2401095
Umræður breytingu á deiliskipulagi að Ey sem samþykkt var 14.febrúar 2013. Tillagagan gerir ráð fyrir einni íbúðarhúsalóð sem er 2 ha. að stærð með heimild fyrir 300 m² íbúðarhúsi, tveimur 50 m² gestahúsum og allt að 200 m² skemmu.
Tillagan var send til umsagnaraðila og auglýst frá 20. febrúar 2024 með athugasemdarfrest til 3. apríl 2024. Vegagerðin bendir á að veghelguanrsvæði hafi ekki verið afmarkað sem hefur verið leiðrétt á uppdrættinum, Heilbrigðiseftirlit Suðurlands gerir engar athugasemdir ásamt Minjastofnun Íslands. Landeigandi óskar eftir útskýringum á ferli málsins sem eru útskýrð í meðfylgjandi svarbréfi. Skipulagssvæðið og byggingarreitur er innan Hverfisverndar (HV11) en að mati nefndarinnar kemur skýrt fram í greinargerð tillögunnar að óheimilt er að hindra rennsli um skurðina eða aðgengi að þeim til hreinsunar. Skipulags- og umhverfisnefnd bendir á að í kafla 2.2.2 í aðalskipulagi sveitarfélagsins kemur fram að skilgreina skuli íbúðarbygg þar sem íbúðalóðir eru fjórar eða fleiri, í þessu tilviki er verið að stofna lóð úr jörðinni Eyland, L163935 og að aðkoma henti því best eins og gert er ráð fyrir í tillögunni. Nefndin bendir þó á að ekki verði heimiluð frekari uppbygging íbúðahúsnæðis nema að aðalskipulag svæðisins verði endurskoðað og breytt í íbúðarbyggð þar sem að Eyjarvegur er þegar orðinn þéttbýll. Skipulags- og umhverfisnefnd hafnar staðfangabeiðni og leggur til við sveitarstjórn að hin nýja lóð fáið staðfangið Ey 2b.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjón að deiliskipulagstillagan verði send til yfirferðar til Skipulagsstofnunar og afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.