256. fundur 16. maí 2024 kl. 08:15 - 08:33 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Árný Hrund Svavarsdóttir formaður
  • Tómas Birgir Magnússon aðalmaður
  • Rafn Bergsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá
Formaður byggðarráðs setur fund og óskar eftir athugasemdum við fundarboð ef einhverjar eru.

1.Gjaldskrá um fjallaskála - gistináttagjald

2405022

Lögð fram tillaga að gjaldskrá fjallaskála 2024 með gistináttagjaldi.
Gjaldskrá fjallaskála 2024 samþykkt með þremur samhjlóða atkvæðum.

2.Fjölskyldunefnd - 17

2404022F

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 17. fundar fjölskyldunefndar.
Fundargerð staðfest í heild.

3.Ungmennaráð - 36

2404024F

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundarger 36. fundar Ungmennaráðs.
Fundargerð staðfest í heild.

4.Skipulags- og umhverfisnefnd - 45

2404025F

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundarger 45. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar.
Fundargerð staðfest í heild.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 45 Skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í tillögurnar og leggur til að þær verði kynntar fyrir skólabílstjórum, starfsfólki Hvolsskóla og farið verði í aðgerðir sem fyrst.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 45 Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við lækkaðan hámarkshraða og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að veita jákvæða umsögn.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 45 Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar skipulags- og byggingarfulltrúa fyrir góða samantekt.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 45 Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að leggja fram tillögu að breyttri lóðarafmörkun og frágangi milli lóðanna.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 45 Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við breytta afmörkun lóðanna við Króktún og bendir á að stækkunin er ætluð sem stækkun á garði eða fyrir bílskúr en ekki verður heimilt að leggja bílum og öðrum ökutækjum á svæðinu. Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa að finna málið áfram.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 45 Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og hið nýja staðfang.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 45 Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst samhliða aðalskipulagsbreytingu í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 45 Tillagan var send til Skipulagsstofnunar en stofnunin bendir á að bregðast þurfi við athugasemd Heilbrigðiseftirlits Suðurlands hvað varðar neysluvatn en þar sem lögn HS Veitna liggur í gegnum landið er gert ráð fyrir að tengt verði við lögnina. Einnig hefur verið bætt úr athugasemd Veðurstofunnar, lágmarks gólfkvóti skal vera allt að 1 metri og ekki verður heimilt að byggja kjallara. Vegagerðin benti á tilgang varnagarðanna sem nú hefur verið bætt við í greinargerð.
    Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagið verði afgreitt skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 45 Skipulags- og umhverfisnefnd tekur undir með Skipulagsstofnun að hafa skuli gott samráð við hagsmunaaðila í grennd við skipulagssvæðið og felur skipulags- og byggingafulltrúa að halda opið hús þar sem framkvæmdaraðili og hönnuðir kynna fyrirhugaðar framkvæmdir fyrir nágrönnum og öðrum hagsmuna aðilum áður en tillagan verði auglýst skv. skipulagslögum nr. 123/2010.
  • 4.10 2305071 Deiliskipulag - Brú
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 45 Skipulags- og umhverfisnefnd óskar eftir að helgunarsvæði fornminja verði afmarkað á uppdrætti og málsett. Nefndin óskar einnig eftir framkvæmdaráætlun fyrir svæðið.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 45 Tillagan var send til yfirferðar Skipulagsstofnunar sem gerði athugasemd fyrir afgreiðslu vegna fjarlægðar frá vatni. Lækurinn sem liggur um landið fellur ekki undir ákvæði skipulagsreglugerðar um fjarlægðir frá vötnum, ám eða sjó sem er 50 m. Skipulags- og umhverfisnefnd bendir á að ekki verður heimilt að hafa kjallara og gólfkóti skuli vera allt að 1 m frá jarðvegsyfirborði vegna mögulegrar flóðahættu og nefndin bendir einnig á að rýmingaráætlun er til fyrir svæðið. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 45 Skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í tillöguna og leggur til við sveitarstjórn að heimila aðaðalskipulagsbreytingu.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 45 Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við drög að umsögn vegna fyrirhugaðrar uppbygginu og leggur til við sveitarstjórn að hún verði samþykkt og send til Skipulagsstofnunar.

5.Skipulags- og umhverfisnefnd - 46

2405002F

  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 46 Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að óskað verði eftir því að umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytið hefji skoðun á fýsileika þess að friðlýsa Þórsmörk og nágrenni sem þjóðgarð skv. lögum um náttúruvernd og að stofnaður verði samstarfshópur ráðuneytis, sveitarfélagsins, Lands- og skógar og annarra hagsmunaaðila um það samtal. Þar sem um þjóðlendu er að ræða þyrfti jafnframt að tryggja aðkomu forsætisráðuneytis að hópnum. Megin hlutverk hópsins yrði að meta kosti og galla þess að stofnaður verði þjóðgarður á Þórsmerkursvæðinu og þar sem verði m.a. metin samfélagsleg áhrif, áhrif á þróun ferðaþjónustunnar, umhverfi, og efnahagsleg áhrif.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 46 Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna málið áfram.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 46 Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar góða yfirferð.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 46 Tillagan var auglýst og send til lögbundinna umsagnaraðila frá 27. mars til og með 9. maí 2024. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands gerir engar athugasemdir við tillöguna, Vegagerðin bendir á að málsetja skuli veghelgunarsvæði og að tengingar við þjóðveg séu háðar samþykki Vegagerðarinnar. Umhverfisstofnun bendir á að svæðið er á náttúruminjaskrá og svæðið er skilgreint sem mikilvægt fuglasvæði sem hefur verið bætt við í greinargerð en fyrirhuguð uppbygging nær ekki til votlendis og hefur því síður áhrif. Umhverfisstofnun bendir einnig á að skógrækt getur haft neikvæð áhrif á fuglalíf fyrir fugla sem nýta sér flatlendi. Að mati nefndarinnar er fyrirhugað skógræktarsvæði er á ákjósanlegum stað innan landareignar að mati nefndarinnar. Umsagnir bárust ekki frá öðrum umsagnaraðilum.
    Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan verði yfirfarin og afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 46 Við yfirferð Skipulagsstofnunar, dags. 15. febrúar 2024, kemur fram að sýna þurfi deiliskipulagsuppdrátt sem samþykktur var af sveitarstjórn 14. febrúar 2013, skilgreina skuli vatnsból sem er sýnt á uppdrætti og gera þarf grein fyrir umhverfisáhrifum í samræmi við 14. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Deiliskipulagshönnuður hefur einnig sent inn tilkynningu um ákvörðun um matsskyldu sem er í ferli.
    Í greinargerð kemur fram að vatnsverndarsvæði sé í 5 m radísu komi til að bora eftir vatni innan landeignar. Fjallað hefur verið ítarlegar um umhverfisáhrif á svæðinu og
    Skipulags- og umhverfisnefnd bendir einnig á að skipulagsmörk hafa verið leiðrétt og eru nú skv. eignarhaldi.
    Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að deiliskipulagstillagan verði afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 46
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 46
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 46
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 46 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkomna lýsingu og að hún verði send tilumsagnar hjá Skipulagsstofnun og annarra umsagnaraðila ásamt því að kynna hana fyrir almenningi skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 46
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 46
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 46

6.Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd - 65

2404027F

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundarger 65. fundar Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefndar.
Fundargerð staðfest í heild.
  • Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd - 65 Heilsu-, íþrótta og æskulýðsnefnd fagnar tillögunni og telur að Heilsustígurinn eigi að halda sér í upprunalegri mynd enda er um góðar og gildar æfingar að ræða. Stígurinn þarfnast viðhalds árlega og nauðsynlegt að yfirfæra bæði tæki og setja upp ný upplýsingaskilti með núverandi og nýjum æfingum.

    Einnig leggur nefndin til að QR-kóði með æfingum verði settur á öll skiltin til að auðvelda iðkendum að nálgast æfingar á stafrænu formi.

    Heilsu-,íþrótta og æskulýðsnefnd leggur áherslu á að stígurinn verði kynntur vel fyrir íbúum og gestum sveitarfélagsins og verði hluti af markaðs- og kynningarefni Rangárþings eystra.

  • Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd - 65 Heilsu-, íþrótta og æskulýðsnefnd þakkar fyrir góða kynningu.
  • Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd - 65 Nefndin þakkar fyrir upplýsingar um upphaf vinnunnar og óskar eftir að fá að hafa aðkomu að vinnunni á síðari stigum.

7.Aðalfundur stjórnar Skógasafns 22.04.24

2405003

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundarger aðalfundar Skógasafns.
Byggðarráð staðfestir ársreikningur Skógarsafns 2023 fyrir sitt leiti.
Fundargerð staðfest í heild.

8.Sorpstöð Rangárvallasýslu bs; 236 fundur stjórnar

2405002

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundarger 236. fundar stjórnar Sorpstöðvar Rangárvallasýslu.
Byggðarráð staðfestir ársreikning Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs 2023 fyrir sitt leiti.
Fundargerð staðfest í heild.

9.Bergrisinn - 71. stjórnarfundur

2404202

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundarger 71. fundar stjórnar Bergrisans.
Fundargerð staðfest í heild.

10.Bergrisinn; 72. fundur stjórnar; 22.04.2024

2405020

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundarger 72. fundar stjórnar Bergrisans.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

11.Heilbrigðisnefnd Suðurlands; 235. fundargerð

2405021

Lögð fram til umræðu og kynningar fundarger 235. fundar stjórnar Heilbrigðisnefndar Suðurlands.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

12.Húsnefnd Fossbúðar; Fundargerð 06.05.2024

2405012

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð Húsnefndar Fossbúðar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

13.Veiðifélag Keldna; Aðalfundarboð 2024

2405015

Lagt fram til kynningar aðalfundarboð veiðifélags Keldna.
Lagt fram til kynningar.

14.Hamragarðar; Landamerki; Álit lögfræðings

2307033

Lagt fram minnisblað lögfræðings eiganda jarðanna innan Seljalandstorfu. Í minnisblaðinu eru gerðar athugasemdir við minnisblað Lögmanna Suðurlandi um landamerki milli Hamragarða og Seljalandsjarða.
Lagt fram til kynningar.

15.Safnmappa; þingsályktanir og frumvörp til umsagnar 2024

Fundi slitið - kl. 08:33.