193. fundur 02. júlí 2020 kl. 08:15 - 09:35 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Christiane L. Bahner
  • Anton Kári Halldórsson
  • Rafn Bergsson
Starfsmenn
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir embættismaður
  • Lilja Einarsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsóttór Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá

1.Kjör Formanns og varaformanns byggðaráðs til 1 árs

2006070


Lagt er til að Rafn Bergsson verði formaður byggðarráðs og Anton Kári Halldórsson varaformaður byggðarráðs.
Samþykkt samhljóða.

2.Aðalfundur Eignarhaldsfélags Suðurlands 2020

2006058

Margréti Jónu Ísólfsdóttir er veitt umboð til að sækja aðalfund eignarhaldsfálag Suðurlands 2020.
Samþykkt samhljóða.

3.Sögusetrið; Ósk um uppsetningu á Menningartjaldi

2006074

Byggðarráð hafnar erindinu.
Samþykkt samhljóða.


4.Trúnaðarmál

2004035

Bókun færð í trúnaðarmálabók.

5.Umsögn; Aurora Sporting Properti ehf; Rekstrarleyfi

2006067

Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
Samþykkt samhljóða.

6.Umsögn; Raufarfell ; F2 gistileyfi

2006068

Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
Samþykkt samhljóða.

7.Fræðslunefnd grunnskóla og leikskóla - 49

2006006F

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða skóladagatal Leikskólans Arkar 2020-2021.
Fundargerð staðfest í heild.

8.Gamli bærinn í Múlakoti; 17. fundur stjórnar

2006045

Fundargerð staðfest.

9.77. fundur félagsmálanefndar Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslu; 11.6.2020

2006066

Fudargerð staðfest í heild.
Fylgiskjöl:

10.294. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 26.5.2020

2006083

Fundargerð staðfest í heild.

11.Samband íslenskra sveitarfélaga; 885. fundur stjórnar

2006073

Fundargerð lögð fram.

12.SÍS; Beiðni sveitarstjórnarráðherra vegna fasteignaskattsálagningar

2006069

Undanfarin ár hefur Rangárþing eystra lækkað álagningaprósendu á íbúðarhúsnæði til að koma til móts við hækkun fasteignamats. Álagningarprósenta á atvinnuhúsnæði er með lægra móti í Rangárþingi eystra en álagnningarprósentan hefur verið metin á ári hverju með tilliti til fasteignamats. Sveitarstjórn tekur undir bókun sambandsins varðandi óvissu með breytingar á fasteignamaati ár hvert, en mun meta stöðuna við fjárhagsáætlun ársins 2021 með tilliti til þessara þátta.
Samþykkt samhljóða.

13.Umferðarþing 16. nóvember 2020

2006064

Erindinu vísað í samgöngu og umferðarnefnd og til íþrótta- og æskulýðsnefndar.

14.Tölur um atvinnuleysi 2020

2006046

Erindi vísað í atvinnumálanefnd.

15.Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Miðeyjarvegar af vegaskrá

2006011

Lagt fram til kynningar.

16.Skýrsla um náms- og starfsráðgjöf í grunnskólum á Íslandi

17.Bréf félagsmálaráðherra um aukið félagsstarf fyrir fullorðið fatlað fólk sumarið 2020

18.Þjóðarátak - takk fyrir að vera til fyrirmyndar

2006079

Lagt fram til kynningar.

19.Eftirfylgni með úttekt á Hvolsskóla

2006023

Sveitarsjtóri fer yfir stöðuna á aðgerðum umbótaáætlunar sem er nú lokið. Byggðarráð lýsir yfir ánægju sinni með að umbótaáæltun sé lokið og sveitarstjóra falið að svara erindinu.

Fundi slitið - kl. 09:35.