258. fundur 20. júní 2024 kl. 08:15 - 10:17 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Árný Hrund Svavarsdóttir formaður
  • Tómas Birgir Magnússon aðalmaður
  • Bjarki Oddsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá
Formaður byggðarráðs setur fund og óskar eftir athugasemdir við fundarboð ef einhverjar eru.

1.Rekstraryfirlit sveitarfélagsins 2024

2406006

Skrifstofu og fjármálastjóri fer yfir helstu tölur í rekstri sveitarfélagsins fyrsta fjórðung ársins.
Lagt fram til kynningar.

2.Umsókn um lóð - Hallgerðartún 20

2406015

Gá Byggingar ehf óska eftir því að fá úthlutað lóðinni Hallgerðartún 20, fyrir byggingu einbýlishúss.
Byggðarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar að uppfylltum hæfisskilyrðum umsækjanda.
Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.

3.Örnefni á Eyjafjallajökli nefnt eftir Guðmundi Einarssyni

2406030

Lagt fram erindi Ferðafélags Íslands þar sem lagt er til að gefa jökulskeri efst á Eyjafjallajölki örnefnið Guðmundur, nefnt eftir Guðmundi Einarssyni frá Miðdal.
Byggðarráð hafnar erindi Ferðafélags Íslands.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

4.Deiliskipulag - Ey

2401095

Umræður breytingu á deiliskipulagi að Ey sem samþykkt var 14.febrúar 2013. Tillagagan gerir ráð fyrir einni íbúðarhúsalóð sem er 2 ha. að stærð með heimild fyrir 300 m² íbúðarhúsi, tveimur 50 m² gestahúsum og allt að 200 m² skemmu.

Tillagan var send til umsagnaraðila og auglýst frá 20. febrúar 2024 með athugasemdarfrest til 3. apríl 2024. Vegagerðin bendir á að veghelguanrsvæði hafi ekki verið afmarkað sem hefur verið leiðrétt á uppdrættinum, Heilbrigðiseftirlit Suðurlands gerir engar athugasemdir ásamt Minjastofnun Íslands. Landeigandi óskar eftir útskýringum á ferli málsins sem eru útskýrð í meðfylgjandi svarbréfi. Skipulagssvæðið og byggingarreitur er innan Hverfisverndar (HV11) en að mati nefndarinnar kemur skýrt fram í greinargerð tillögunnar að óheimilt er að hindra rennsli um skurðina eða aðgengi að þeim til hreinsunar. Skipulags- og umhverfisnefnd bendir á að í kafla 2.2.2 í aðalskipulagi sveitarfélagsins kemur fram að skilgreina skuli íbúðarbygg þar sem íbúðalóðir eru fjórar eða fleiri, í þessu tilviki er verið að stofna lóð úr jörðinni Eyland, L163935 og að aðkoma henti því best eins og gert er ráð fyrir í tillögunni. Nefndin bendir þó á að ekki verði heimiluð frekari uppbygging íbúðahúsnæðis nema að aðalskipulag svæðisins verði endurskoðað og breytt í íbúðarbyggð þar sem að Eyjarvegur er þegar orðinn þéttbýll. Skipulags- og umhverfisnefnd hafnar staðfangabeiðni og leggur til við sveitarstjórn að hin nýja lóð fáið staðfangið Ey 2b.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjón að deiliskipulagstillagan verði send til yfirferðar til Skipulagsstofnunar og afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Byggðarráð staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að deiliskipulagstillagan verði send til yfirferðar Skipulagsstofnunar og afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Byggðarráð staðfestir að hin nýja lóð fái staðfangið Ey 2b.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

5.Áhaldahús Rangárþings eystra - húsnæðismál

2406034

Umræður um framtíðar húsnæðismál áhaldahúss Rangárþings eystra. Sveitarstjóra og skipulags- og byggingarfulltrúa falið að vinna áfram að málinu.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

6.Aðalfundur Eignarhaldsfélags Suðurlands 2024

2406035

Lagt fram fundarboð á aðalfund Eignarhaldsfélags Suðurlands sem haldinn verður 26. júní næst komandi.
Margréti Jónu Ísólfsdóttur er veitt umboð til að sækja aðalfund eignarhaldsfálags Suðurlands 2024.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

7.Umsögn - tækifærisleyfi - Hvítasunnukirkjan á Íslandi

2406044

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn sveitarfélagsins vegna umsóknar Hvítasunnukirkjunnar, um tækifærisleyfi fyrir Kotmót 2024.
Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn. Samþykkt samhljóða.

8.Sameiginleg frístunda- og viðburðarsíða

2404232

Stefán Friðriksson byggðarþróunarfulltrúi kemur til fundar og kynnir verkefnið sudurlif.is sem á að verða frístundasíða fyrir íbúa Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu.
Byggðarráð þakkar Stefáni fyrir greinargóða kynningu og samþykkir, með þremur samhljóða atkvæðum þátttöku, sveitarfélagsins í verkefninu.

9.Sorpstöð Rangárvallasýslu bs; 238 fundur stjórnar 10.06.2024

2406025

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 238. fundar stjórnar Sorpstöðvar Rangárvallasýslu.
Byggðarráð fagnar því að undirrituð hafi verið viljayfirlýsing við Sorporku ehf. um uppsetningu brennsluofns á Strönd. Sorporkustöðin kemur til með að geta brennt allt að 2500 tonnum af óendurvinnanlegum úrgangi og framleitt um 1 MW af varmaorku við brennsluna. Um er að ræða verkefni sem stuðlar að ábyrgri úrgangsstjórnun þar sem unnið er að því að hámarka verðmæti sem felast í úrgangi og lágmarka þannig samfélagslegan kostnað í Rangárvallasýslu við vinnslu og eyðingu úrgangs.
Fundargerð 238. fundar stjórnar Sorpstöðvar Rangárvallasýslu staðfest í heild sinni.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
Fylgiskjöl:

10.Bergrisinn; 73. fundur stjórnar 31.05.2024

2406026

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 73. fundar stjórnar Bergrisans.
Byggðarráð staðfestir fundargerð 73. fundar stjórnar Bergrisans bs.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

11.Markaðs- og menningarnefnd - 19

2406005F

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 19. fundar Markaðs- og menningarnefndar.
Byggðarráð staðfestir fundargerð 19. fundar markaðs- og menningarnefndar.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd - 19 Sigurmundur kynnir sig og nefndin bíður hann velkominn til starfa.
  • Markaðs- og menningarnefnd - 19 Nefndin tekur vel í erindið og vísar í áskorun nefndarinnar dagsett 8.apríl 2024:

    "Ferðamennska er mjög stór atvinnugrein í okkar sveitarfélagi, en stærsti veikleikinn hennar eru árstíðarsveiflurnar og erfitt fyrir fyrirtæki að vera með heilsársstarfsemi. Til að minnka sveifluna þyrfti að efla vetrarferðarmennsku á svæðinu, t.a.m. með því að laða ferðamenn að sem vilja skoða norðurljós. Ferðaþjónustufyrirtækin á svæðinu eru þegar byrjuð að skipuleggja sameiginlegt markaðsátak, en sveitarfélagið getur lagt sitt af mörkum með t.d. Dark Sky Certification, en einnig mætti setja merkingar/skreytingar sem tengjast norðurljósum, taka þátt í uppákomum sem tengjast norðurljósum og benda á staði eða tileinka ákveðin bílastæði.

    Markaðs- og menningarnefnd skorar á sveitarstjórn Rangárþings eystra að kanna möguleikann á að efla vetrarferðamennsku á svæðinu í samvinnu við ferðaþjónustuaðila, og þá sérstaklega til að laða að ferðamenn sem vilja skoða norðurljós."

    Samþykkt samhljóða
  • Markaðs- og menningarnefnd - 19 Nefndin felur markaðs- og kynningarfulltrúa að auglýsa eftir tilnefningum til sveitarlistamanns Rangárþings eystra 2024.
    Samþykkt samhljóða.
  • Markaðs- og menningarnefnd - 19

12.Skipulags- og umhverfisnefnd - 48

2406001F

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 48. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar.
Byggðarráð staðfestir fundargerð 48. fundar skipulags- og umhverfisnefndar.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 48 Skipulags- og umhverfisnefnd tekur jákvætt í hugmyndina og að farið verði í greiningu myrkurgæða og gerð ljósgæðastefnu fyrir svæðið.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 48
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 48 Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að hafna erindinu.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 48 Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og hið nýja staðfang, nefndin leggur til við sveitarstjórn að landskiptin verði samþykkt.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 48 Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst, kynnt fyrir lóðarhöfum og send til umsagnaraðila skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • 12.6 2401095 Deiliskipulag - Ey
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 48 Tillagan var send til umsagnaraðila og auglýst frá 20. febrúar 2024 með athugasemdarfrest til 3. apríl 2024. Vegagerðin bendir á að veghelguanrsvæði hafi ekki verið afmarkað sem hefur verið leiðrétt á uppdrættinum, Heilbrigðiseftirlit Suðurlands gerir engar athugasemdir ásamt Minjastofnun Íslands. Landeigandi óskar eftir útskýringum á ferli málsins sem eru útskýrð í meðfylgjandi svarbréfi. Skipulagssvæðið og byggingarreitur er innan Hverfisverndar (HV11) en að mati nefndarinnar kemur skýrt fram í greinargerð tillögunnar að óheimilt er að hindra rennsli um skurðina eða aðgengi að þeim til hreinsunar. Skipulags- og umhverfisnefnd bendir á að í kafla 2.2.2 í aðalskipulagi sveitarfélagsins kemur fram að skilgreina skuli íbúðarbygg þar sem íbúðalóðir eru fjórar eða fleiri, í þessu tilviki er verið að stofna lóð úr jörðinni Eyland, L163935 og að aðkoma henti því best eins og gert er ráð fyrir í tillögunni. Nefndin bendir þó á að ekki verði heimiluð frekari uppbygging íbúðahúsnæðis nema að aðalskipulag svæðisins verði endurskoðað og breytt í íbúðarbyggð þar sem að Eyjarvegur er þegar orðinn þéttbýll. Skipulags- og umhverfisnefnd hafnar staðfangabeiðni og leggur til við sveitarstjórn að hin nýja lóð fáið staðfangið Ey 2b.
    Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjón að deiliskipulagstillagan verði send til yfirferðar til Skipulagsstofnunar og afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 48 Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 48 Um þessar mundir stendur yfir vinna á skilmálum í aðalskipulagi sveitarfélagsins þar sem m.a. er farið fram á áfangaskiptingu á svæðum í uppbyggingu. Um 23 ha frístundarsvæði Ytra-Seljalands, sunnan þjóðvegar 1 er til yfirferðar hjá Skipulagsstofnun, þar sem gert er ráð fyrir 35 lóðum. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur því til að aðalskipulags- og deiliskipulagsbreyting verði ekki heimiluð að svo stöddu.
  • 12.9 2305071 Deiliskipulag - Brú
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 48 Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • 12.10 2309074 Aðalskipulag - Brú
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 48 Við yfirferð Skipulagsstofnunar eru gerðar athugasemdir varðandi skerðingu landbúnaðarlands flokkað sem gott eða úrvals landbúnaðarland. Að mati skipulags- og umhverfisnefndar þarf að meta hvert skipulagssvæði fyrir sig og bendir á að hluti af svæðinu er nú þegar undir verslun- og þjónustu og því tekur nefndin jákvætt í að ekki sé verið að afmarka nýtt svæði heldur stækka verslun- og þjónustusvæðið. Nefndin bendir einnig á að farið hefur verið fram á áfangaskiptingu í deiliskipulagstillögu frístundarbyggðar með vísan í skipulagslýsingu þar sem farið er fram á áfangaskiptingu umfangsmikilla framkvæmda. Skipulags- og umhverfisnefnd fer einnig fram á að RML veiti umsögn á breytta landnotkun og að afmörkun svæðisins verði endurmetin eftir auglýstan tíma.
    Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 48 Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við lýsinguna og leggur til við sveitarstjórn að hún verði send til umsagnaraðila og kynnt fyrir almenningi skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 48 Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að íbúðafjöldi verði að hámarki 120 á svæði M3 og leggur til við sveitarstjórn að hún verði send til umsagnaraðila og kynnt fyrir almenningi skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 48 Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að lýsingin verði auglýst og kynnt almenningi skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 48

13.Fjölskyldunefnd - 19

2406000F

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 19. fundar Fjölskyldunefndar.
Byggðarráð staðfestir fundargerð 19. fundar fjölskyldunefndar.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
  • Fjölskyldunefnd - 19 Fjölskyldunefnd samþykkir framlagt skóladagatal fyrir leikskólann Ölduna skólaárið 2024-2025 og leggur til við sveitarstjórn að það verði samþykkt.

14.Félags- og skólaþjónusta; Fundargerð aðalfundar 2024

2406046

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð aðalfundar Félagsþjónusta og skólaþjónusta Rangárv/V-Skaft árið 2024.
Byggðarráð staðfestir fundargerð aðalfundar Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu árið 2024.
Samþykkt með þremur samljóða atkvæðum.

15.Heilbrigðiseftirlit Suðurlands; 236. fundargerð

2406036

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 236. fundar Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

16.Samband íslenskra sveitarfélaga; 948. fundur stjórnar 31.05.2024

2406037

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 948. fundar stjórnar Sambands íslendskra sveitarfélaga.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

17.83. fundur Félags og skólaþjónustu Rangárv V-Skaft.

2406038

Fundargðerð lögð fram til kynningar.

18.SASS; 610, fundur stjórnar 06.06.2024

2406048

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 610. fundar stjórnar samtaka sunnsenskra sveitarfélaga.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:17.