenntaðra starfsmanna í Leikskólanum Örk. Reglur um styrki af þessu tagi hafa verið í gildi frá 2015 og hefur árangur verið mjög góður og leikskólakennurum fjölgað frá ári til árs. Að mati stjórnenda leikskólans er mikilvægt að halda áfram þessum styrkjum til að ná settu markmiði. Framlagðar reglur hafa verið endurskoðaðar og uppfærðar af leikskólastjórnendum og sveitarstjóra.
Samþykkt samhljóða.

3.Lausaganga bjúfjár á þjóðvegi ábending

2007025

Byggðarráð þakkar fyrir erindið og tekur undir mikilvægi þess að tryggja öryggi á vegum í sveitarfélaginu. Byggðarráð vísar málinu til umfjöllunar í Landbúnaðarnefnd og Samgöngu- og umferðarnefnd.
Samþykkt samhljóða.

4.Heimsborgir ehf. fyrirspurn vegna malarnámu í Ráðagerði

2007034

Byggðarráð felur sveitarstjóra og oddvita að vinna að úrlausn málsins.
Samþykkt samhljóða.

5.Beiðni um girðingu frá Brúnum að Krossi í A-Landeyjum

2007051

Byggðarráð lýsir yfir ánægju sinni við sóknarnefnd Krosskirkju með þær endurbætur sem ráðist hefur verið í á Kirkjunni. Sveitarfélagið hefur verið í sambandi við vegagerðina um að girða með umræddum vegi og hefur hún lýst sig reiðubúna að girða þegar samþykki allra hlutaðeigandi landeigenda liggur fyrir. Einnig tekur byggðarráð undir mikilvægi þess að girða þurfi með veginum til að bæta umferðaröryggi vegfarenda.
Varðandi slitlag á veginum bendir Byggðarráð á að veghald á umræddum vegi er á höngum Vegagerðarinnar.
Samþykkt samhljóða.

Fylgiskjöl:

6.Fljótshlíðarafréttur nýting samráð við nytjaréttarhafa

2007024

Byggðarráð þakkar fjallskilanefnd Fljótshlíðar fyrir erindið og góðar ábendingar. Heimasíðan visithvolsvollur.is er hluti að viðspyrnuáætlun sveitarfélagsins vegna Covid-19 þar sem eitt að markmiunum var að innleiða nýja ferðamálastefnu Rangárþings eystra. Ekki var um aulýsingu nýrra áfangastaða að ræða, heldur var verið að setja inná síðuna efni sem áður hafði verið gefið út í prentuðum bæklingum. Hins vegar er það mæt ábending að vera í samráði við landeigendur og hagaðila þegar nýjir staðir eru auglýstir. Byggðarráð vill því árétta að telji einhverjir að svæði liggi undir skemmdum vegna ágangs ferðamann eða annarra þátta sé mikilvægt að koma ábendingum til sveitarfélagsins svo hægt sé að koma við úrbótum eða taka svæði út af síðunni séu til þess gildar ástæður.

7.Umsögn; Hlíðarvegur 15, rekstrarleyfi

2007029

Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.

8.Umsögn; Skíðbakki 3, rekstrarleyfi

2007030

Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.

9.Umsögn; Gistileyfi Liljan Fögruhllíð; Liljan ehf.

2007048

Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.

10.Menningarnefnd - 34

2007004F

Fundargerð samþykkt samhljóða.
  • Menningarnefnd - 34 Umræða fór fram um Kjötsúpuhátíð 2020 og hvernig henni yrði háttað í ljósi þeirrar stöðu sem uppi er í þjóðfélaginu. Samþykkt að gefa út yfirlýsingu um að hátíðin færi ekki fram á hefðbundin hátt. Viðburðir sem haldnir eru af einkaaðilum verða áfram auglýstir á miðlum sveitarfélagsins undir merkjum Kjötsúpuhátíðar. Menningarnefnd hvetur íbúa til að halda í hefðir eins og skreytingar í götum þó svo eiginleg hátíð fari ekki fram með hefðbundnu sniði.

    Eftirfarandi yfirlýsing var samþykkt:

    Vegna aðstæðna í samfélaginu hefur Menningarnefnd Rangárþings eystra, í samráði við sveitarstjóra, ákveðið að Kjötsúpuhátíðin 2020 verði ekki haldin með hefðbundnu sniði.

    Nánari upplýsingar um Kjötsúpuhátíðina er að finna á Facebook síðu hátíðarinnar en fylgist einnig með öðrum minni viðburðum sumarsins á www.visithvolsvollur.is
  • Menningarnefnd - 34 Samþykkt að auglýsa eftir tilnefningum um Sveitarlistamann Rangárþings eystra. Verðlaunin verða afhent í lok ágúst.

11.Skipulagsnefnd - 88

2007001F

Fundargerð staðfest í heild sinni.
  • Skipulagsnefnd - 88 Tillagan var auglýst frá 20. maí 2020 til 1. júlí 2020. Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma tillögunnar. Í umsögn Vegagerðarinnar dags. 2.7.2020 kemur fram að skv. Vegalögum nr. 80/2007 er veghelgunarsvæði stofnvega 30m til hvorrar handar frá miðlínu vega og að framkvæmdir innan veghelgunarsvæða séu háðar leyfi frá Vegagerðinni. Ennfremur óskar Vegagerðin eftir því að veghelgunarsvæði sé sýnt á uppdrætti og að samgöngureitur verði afmarkaður, ásamt því að skilgreint verði hvað rúmast skuli innan reitsins. Skipulagsnefnd bendir á að búið er að afmarka samgöngureit/veghelgunarsvæði á uppdrætti ásamt kafla um samgöngureit í greinargerð. Skipulagsnefnd tekur undir athugasemd Vegagerðarinnar um að samráð skuli haft áður en framkvæmdaleyfi fyrir breytingum á Þjóðvegi 1 í gegnum þéttbýlið verði gefið út. Í umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands dags. 24. júní 2020 kemur fram að gera þurfi nýtt mat á hávaðamörkum í samræmi við gildandi reglugerð nr. 724/2008 um hávaða. Skipulagsnefnd bendir á að búið er að uppfæra kaflann í greinargerð skipulagsins um hljóðvist mv. nýja reglugerð. Minjastofnun Íslands gerir ekki athugasemd við deiliskipulagið í umsögn dags. 13. júlí 2020.
    Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og mælist til þess að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar Byggðarráð staðfestir bókun Skipulagsnefndar og samþykkir tillöguna, og að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42 gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulagsnefnd - 88 Tillagan var auglýst frá 20. maí 2020 til 1. júlí 2020. Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma tillögunnar. Í umsögn Veðurstofunnar dags. 3. júní 2020 kemur fram að ef um gos í vesturhluta Kötlu eða norðurhluta Eyjafjallajökuls er að ræða , sem gæti valdið jökulhlaupi í markarfljóti, er mögulegt að umrætt svæði verði fyrir áhrifum hlaupvatns. Skipulagsnefnd bendir á að komi til náttúruhamfara, þá er í gildi viðbragðsáætlun fyrir sveitarfélagið. Í umsögn Vegagerðarinnar dags. 12. júní 2020 kemur fram að sameinaðar verði tengingar við Akureyjarveg (255-01) úr tveimur í eina. Skipulagsnefnd bendir á að búið er að sameina umræddar tvær tengingar í eina skv. deiliskipulagsuppdrætti. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands gerir ekki athugasemd við tillöguna skv. pósti, dags. 24. júní 2020. Minjastofnun Íslands gerir ekki athugasemd við tillöguna skv. pósti dags. 13. júlí 2020.
    Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og mælist til þess að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. Skipulagslaga nr. 12/2010.
    Bókun fundar Byggðarráð staðfestir bókun skipulagsnefndar og samþykkir deiliskipulagstillöguna, og að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • 11.3 2001081 Deiliskipulag; Grund
    Skipulagsnefnd - 88 Skipulagsstofnun gerir athugasemd við að sveitarstjórn birti auglýsingu um samþykki skipulagsins í B-deild með bréfi dags. 10. júlí 2020. Í athugasemd Skipulagsstofnunar kemur fram að ósamræmi sé við aðalskipulag þar sem að heimilað byggingarmagn á spildum 3-14 ha að stærð sé að hámarki 1000 m2 sem takmarkast jafnframt við 5 hús og nýtingarhlutfall 0,02. Skipulagsnefnd bendir á að Miðey land L186551 er óuppmælt land en skv. vefsjá Þjóðskrár er mæld stærð 92,8 ha, en skráð stærð 10 ha. Samkvæmt Aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024 er heimilt á búrjörðum/jarðarhlutum, sem eru 15 ha eða stærri, að reisa 3 íbúðarhús fyrir utan þau sem tengjast búrekstri og 3 frístundahús, ásamt sérhæfðum byggingum allt að að stærð 1500 m2 (með þeim byggingum sem fyrir eru) fyrir aðra atvinnustarfsemi en landbúnað.
    Skipulagsnefnd mælist til þess að svar við athugasemdum verði sent á Skipulagsstofnun og að tillagan verði auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.
    Bókun fundar Byggðarráð staðfestir bókun skipulagsnefndar og að tillagan verði auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.
  • Skipulagsnefnd - 88 Tillagan var auglýst frá 20. maí 2020 til 1. júlí 2020. Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma tillögunnar. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands gerir ekki athugasemd við tillöguna skv. pósti, dags. 24. júní 2020. Minjastofnun Íslands gerir ekki athugasemd við tillöguna skv. pósti dags. 13. júlí 2020.
    Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og mælist til þess að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. Skipulagslaga nr. 12/2010.
    Bókun fundar Byggðarráð staðfestir bókun skipulagsnefndar og samþykkir deiliskipulagstillöguna, og að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulagsnefnd - 88 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við skipulagslýsingu á heildarendurskoðun Aðalskipulags Mýrdalshrepps 2019-2031. Skipulagsnefnd óskar eftir viðræðum varðandi samræmingu á sveitarfélagamörkum samhliða heildarendurskoðun Aðalskipulags beggja sveitarfélaga. Bókun fundar Byggðarráð gerir ekki athugasemd við skipulagslýsingu á heildarendurskoðun Aðalskipulags Mýrdalshreppps 2019-2031. Byggðarráð tekur undir bókun Skipulagsnefndar um viðræður varðandi samræmingu á sveitarfélagamörkum samhliða heildarendurskoðun Aðalskpulags beggja sveitarfélaga.
  • Skipulagsnefnd - 88 Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að Baldri Eiðssyni verði úthlutað lóðinni Hvolstún 25 skv. meðfylgjandi umsókn. Bókun fundar Byggðarráð samþykkir úthlutun á lóðinni Hvolstún 25 til Baldurs Eiðssonar.
  • Skipulagsnefnd - 88 Skipulagsnefnd samþykkir að veita stöðuleyfi frá 9.7.2020 - 8.7.2021 með þeim fyrirvara að gámarnir verði staðsettir innan lóðamarka Fákaflatar L209731. Bókun fundar Byggðarráð samþykkir að veita stöðuleyfi frá 9.7.2020 - 8.7.2021 með þeim fyrirvara að gámar verði staðsettir innan lóðamarka Fákaflatar L209731.
  • Skipulagsnefnd - 88 Bókun fundar Byggðarráð hafnar veitingu stöðuleyfis á lóðinni Þverártún 1 L200661.
  • 11.9 2003004 Deiliskipulag; Brú
    Skipulagsnefnd - 88 Í athugasemdum Skipulagsstofnunar dags. 13. júlí 2020 kemur fram að ekki sé hægt að taka afstöðu til tillögunnar. Í uppfærðri tillögu er búið að bregðst við athugasemdum Skipulagsstofnunar. Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Byggðarráð staðfestir bókun skipulagsnefndar og samþykkir deiliskipulagstillöguna, og að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulagsnefnd - 88 Skipulagsnefnd samþykkir veitingu stöðuleyfis frá 1. ágúst 2020 til 31. júlí 2021. Bókun fundar Byggðarráð samþykkir veitingu stöðuleyfis frá 1. ágúst 2020 - 31. júlí 2021.

12.Samgöngu- og umferðarnefnd - 14

2007005F

Fundargerð staðfest í heild.
  • Samgöngu- og umferðarnefnd - 14 Í maí 2020 var send út könnun til íbúa í Hvolstúni, Öldubakka, Gilsbakka, Dalsbakka og Sólbakka varðandi lokun á gegnumstreymi um Öldubakka. Spurt var annars vegar um hvort íbúar styddu lokunina eða ekki og hinsvegar um hvað íbúar myndu leggja til að gert yrði til að bæta umferðaröryggi um götuna og voru þar þrír möguleikar í boði. Niðurstöður könnunarinnar voru þær að 40% voru með lokun, 57,14% voru á móti lokun. 45,71% vildu setja upp þrengingar, 35,71% vill setja upp hraðahindrun og 2,86% vilja opna götuna með óbreyttu sniði. Verkfræðistofa Haraldar Sigþórssonar hefur lagt til þrjár hugsanlegar lausnir ef opnað verður fyrir umferðina.
    Samgöngu- og umferðarnefnd leggur til að settar verði upp þrjár hraðanindranir í Öldubakka, við gatnamót Hlíðarvegar og Öldubakka, á móts við gangbraut, norðan við gatnamót Dalsbakk og Öldubakka og á milli Öldubakka 31 og 33a (á móts við rústirnar). Einnig að sett verði upp hraðahindrun við gatnamót Nýbýlavegar og Hvolstúns. Gengið verði þannig frá hraðahindrunum að ekki verði möguleiki á að keyra framhjá í gegnum bílastæði. Hverfið allt verði merkt sem 30 km/klst. svæði. Nauðsynlegt er að gengið verði frá hraðahindrandi aðgerðum áður en lokunum er aflétt.
    Bókun fundar Byggðarráð samþykkir að samhliða opnun Öldubakka verði gerðar hraðatakmarkandi aðgerðir í götunni. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að vinna áfram að málinu.
  • Samgöngu- og umferðarnefnd - 14 Formaður Samgöngu- og umferðarnefndar kynnti málið fyrir nefndarmönnum.
  • Samgöngu- og umferðarnefnd - 14 Samgöngu- og umferðarnefnd leggur áherslu á að farið verði í að bæta merkingar og lýsingu við gangbrautir í þéttbýlinu. Hægt væri að skoða notkun á snjallljósum sem kvikna á þegar komið er að gangbraut. Nefndin telur mikilvægt að klára þetta verkefni áður en skólinn hefst í haust. Ennfremur vill nefndin ítreka fyrri bókanir varðandi skipulag og merkingar á bifreiðastæði við Hvolsskóla. Bókun fundar Byggðarráð felur sveitarstjóra og skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna að málinu í samvinnu við samgöngu- og umferðarnefnd.

13.Fundargerð 19. fundar stjórnar Bergrisans

2007026

Fundargerð staðfest í heild.

14.Katla jarðvangur; 53. fundur stjórnar 09.06.2020

2007035

Fundargerð staðfest í heild.

15.Fjallskilanefnd Fljótshlíðar; 48. fundur; 16.07.20

2007042

Fundargerð staðfest í heild.

16.Umhverfis- og náttúruverndarnefnd; 25. fundur; 15. júlí 2020.

2007040

Byggðarráð leggur til að umhverfisnefnd boði sveitarstjóra á næsta fund umhverfisnefndar til að svara fyrirspurnum nefndarinnar.
Fundargerð staðfest í heild.

17.Stjórnarfundur Héraðsbókasafns Rangæinga; 07.07.2020

2007027

Byggðarráð vill hrósa stjórn og starfsmönnum Héraðsbókasafnsins fyrir vel unnin störf og góða þjónustu.
Fundargerð staðfest í heild.

18.559. fundur stjórnar SASS; 29.06.2020

2007033

Fundargerð lögð fram.

19.Sunnlenskur samráðsfundur; Minnisblað

2004044

Lagt fram til kynningar.

20.Fjallskilanefnd Fljótshlíðar; Gróðurskoðunarferð 11.06.20

2007043

Lagt fram til kynningar.

21.Umhverfisverðlaun atvinnulífsins 2020 ósk um tilnefningu

2007038

Byggðarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar og skili tillögum til byggðarráðs fyrir 20. ágúst 2020.

22.Umsókn í styrkvegasjóð 2020

2003055

Lagt fram til kynningar.

23.Fjölmiðlaskýrsla 2020 jan til júní

2007006

Lagt fram til kynningar.

24.Eftirfylgni með úttekt á Hvolsskóla

2006023

Lagt fram til kynningar.

25.Ferðaleiðir; Handbækur göngu og hjólaleiðir og ný ferðaleið á Suðurlandi

26.Forsendur fjárhagsáætlana

2007036

Lagt fram til kynningar.

27.Uppbyggingateymi félags- og atvinnumála í kjölvar Covid 19

2007037

Lagt fram til kynningar.

28.Safnmappa; þingsályktanir og frumvörp til umsagnar 2020

Fundi slitið.