190. fundur 17. mars 2020 kl. 08:15 - 10:40 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Guðmundur Jón Viðarsson varamaður
  • Lilja Einarsdóttir varamaður
  • Arnar Gauti Markússon varamaður
Starfsmenn
  • Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá
Fundarstjóri, Lilja Einarsdóttir, býður fundarmenn velkonma og óskar eftir athugasemdnum við fundarboð sem engin eru. Fundarstjóri þakkar fundarmönnum fyrir skjót viðbrögð þar sem fundurinn var boðaður með skömmum fyrirvara.
Anton Kári Halldórsson sat fundinn með fjarfundarbúnaði.

1.Viðbragðsáætlun; Heimsfaraldur inflúensu; COVID-19

2003024

Viðbragðsáætlun fyrir Rangárþing eystra á að þjóna þeim tilgangi að vera stjórnendum sveitarfélagsins til stuðnings um það hvernig takast eigi á við afleiðingar neyðarástands sem kann að ógna lífi og heilsu almennings, umhverfi og/eða eignum. Viðbragðsáætlun þessari er ætlað að segja fyrir um viðbrögð innan sveitarfélagsins í kjölfar heimsútbreiðslu inflúensu/COVID-19.
Við gerð áætlunarinnar er meðal annars stuðst við lög um almannavarnir nr. 82/2008, lög um sóttvarnir nr. 19/1997 og Landsáætlun vegna heimsfaraldurs inflúensu/COVID-19. Notast var við fyrirmynd af viðbragðsáætlun Sambands Íslenskra sveitarfélaga. Einnig er stuðst við sniðmát að viðbragðsáætlun fyrir stjórnarráðið sem gert var í samvinnu við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti sóttvarnarlæknis
Viðbragðsáætlun samþykkt samhljóða.

2.Aðgerðaráætlun; Heimsfaraldur inflúensu; COVID-19

2003042

Í ljósi þeirra fordæmalausu aðstæðna sem nú eru uppi hefur verið unnin aðgerðaráætlun fyrir Rangaþing eystra. Byggðarráð þakkar forsvarsmönnum stofnana fyrir óeigingjarna og vandaða vinnu og skjót viðbrögð við endurskipulagningu starfsemi sinna stofnana með það að leiðarljósi að tryggja órofinn rekstur á neyðarstigi almannavarna. Aðgerðaráætlunin á stoð í viðgragðsáætlun Rangárþings eystra við COVID-19 og er gefin út sem leiðbeiningar fyrir starfsfólk og íbúa sveitarfélagsins en við þær þjóðfélagsaðstæður sem við búum nú við er mikilvægt að allir séu vel upplýstir. Nú skiptir höfuðmáli að við sem samfélag leggjumst öll á eitt til að hefta útbreiðslu smits af völdum COVID-19 og vernda okkar viðkvæmustu einstaklinga. Byggðarráð biðlar til íbúa að kynna sér áætlunina og fylgjast vel með á heimasíðu Rangárþings eystra þar sem áætlunin verður endurskoðuð ört með tilliti til síbreytilegra aðstðæðna og ráðlegginga frá Landlæknisembættinu, Almannavörnum og yfirvöldum.
Aðgerðaráætlun Rangárþings eystra vegna COVID-19 samþykkt samhljóða

Fundi slitið - kl. 10:40.