255. fundur 02. maí 2024 kl. 08:15 - 09:30 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Árný Hrund Svavarsdóttir formaður
  • Tómas Birgir Magnússon aðalmaður
  • Rafn Bergsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá
Formaður byggðarráðs setur fund og óskar eftir athugasemdum við fundarboð.
Undir liðnum koma allir fulltrúar sveitarstjórnar til fundar til að hlýða á yfirferð endurskoðanda.

1.Ársreikningur Rangárþings eystra 2023; Fyrri umræða

2404229

Berglind Hákonardóttir, endurskoðandi, kemur á fund Byggarráðs og kynnir niðurstöður ársreiknings fyrir fundarmönnum.

Lagt er til að vísa ársreikningi 2023 til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

2.Samningur - Jarðstrengur til Vestmannaeyja

2404203

Lagður fram samningur Landsnets og Rangárþings eystra um uppgjör landbóta vegna kvaðar sem hlýst af lagningu 132 kV háspennujarðstrengs í landi sveitarstélgasins, Rimakotslínu.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga til samninga við Landsnet og undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

3.SASS; Auka aðalfundarboð 07.06.24

2404210

Aukaaðalfundur Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga verður haldinn í Vestmannaeyjum þann 7. júní. Rangárþing eystra á 5 fulltrúa á fundinum og óskar SASS eftir tilnefningu fulltrúa til setu á aukaaðalfundinum.
Aðalmenn: Anton Kári Halldórsson, Árný Hrund Svavarsdóttir, Tómas Birgir Magnússon, Lilja Einarsdóttir og Rafn Bergsson. Til vara: Sigríður Karólína Viðarsdóttir, Elvar Eyvindsson, Christiane L Bahner, Bjarki Oddsson og Guri Hilstad Ólason.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

4.Minningarsjóður Guðmundar Jónssonar; Umsókn um styrk

2404230

Lagt fram erindi Minningarsjóðs Guðmundar Jónssonar frá Hólmi í Austur Landeyjum þar sem óskað er eftir styrk vegna endurgerðar ábúendaskráningu Austur-Landeyja.
Byggðarráð leggur til við minningarsjóðinn að sækja um styrk til verkefnisins í menningarsjóð Rangárþings eystra. Úthlutun úr sjóðnum fer fram í haust og verður opnað fyrir umsóknir í september.
Samþykkt með tveimur atkvæðum, AHS og TBM. Einn situr hjá, RB.

5.Umsókn um vilyrði fyrir lóðum á Hvolsvelli

2404239

Lagt fram erindi þar sem óskað er eftir vilyrði fyrir lóðunum að Höfðavegi 1, 2, 19 og 21. Fyrihuguð byggingaráform eru vegna hóteluppbyggingar, verslunar- og þjónusturýmis og íbúða. Einnig er óskað eftir samstarfi við sveitarfélagið um deiliskipulagsbreytingar til að rúma uppbyggingu.
Byggðarráð samþykkir veitingu vilyrðis fyrir lóðunum til 6 mánaða.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

6.Héraðsráð Rangæinga; 10. fundur 18.04.2024

2404198

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 10. fundar Héraðsráðs Rangæðinga.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

7.Gamli bærinn í Múlakoti; 21. fundur stjórnar; Aðalfundur

2404195

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 21. fundar stjórnar Gamla bæjarins í Múlakoti.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

8.Bergrisinn - 71. stjórnarfundur

2404202

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 71. fundar stjórnar Bergrisans bs.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

9.325.fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 16.04.24

2404225

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 325. fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

10.Samband íslenkra sveitarfélaga; 947. fundur stjórnar

2404226

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 947. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

11.Fundarboð; Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf. 2024

2404196

Lagt fram til kynningar fundarboð aðalfundar Landskerfis bókasafna hf.
Lagt fram til kynningar.

12.Safnmappa; þingsályktanir og frumvörp til umsagnar 2024

2401004

Lagt fram til kynningar og umsagnar tillögu til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu vindorku á Íslandi, 899. mál og frumvarp til laga um verndar- og orkunýtingaráætlun (virkjunarkostir í vindorku), 900. mál.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:30.