184. fundur 29. ágúst 2019 kl. 08:15 - 10:15 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Elín Fríða Sigurðardóttir formaður
  • Christiane L. Bahner
  • Benedikt Benediktsson varaformaður
Starfsmenn
  • Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Anton Kári Halldórsson Sveitarstjóri
Dagskrá
Byggðarráð samþykkir að bæta máli nr. 21 á dagskrá.

1.Hamragarðar; Fyrirspurn

1908006

Byggðarráð þakkar fyrir erindið og tekur undir mikilvægi þess að gamli bærinn í Hamragörðum verði byggður upp með sóma. Nú þegar er unnið að stofnun félags landeigenda og sveitarfélagsins varðandi svæðið umhverfis Seljalandsfoss. Skv. samþykktum verður uppbygging Hamragarða bæjarins hluti af verkefnum þess félags.
Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl:

2.Endurnýjun á samningi; KFR

1907100

Byggðarráð tekur vel í framkomin samningsdrög og vísar samningnum til umfjöllunar í heilsu, íþrótta- og æskulýðsnefnd.
Samþykkt samhljóða.

3.Örnefnaskilti fyrir Steinafjall, ósk um styrk.

1907065

Byggðarráð samþykkir að styrkja gerð skiltisins um 515.932 kr. Byggðarráð þakkar fyrir gott framtak og ýtarleg gagnaskil.
Samþykkt samhljóða.

4.OneSystems; Tilboð í OnelandRobot

1907093

Byggðarráð samþykkir tilboðið og felur sveitarstjóra að ljúka málinu.
Samþykkt samhljóða.

5.Tillögur til þess að styrkja húsnæðismarkað á landsbyggðinni

1908026

Byggðarráð fagnar famkomnun tillögum sem stuðla að styrkingu húsnæðismarkaðar á landsbyggðinni.
Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl:

6.Áskorun til sveitarstjórnar; málefni heimavistar FSu.

1908033

Byggðarráð þakkar fyrir erindið. Nú þegar hefur verið stofnaður starfshópur á vegum SASS varðandi húsnæðisúrræði fyrir Fjölbrautarskóla Suðurlands. Starfshópinn skipa Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri Rangárþings eystra, Einar Freyr Elínarson Oddviti Mýrdalshrepps, Sandra Brá Jóhannsdóttir sveitarstjóri Skaftárhrepps og Nói Mar Jónsson frá ungmennaráði Suðurlands. Starfshópurinn stóð fyrir því að sveitarfélög á Suðurlandi hafa öll skrifað undir viljayfirlýsingu þess efnis að starfrækt verði heimavist við skólann til þess að jafna stöðu allra nemenda á svæðinu. Áætlaður er fundur starfsópsins með skólanefnd um miðjan september og áætlaður er fundur hópsins með mennta- og menningarmálaráðherra í byrjun október.
Um mikilvægt mál er að ræða og hvetur byggðarráð starfshópinn til góðra verka.
Samþykkt samhljóða.

7.Steinmóðarbær 4; Umsón um lögbýli

1908027

Byggðarráð gerir ekki athugasemd við stofnun lögbýlis fyrir Steinmóðabæ 4.

8.Trúnaðarmál

1908035

Byggðarráð vísar erindinu til sveitarstjórnar.
Samþykkt samhljóða.

9.Áskorun til sveitarfélaga Íslands frá Samtökum grænkera

1908036

Byggðarráð þakkar fyrir erindið. Mikilvægt er að huga vel að umhverfismálum á breiðum grunni. Einn af máttarstólpum atvinnulífs og búsetu í Rangárþingi eystra er öflugur og blómlegur landbúnaður. Sveitarfélagið vinnur að innleiðingu heilsueflandi samfélags. Skólarnir starfa undir merkjum heilsueflandi grunn- og leikskóla. Stefnt er að því að öll matreiðsla taki mið af þeim markmiðum t.d. með því að notast við hreinar íslenskar afurðir eldaðar frá grunni. Unnið verði skv. handbókum Landlæknis varðandi næringargildi fæðu. Hugað skal sérstaklega að aðgerðum til að minnka kolefnisspor og matarsóun.
Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl:

10.Um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019-2033

1908037

Lagt fram til kynningar.

11.Umsögn; Vallnatún gistileyfi

1908029

Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.

12.Umsögn; Staðarbakki gistileyfi

1908030

Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.

13.Umsókn um tækifærisleyfi; Kjötsúpuhátíð

1908028

Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.

14.Umsókn um tækifærisleyfi; Kjötsúpuhátíð dansleikur

1908031

Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.

15.Tónlistarskóli Rangæinga; 13. stjórnarfundur

1907097

Byggðarráð staðfestir fundargerð.
Samþykkt samhljóða.

16.283. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands; 13.8.2019

1908032

Byggðarráð staðfestir fundargerð.
Samþykkt samhljóða.

17.3. fundur stjórnar Skógasafns

1908034

Byggðarráð staðfestir fundargerð.
Samþykkt samhljóða.

18.Skipulagsnefnd - 73

1908002F

Byggðarráð samþykkir bókun skipulagsnefndar um að fresta afgreiðslu deiliskipulagstillögu og að farið verði í breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins skv. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • 18.1 1608057 Útskák; Deiliskipulag
    Skipulagsnefnd - 73 Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins og leggur til við sveitarstjórn að farið verði í breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins skv. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Byggðarráð samþykkir bókun skipulagsnefndar um að fresta afgreiðslu deiliskipulagstillögu og að farið verði í breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins skv. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • 18.2 1811020 Hvolsvöllur; Deiliskipulag
    Skipulagsnefnd - 73 Lýsing deiliskipulags hefur verið auglýst og umsagnir umsagnaraðila borist. Ákveðið hefur verið að gera smávægilega breytingu á gatnamótum Nýbýlavegar, Hvolstúns og akstursleiðar inn í hið nýja hverfi. Í staðinn fyrir hefðbundin krossgatnamót kemur hringtorg sem að veldur því að lóð nr. 48 við Nýbýlaveg minnkar úr 1262 m2 niður í 1160 m2. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Byggðarráð samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • 18.3 1901006 Fornhagi; Aðalskipulagsbreyting
    Skipulagsnefnd - 73 Lýsing aðalskipulagsbreytingar hefur nú þegar verið auglýst og umsagnarfrestur liðinn. Umsagnir bárust frá lögboðnum umsagnaraðilum. Lýsingin hefur verið kynnt skv. 2. mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með opnu húsi hjá skipulagsfulltrúa, 3. desember 2018. Málinu var frestað á sínum tíma vegna umsagnar Umhverfisstofnunar er varðaði röskun á votlendi. Skipulagsnefnd samþykkir að vísa málinu til heildarendurskoðunar aðalskipulags sveitarfélagsins. Bókun fundar Byggðarráð samþykkir að vísa málinu til heildarendurskoðunar aðalskipulags sveitarfélagsins.
  • 18.4 1903206 Deiliskipulag - Kirkjuhvoll og Heilsugæslan Hvolsvelli
    Skipulagsnefnd - 73 Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð. Skipulagsnefnd samþykkir framkomna lýsingu, með þeim óverulegu breytingum, sem ræddar voru á fundinum. Tillagan verður kynnt fyrir almenningi og send til umsagnar til lögboðinna umsagnaraðila skv. 40. gr. skipulagslaga. Bókun fundar Byggðarráð samþykkir að deiliskipulagsgerð verði heimiluð og að tillagan verði kynnt almenningi og send lögboðnum aðilum til umsagnar skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • 18.5 1906090 Deiliskipulag - Efra-Bakkakot, lóð 1
    Skipulagsnefnd - 73 Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð. Nefndin telur ekki ástæðu til meðferðar skv. 1. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem að allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan veðri auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Byggðarráð samþykkir að heimila deiliskipulagsgerð og að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • 18.6 1907085 Framkvæmdaleyfi; Efnistaka úr námu E-367 Vorsabæ
    Skipulagsnefnd - 73 Í skipulagsákvæðum aðalskipulags Rangárþings eystra 2012-2024 er stærð námu, sem skilgreind er sem E-367, sögð vera 15.000 m2/49.000 m3. Skipulagsnefnd telur mikilvægt að búið sé að vinna mat á umhverfisáhrifum sbr. Lög um mat á umhverfisáhrifum 106/2000, áður en að stærð efnistökusvæðis verður 50.000m2/150.000m3. Að öðrum kosti verði efnistaka stöðvuð. Skipulagsnefnd samþykkir veitingu framkvæmdaleyfis vegna efnistöku úr námu sem skilgreind er sem E-367 á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Bókun fundar Byggðarráð staðfestir bókun skipulagsnefndar og samþykkir að veita framkvæmdarleyfi vegna efnistöku úr námu sem skilgreind er sem E-367 í aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024.
  • 18.7 1907088 Stöðuleyfi; Umsókn um stöðuleyfi, Brúnir 1
    Skipulagsnefnd - 73 Skipulagsnefnd samþykkir að veita stöðuleyfi frá 29. júlí 2019 til 28. júlí 2020. Bókun fundar Byggðarráð samþykkir að veita stöðuleyfi frá 29. júlí 2019 til 28. júlí 2020.
  • 18.8 1907095 Deiliskipulag - Lambalækur, íbúðarhúsalóðir
    Skipulagsnefnd - 73 Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins og leggur til við sveitarstjórn að farið verði í breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins skv. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Byggðarráð samþykkir að farið verði í breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins skv. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • 18.9 1908004 Landskipti; Steinmóðarbær
    Skipulagsnefnd - 73 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og nafnið á hinni nýju spildu. Bókun fundar Byggðarráð gerir ekki athugasemd við landskiptin og nafnið á hinni nýju spildu.
  • 18.10 1908005 Landskipti; Kirkjulækur 3
    Skipulagsnefnd - 73 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og nafnið á hinni nýju spildu. Bókun fundar Byggðarráð gerir ekki athugasemd við landskiptin og nafnið á hinni nýju spildu.
  • 18.11 1908007 Deiliskipulag - Sopi
    Skipulagsnefnd - 73 Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð. Nefndin telur ekki ástæðu til meðferðar skv. 1. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem að allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Skipulagsnefnd bendir á að sækja þarf um undanþágu frá fjarlægðartakmörkunum við stofn- og tengivegi til Umhverfis- og auðlindaráðuneytis, þar sem að fjarlægð frá byggingarreit að Akureyjarvegi nær ekki 100m. Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan veðri auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Byggðarráð staðfestir bókun skipulagsnefndar og samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • 18.12 1908008 Aðalskipulagsbreyting; Hamar
    Skipulagsnefnd - 73 Skipulagsnefnd samþykkir framkomna lýsingu aðalskipulagsbreytingar. Skipulagsnefnd mælist til þess að lýsingin verði send til umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila ásamt því að kynna hana fyrir almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Byggðarráð samþykkir framkomna lýsingu aðalskipulagsbreytingar og samþykkir að lýsingin verði send til umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila ásamt því að kynna hana fyrir almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • 18.13 1908009 Aðalskipulagsbreyting; Kirkjuhvoll
    Skipulagsnefnd - 73 Skipulagsnefnd samþykkir framkomna lýsingu aðalskipulagsbreytingar. Skipulagsnefnd mælist til þess að lýsingin verði send til umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila ásamt því að kynna hana fyrir almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Byggðarráð samþykkir framkomna lýsingu aðalskipulagsbreytingar og samþykkir að lýsingin verði send til umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila ásamt því að kynna hana fyrir almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • 18.14 1908010 Aðalskipulagsbreyting; Ystabæli og Laxhof
    Skipulagsnefnd - 73 Skipulagsnefnd samþykkir framkomna lýsingu aðalskipulagsbreytingar. Skipulagsnefnd mælist til þess að lýsingin verði send til umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila ásamt því að kynna hana fyrir almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Byggðarráð samþykkir framkomna lýsingu aðalskipulagsbreytingar og samþykkir að lýsingin verði send til umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila ásamt því að kynna hana fyrir almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • 18.15 1908014 Deiliskipulag - Steinmóðarbær 4
    Skipulagsnefnd - 73 Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð. Bókun fundar Byggðarráð samþykkir að heimila deiliskipulagsgerð.
  • 18.16 1908017 Landskipti; Kirkjulækur 1
    Skipulagsnefnd - 73 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og nafnið á hinni nýju spildu. Bókun fundar Byggðarráð gerir ekki athugasemd við landskiptin og nafnið á hinni nýju spildu.
  • 18.17 1908022 Deiliskipulag - Hamar
    Skipulagsnefnd - 73 Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð. Skipulagsnefnd samþykkir framkomna lýsingu og að hún verði kynnt fyrir almenningi og send til umsagnar til lögboðinna umsagnaraðila skv. 40. gr. skipulagslaga. Bókun fundar Byggðarráð samþykkir að deiliskipulagsgerð verði heimiluð og að tillagan verði kynnt almenningi og send lögboðnum aðilum til umsagnar skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • 18.18 1905015 Deiliskipulagsbreyting; Ytri-Skógar
    Skipulagsnefnd - 73 Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindinu verði hafnað á grundvelli gildandi deiliskipulags. Um er að ræða svæði sem er í nágrenni við eina fjölsóttustu náttúruperlu landsins og því beri að forðast að breyta ásýnd svæðisins meira en orðið er. Bókun fundar Byggðarráð staðfestir bókun skipulagsnefndar.
  • 18.19 1908024 Sláturfélag Suðurlands; Skilti fyrir framan verslun
    Skipulagsnefnd - 73 Skipulagsnefnd samþykkir umbeðna ósk um skilti við verslun Sláturfélagsins við Dufþaksbraut. Bókun fundar Byggðarráð samþykkir að veita Sláturfélagi Suðurlands leyfi til þess að setja niður skilti við verslun Sláturfélagsins við Dufþaksbraut.

19.198. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands

1908040

Samþykkt samhljóða.

20.Afsteypa af höggmynd Nínu Sæmundsson Waldorf Astoria.

1707061

Málinu vísað til sveitarstjórnar.

21.Eldhús; Sameining; Kirkjuhvoll, Hvolsskóli og leikskólinn Örk

1902194

Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að vinna áfram að málinu.
Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 10:15.