257. fundur 06. júní 2024 kl. 08:15 - 09:21 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
 • Árný Hrund Svavarsdóttir formaður
 • Tómas Birgir Magnússon aðalmaður
 • Rafn Bergsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri
 • Margrét Jóna Ísólfsdóttir
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá
Formaður byggðarráðs setur fund og óskar eftir athugasemdum við fundarboð.

1.Umsókn um styrk - Landgræðslustyrkur á Almenningum

2405048

Lagt fram erindi landeigenda á Almenningum þar sem óskað er eftir styrk til landsgræðslu á Almenningum.
Byggðarráð samþykkir að veita styrk til landgræðslu á Almenningum að upphæð 300.000.- eins og undanfarin ár.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

2.Arnardrangur hses; Ósk um samstarf við byggingu búsetuúrræðis

2405056

Arnardrangs hses., óskar eftir samstarfi við Rangárþing eystra um byggingu á nýju búsetuúrræði fyrir fatlað fólk á vegum Bergrisans bs. á Hvolsvelli eða nágrenni. Athygli er vakin á því að til að unnt sé að fara í verkefnið mun Arnardrangur hses. sækja um stofnframlög við fjármögnun húsnæðisins og er hlutur sveitarfélagsins í stofnframlagi 12% af áætluðum kostnaði
Byggðarráð fagnar ákvörðun Arnardrangs hses um uppbyggingu búsetuúrræðis fyrir fatlað fólk á Hvolsvelli. Uppbyggingu úrræðisins hefur verið í umræðunni um langt skeið og ljóst er að þörfin er til staðar. Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkt verði þátttaka í verkefninu og hlutur sveitarfélagsins með stofnframlagi verði samþykktur. Viðauki við fjárhagsáætlun verði unninn þegar ljóst liggur fyrir hver hlutur sveitarfélagsins verður.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

3.Ósk um samstarf vegna greiningar myrkurgæða og gerð ljósgæðastefnu

2405057

Lagt fram erindi ferðaþjónustuaðila í Rangárþingi þar sem verið er að kanna áhuga sveitarfélagisns á að þróa málið áfram með því að hefja vinnu við greiningu myrkurgæða og gerð ljósgæðastefnu sem nýst getur sveitarfélaginu í framtíðinni við endurskoðun aðalskipulags.
Byggðarráð tekur vel í erindið og fagnar frumkvæði ferðaþjónustuaðila hvað það varðar. Byggðarráð vísar erindinu til skipulags- og umhverfisnefndar og markaðs- og menningarnefndar til umsagnar.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

4.Skráning lögbýlis - Grenstangi

2406005

Landeigandi óskar eftir stofnun lögbýlis að Grenstanga, L163859 skv. meðfylgjandi umsókn.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við stofnun nýs lögbýlis að Grenstanga.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

5.Rekstraryfirlit sveitarfélagsins 2024

2406006

Erindi frestað.

6.Umsögn vegna rekstrarleyfi - Ásgarður L209169

2405050

Sýslumaður Suðurlands óskar eftir umsögn vegna umsókn um nýtt rekstrarleyfi fyrir gistingu í flokk II, H Frístundahús að Ásgarður lóð Fnr. 222-6207 til umsagnaraðila
Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

7.Umsögn um tækisfærileyfi; Saga Camp

2405070

Embætti sýslumannsins á Suðurlandi óskar eftir umsöng sveitarfélagsins um tækifærisleyfi í Hvolnum Hvolsvelli.
Viðburður hefur nú þegar farið fram og sveitarstjóri veitti umsögn f.h. sveitarfélagsins. Byggðarráð staðfestir umsögn sveitarstjóra.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

8.Sorpstöð Rangárvallasýslu bs; 237 fundur stjórnar

2405061

Lögð fram til samþykktar fundargerð 237. fundar stjórnar Sorpstöðvar Rangárvallasýslu.
Byggðarráð staðfestir fundargerð 237. fundar stjórnar Sorpstöðvar Rangárvallasýslu.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
Fylgiskjöl:

9.Stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu bs. - 82

2405008F

Lögð fram til samþykktar fundargerð 82. fundar stjórnar Brunavarna Rangárvallasýslu.
Byggðarráð staðfestir fundargerð 82. fundar stjórnar Brunavarna Rangárvallasýslu.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

10.Skipulags- og umhverfisnefnd - 47

2405007F

Lögð fram til samþykktar fundargerð 47. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar.
Byggðarráð staðfestir fundargerð 47. fundar skipulags- og umhverfisnefndar Rangárþings eystra.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd - 47
 • Skipulags- og umhverfisnefnd - 47 Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna málið áfram.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd - 47 Skipulagsbreytingin var auglýst og send til umsagnaraðila frá 2. apríl til og með 15. maí 2024. Veðurstofa Íslands gerir engar athugasemdir, ásamt Vegagerðinni og Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Náttúrufræðistofnun Íslands ítrekar umsögn sína við skipulagslýsingu, dags. 9. desember 2023, um að skógrækt á svæðinu feli í sér tap og uppbrot á mikilvægum búsvæðum fugla, að skógrækt hafi áhrif á ásýnd svæðisins og að framkvæmdin gangi gegn landskipulagsstefnu og skilmálum sveitarfélagsins fyrir skógræktar- og landgræðslusvæði. Náttúrufræðistofnun hvetur sveitarfélagið til að íhuga friðlýsingu á samfelldum, óröskuðum svæðum á flóðsléttu Markarfljóts, með því að vernda búsvæði fugla. Að mati skipulags- og umhverfisnefndar er skógrækt landbúnaður og að svæðið sé ákjósanlegt.
  Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði afgreidd skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd - 47 Aðalskipulagsbreytingin var auglýst frá 2. apríl sl. með athugasemdarfrest til og með 15. maí 2024. Veitur gera ekki athugasemd við breytinguna ásamt Vegagerðinni, sem bendir þó á að haga skuli í huga tengingar við vegi í framtíðinni. Rarik leggur til að gert verði ráð fyrir pláss fyrir rofahúsi. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands gerir engar athugasemdir.
  Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði afgreidd skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd - 47 Deiliskipulagsbreytingin var auglýst samhliða aðalskipulagsbreytingu, frá 2. apríl með athugasemdarfrest til og með 15. maí 2024. Umsagnir bárust frá Heilbgrigðiseftirlit Suðurlands sem gerir ekki athugasemd ásamt Vegagerðinni. Veitur hafa einnig rýnt tillöguna og gera ekki athugasemdir.
  Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að tillagan verði afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd - 47 Aðalskipulagsbreytingin að Barkarstöðum var auglýst frá 27. mars með athugasemdarfrest til 9. maí 2024. Náttúrufræðistofnun Íslands bendir á að svæði er á náttúruminjaskrá austan og vestan við skipulagssvæðið og því mikilvægt að mannvirki taki mið af umhverfi sínu og verði lítið áberandi. Stofnunin bendir einnig á vistgerðir sem eru með hátt verndargildi og ætti því að forðast að raska innan svæðisins. Veðurstofa Íslands bendir á mögulega ofanflóðahættu en fyrirhugaðir byggingarreitir hafa verið staðsettir þar sem litlar líkur eru á ofanflóðahættu. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands gerir engar athugasemdir en Vegagerðin mælir með að helstu vegir í umsjá Vegagerðarinnar verði auðkenndir.
  Athugasemdir bárust frá landeigendum að Háa-Múla og Fljótsdal, skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að meðfylgjandi svarbréf verði send á landeigenda.
  Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að breytingin verði send til Skipulagsstofnunar og afgreitt skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd - 47 Tillagan var auglýst samhliða aðalskipulagsbreytingu eða frá 27. mars með athugasemdarfrest til og með 9. maí 2024. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands gerir engar athugasemdir en bendir á að neysluvatnsöflun og fráveita er starfsleyfisskylt hjá Heilbrigðiseftirlit Suðurlands. Vegagerðin bendir á að málsetja fjarlægðir milli tenginga sem brugðist hefur verið við en vegurinn að B1 er nú innan skipulagssvæðisins. Umhverfisstofnun bendir á að fjalla skuli um áætlaðan fjölda gesta varðandi fráveitu og hvaða kröfur eigi við. Áætlaður gestafjöldi var 90 en hefur verið lækkaður niður í allt að 75 manns. Stofnunin tekur fram að ásýnd mannvirkja skuli falla vel að svipmóti og einkennum svæðisins en skipulags- og umhverfisnefnd tekur undir með Umhverfisstofnun. Stofnunin bendir einnig á að skv. vistgerðarkorti Náttúrufræðistofnunar Íslands eru mikilvægar vistgerðir þar sem ábyrgðar fuglar Íslands eiga til að verpa. Gróður raskast við uppbyggingu en áhersla er lögð á að takmarka rask eftir bestu getu og viðhalda náttúrulegu yfirbragði með þeim tilgangi að svæðið grætt upp. Athugasemdir bárust frá landeigendum að Háa-Múla og Fljótsdal, skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að meðfylgjandi svarbréf verði send á landeigendur.
  Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan verði afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/210.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd - 47 Deiliskipulags breytingin var grenndarkynnt fyrir Drangshlíðardal 3a (L228996) og Drangshlíðardal (L163652 og L178810) skv. 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Engar athugasemdir bárust og leggur því skipulags- og umhverfisnefnd til að breytingin verði afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd - 47 Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd - 47 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að stækkunin verði grenndarkynnt fyrir Hallskoti í heild sinni. Skipulags- og umhverfisnefnd bendir einnig á að uppbygging á svæðinu hefur ekki verið í samræmi við gildandi deiliskipulag og beinir því til lóðarhafa og landeigenda að deiliskipulagið verði endurskoðað.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd - 47 Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við áformin en að tillagan verði grenndarkynnt fyrir landeigendum að Teigi, Smáratúni, Heylæk og Butru skv. 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd - 47

11.Fjölskyldunefnd - 18

2405005F

Lögð fram til samþykktar fundargerð 18. fundar Fjölskyldunefndar.
Byggðarráð staðfestir fundargerð 18. fundar fjölskyldunefndar Rangárþings eystra.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
 • Fjölskyldunefnd - 18 Skóladagatal Hvolsskóla 2024-2025 samþykkt með fimm atkvæðum, SKV, RB, ÁB, ÓÞ og LBL. Á móti tvö atkvæði ÁLS, HÓ.

  Bókun fulltrúa N-lista:
  Vegna þeirra hagsmuna sem liggja hér að baki er mikilvægt að horft sé til marktækni könnunarinnar í ljósi þess hversu dræmt svarhlutfallið er,
  en hátt svarhlutfall er mikilvægur þáttur í gæðum kannana. Einnig gerir undirrituð athugasemd við framkvæmd könnunarinnar þar sem ekki var send út áminning til foreldra um að könnunin stæði yfir og þeir hvattir til þess að taka þátt áður en svarfrestur myndi renna út. Auk þess voru tæknilegir annmarkar til staðar í forritinu sem notast var við þar sem sumir hverjir gátu ekki svarað könnuninni í gegnum síma heldur eingöngu í gegnum tölvu.

  Þessu til viðbótar vill undirrituð árétta mikilvægi þess að lögð sé aukin áhersla á menntun barna sér í lagi í ljósi þeirrar alvarlegu stöðu að lesskilningur drengja heldur áfram að versna, en þriðjungur grunnskóladrengja getur ekki lesið sér til gagns, haft eftir formanni Kennarasambands Íslands í apríl 2022.

  Nemendur sem eru að ljúka 10 ára skólagöngu hjá Hvolsskóla í vor hafa farið á mis við 100 skóladaga vegna þessa fyrirkomulags sem viðhaft er, að árlega séu skóladagar einungis 170.

  Af öllu ofangreindu sögðu vil ég því ítreka bókun mína frá því í fyrra um sama mál í fundargerð fjölskyldunefndar (maí 2023) og hvet sveitarstjórn eindregið til þess að gefa menntun barna í Rangárþingi eystra ekki neinn afslátt heldur þess í stað að gera henni hærra undir höfði með hagsmuni barnanna að leiðarljósi.

  Heiðbrá Ólafsdóttir, fulltrúi N-lista

  Bókun fulltrúa D og B-lista.
  Ljóst er að skiptar skoðanir eru milli fólks um fyrirkomulag skóladagatals Hvolsskóla þá aðallega hvort skólaárið skuli vera 170 eða 180 dagar. Undanfarin ár hefur virkt samráð allra hagsmunaaðila farið fram þegar ákveðið er hvor leiðin skuli vera farin. Síðast liði haust barst álit frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu þar sem skýrt kemur fram að það fyrikomulag sem viðhaft hefur verið við ákvörðun og svo sú niðurstaða um að með því að lengja kennslustundir hvers skóladags náist markmið um 180 daga skólaár í samræmi við 28. gr. laga um grunnskóla. Í niður lagi álits ráðuneytis segir eftirfarandi:
  „Í ljósi framangreinds telur ráðuneytið ekki ástæðu til að gera athugasemd við fyrirkomulagið. Skólaár Hvolsskóla er útfært á þann veg að virkum kennsludögum er fækkað samhliða því að kennslustundum er dreift yfir skólaárið með það að leiðarljósi að kennsludagarnir séu samfelldir með eðlilegum hléum og fari ekki fram yfir hæfilegt vinnuálag miðað við aldur nemenda og þroska. Þar að auki er fyrikomulagið ákveðið í samráði við skólaráð og að fenginni staðfestingu skólanefndar.“
  Sú könnun sem hefur verið gerð árlega hefur það markmið að auka samráð varðandi ákvörðunina og gefa öllum í skólasamfélaginu tækifæri á því að koma sínum skoðunum á framfæri. Á 16. fundi fjölskyldunefndar þann 20. mars var eftirfarandi bókað og samþykkt.
  „Ákvörðun um könnun um lengd skólaárs í Hvolsskóla
  Að óbreyttu ætti könnun, til foreldra barna í Hvolsskóla, um 170 eða 180 daga skólaár að vera lögð fyrir á næstu misserum. All miklar umræður eru í samfélaginu um að okkar skóli ætti ekki að vera á undanþágu um 170 daga, heldur að vera eins og flest allir skólar í landinu með 180 daga. Lagt er til að kjörnir fulltrúar fjölskyldunefndar kjósi um hvort að könnunin verði lögð fyrir foreldra og starfsmenn skólans, eða ekki.
  Fjórir fulltrúa fjölskyldunefndar, SSÚ, RB, LBL og ÁB, samþykkja að haldin verði könnum um lengd skólaárs Hvolsskóla og á móti eru 3 fulltrúar, SKV, ÁLS, HÓ. Formanni fjölskyldunefndar og skólastjóra er falið að útfæra könnun um lengd skólaársins og skólastjóra í framhaldinu falið að leggja könnina fyrir.“

  Nú hefur könnun verið lögð fyrir og var þátttaka í könnuninni svipuð og undanfarin ár. Niðurstöður hennar eru skýrar og var meirihluti bæði foreldra og starfsmanna fyrir því að halda óbreyttu 170 daga skólaári. Vandað var til verka við gerð og útsendingu könnunar og gefin rúmur tími til þess að svara.

  Sigríður Karólína Viðarsdóttir
  Ólafur Þórisson
  Ásta Brynjólfsdóttir
  Rafn Bergsson
  Lea Birna Lárusdóttir

 • Fjölskyldunefnd - 18 Lagt fram til kynningar.
 • Fjölskyldunefnd - 18 Verið er að vinna í málinu og ný hlið verða sett upp þegar leikskólinn fer í sumarleyfi.
 • Fjölskyldunefnd - 18 Spurning 1:
  Eftir fund fjölskyldunefndar í júní, hafði formaður samband við Guðrúnu umhverfis- og garaðyrkjustjóra. Rætt var hvort ekki væri hægt að gera gamla róló betri skil svo hann yrði fjölskylduvænni, með fleiri leiktækjum og annarri afþreyingu fyrir fjölskyldur sveitarfélagsins. Tók hún vel í það og talaði um að byrja á því með haustinu. . En eins og þið flest vitið, þá er Guðrún hætt hjá okkur, við erum að ráða inn nýjan starfsmann í hennar starf. Í bréfi frá áhugasömum foreldrum, sem barst til okkar á fund fjölskyldunefndar, var til dæmis komið með tillögu um að gera gamla róló að ævintýrasvæði, nota stór dekk og trjádrumba eins og er til dæmis á leikskólalóð á Akureyri, en það gilda ekki sömu reglur varaðandi staðla frá heilbrigðiseftirliti hér og fyrir norðan, svo það er ekki í boði. Búið er að vinna eftir úttektarskýrslu, sem að BSI vottunarfyrirtæki læksvæða, hafa tekið út hjá okkur, þau leiktæki sem hafa fengið athugasemdir hafa verið löguð. Þóra byggingafulltrúi sagði mér að eitt af fyrstu verkum nýs umhverfis- og garðyrkjustjóra verði að endurskoða öll leiksvæði í heild, færa til leiktæki til dæmis af gömlu leikskólalóðinni og finna þeim nýjan stað, til dæmis á gamla róló. Blakvöll á gamla róló er hugmyndin, en það þarf grendarkönnun því það er ekki inni á skipulagi.

  Spurning 2:
  Verið er að skoða, vega og meta hvar best sé að setja niður regnbogagötu. Ég hef lagt það til hvort að ekki væri hentugt að hafa þetta eitt af verkefnum fyrir eldri börnin, ásamt fleirum, sem ekki eru nógu gömul til að fara unglingavinnuna (sumarskólann), hef sent póst á Laufey Hönnu sem verður með þau börn í sinni umsjá. Vil einnig hrinda af stað hugmynd um hvort það væri heppilegra að nýta ljósastaura í stað götu eða gangstíg. Efna til viðburðar með börnunum.

12.Fjölmenningarráð - 5

2405001F

Lögð fram til samþykktar fundargerð 5. fundar Fjölmenningarráðs.
Byggðarráð staðfestir fundargerð 5. fundar fjölmenningarráðs Rangárþings eystra.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

13.7. fundur stjórnar Arnardrangs hses;12.06.2023

2405041

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 7. fundar stjórnar Arnardrangs.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

14.8. fundur stjórnar Arnardrangs hses; 12.07.2023

2405042

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 8. fundar stjórnar Arnardrangs.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

15.9. fundur stjórnar Arnardrangs hses; 18.09.2023

2405043

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 9. fundar stjórnar Arnardrangs.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

16.10. fundur stjórnar Arnardrangs hses; 08.11.2023

2405044

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 10. fundar stjórnar Arnardrangs.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

17.11. fundur stjórnar Arnardrangs hses; 12.01.2024

2405045

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 11. fundar stjórnar Arnardrangs.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

18.13. fundur stjórnar Arnardrangs hses; 22.04.2024

2405046

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 13. fundar stjórnar Arnardrangs.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

19.326.fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 14.05.24

2405051

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 326. fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

20.SASS; 609, fundur stjórnar 10.05.2024

2405052

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 609. fundar stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

21.82. fundur Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu

2405079

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 82. fundar stjórnar Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

22.Héraðsnefnd Rangæinga; 5. fundur 23.05.2024

2405080

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 5. fundar Héraðsnefndar Rangæinga.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

23.Gamli bærinn í Múlakoti; 21. fundur stjórnar; Aðalfundur

2404195

Lögð fram til umræðu og kynningar aðalfundargerð 21. fundar stjórnar Gamla bæjarins í Múlakoti ses.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

24.Gamli bærinn í Múlakoti; 22. fundur stjórnar

2405086

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 22. fundar stjórnar Gamla bæjarins í Múlakoti ses.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

25.Tónlistarskóli Rangæinga; 33. stjórnarfundur 30.05.2024

2405088

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 33. fundar stjórnar Tónlistarskóla Rangæinga.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

26.Safnmappa; þingsályktanir og frumvörp til umsagnar 2024

2401004

Lagt fram til umræðu og kynningar frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (gjaldfrjálsar skólamáltíðir), 1114. málLagt fram til kynningar. Byggðarráð ítrekar að ríkið standi við sinn hlut í kostnaði við gjaldfrjálsar skólamáltíðir og tekur að öðru leiti undir það sem fram kemur í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga við frumvarpið.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

27.Veiðifélag Eystri Rangár; Aðalfundarboð 14.06.2024

2406004

Lagt fram til umræðu og kynningar aðalfundarboð Veiðifélags Eystri Rangár.
Lagt fram til kynningar. Sveitarstjóra falið að sækja fundinn f.h. Rangárþings eystra.

Fundi slitið - kl. 09:21.