185. fundur 26. september 2019 kl. 08:15 - 09:26 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Elín Fríða Sigurðardóttir formaður
  • Christiane L. Bahner
  • Benedikt Benediktsson varaformaður
Starfsmenn
  • Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Anton Kári Halldórsson Sveitarstjóri
Dagskrá

1.Beiðni um fjárstykr til Æskulýðsnefndar kirkna í Rangárvallasýslu

1909073

Byggðarráð samþykkir fjárstuðning að upphæð 165.000 kr. til Æskulýðsnefndar kirkna í Rangárvallasýslu.
Samþykkt samhljóða.

2.Upplýsingabeiðni vegna skýrslu um samkeppnisrekstur opinberra aðila

1909054

Skrifstofu- og fjármálastjóra falið að svara könnuninni.
Samþykkt samhljóða.

3.Sumar- og helgardvöl fatlaðra barna og ungmenna í Reykjadal 2019

1909077

Byggðarráð samþykkir að taka þátt í kostnaði til jafns við einstaklinga sem nýta dvölina frá Rangárþingi eystra. Um er að ræða kostnað að upphæð 204.000 kr.
Samþykkt samhljóða.

4.Veiðifélag Eystri Rangár; Aðalfundarboð

1909078

Byggðarráð samþykkir að með umboð sveitarfélagsins fyrir jarðirnar Stórólfsvöll og Króktún fari Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri og Guðjón Ármannsson, lögmaður sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða.

5.Eystri-Torfastaðir 2, kaup ábúenda

1909093

Byggðarráð mælir með því að ábúandi fái jörðina keypta.
Samþykkt samhljóða.

6.Félagsmálanefnd; 69. fundur; 12.09.2019

1909076

Byggðarráð staðfestir 69. fundargerð félagsmálanefndar.
Samþykkt samhljóða.

7.Umhverfis- og náttúruverndarnefnd; 22. fundur; 4. júlí 2019.

1909094

Byggðarráð tekur vel í tillögur nefndarinnar og felur sveitarstjóra að koma þeim til úrlausnar. 22. fundargerð umhverfis- og náttúruverndarnefndar staðfest að öðru leyti.
Samþykkt samhljóða.

8.Umhverfis- og náttúruverndarnefnd; 23. fundur; 20. ágúst 2019.

1909095

Byggðarráð staðfestir 23. fundargerð umhverfis- og náttúruverndarnefndar.
Samþykkt samhljóða.

9.Umhverfis- og náttúruverndarnefnd; 24. fundur; 12. september 2019.

1909096

Byggðarráð óskar eftir því að nefndin boði sveitarstjóra á næsta fund nefndarinnar til að fara yfir þá þætti er koma fram í fundargerð nefndarinnar.
Mikið átak hefur farið fram á vegum sorpstöðvar Rangárvallasýslu í kynningarmálum. Facebook síða sorpstöðvarinnar hefur verið virk, auglýsingar og leiðbeiningar hafa verið birtar í Búkollu nánast í hverri viku. Þeirri upplýsingagjöf verður haldið áfram af fullum krafti. Í hverri viku bætast við gagnlegar upplýsingar á heimasíðu sveitarfélagsins.
Málefni sorpbrennsla hafa verið skoðuð á grundvelli sorpstöðvar Rangárvallasýslu og Suðurlands. Að sjálfsögðu verða þeir kostir skoðaðir áfram, en að svo stöddu er ekki talið framkvæmanlegt að ráðst í framkvæmd brennslustöðvar fyrir lítið samlag.
Byggðarráð staðfestir fundargerð 24. fundar umhverfis- og náttúruverndarnefndar.

10.206. fundur stjórnar Sorpstöðvar Rangárvallasýslu

1909072

Byggðarráð staðfestir fundargerð 206. fundar Sorpstöðvar Rangárvallasýslu.
Varðandi lið 8 í fundargerð, er honum vísað til umræðu í sveitarstjórn.
Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl:

11.284. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands; 4.9.2019

1909075

Byggðarráð staðfestir fundargerð 284. fundar sorpstöðvar Suðurlands.
Samþykkt samhljóða.

12.Héraðsnefnd Rangæingar; 3. fundur

1909004

Byggðarráð staðfestir fundargerð 3. fundar Héraðsnefndar Rangárvallasýslu.
Samþykkt samhljóða.

13.60. fundur stjórnar Brunavarna Rangárvallasýslu

1909056

Byggðarráð staðfestir fundargerð 60. fundar stjórnar Brunavarna Rangárvallasýslu bs.
Samþykkt samhljóða.

14.Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Syðsta-Markarvegar af vegaskrá

1909079

Lagt fram til kynningar.

15.Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellinguMiðhjáleiguvegar af vegaskrá

1909080

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:26.