182. fundur 27. júní 2019 kl. 08:15 - 10:15 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Elín Fríða Sigurðardóttir formaður
  • Christiane L. Bahner
  • Lilja Einarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Anton Kári Halldórsson Sveitarstjóri
Dagskrá

1.Kláfferjan á Emstrum; beiðni um styrk

1906109

Byggðarráð samþykkir að veita styrk að upphæð 186.000 krónur til verkefnisins. Byggðarráð mælist til þess að haft verði samráð við Kötlu Jarðvangs varðandi hönnun og uppsetningu skiltisins til að gæta samræmis við önnur skilti í sveitarfélaginu.
Samþykkt samhljóða.

2.Umsögn; Moldnúpur 2 breyting á gistileyfi

1906104

Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
Samþykkt samhljóða.

3.Umsögn; Njálsbúð gistileyfi

1906103

Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
Samþykkt samhljóða.

4.59. fundur stjórnar Brunavarna Rangárvallasýslu

1906080

Funargerð samþykkt í heild.

5.Félagsmálanefnd Rángárvalla- og vestur Skaftafellssýslu; 67.a fundur stjórnar

1906098

Almenn mál liður 1. Byggðarráð samþykkir hækkun gjaldskrár til sumardvalarforeldra skv. tillögu félagsmálastjóra.
Fundargerð samþykkt í heild.

6.SASS; 546. fundur stjórnar

1906105

Fundargerð staðfest í heild.
Liður g.
Byggðarráð tekur undir bókun Stjórnar SASS varðandi opinber störf á landsbyggðinni og fjölgun starfa án staðsetningar, enda felast í þeim mikil tækifæri fyrir íbúa á landsbyggðinni.
"Stjórn SASS áréttar nauðsyn þess að ríkið og opinberar stofnanir standi vörð um störf á landsbyggðunum.
Nauðsynlegt er að auka fjárframlög til sýslumannsembættanna þannig að þau geti sinnt hlutverki sínu. Bág fjárhagsstaða embættanna undanfarin ár hefur haft í för með sér fækkun starfa á landsbyggðunum.
Varðandi ný störf áréttar stjórn SASS að í nýsamþykktri þingsályktun um stefnumótandi byggðaáætlun til ársins 2024, um störf án staðsetningar, kemur fram að stefnt sé að því að árið 2024 verði 10% allra auglýstra starfa í ráðuneytum og stofnunum þeirra án staðsetningar. Eigi þetta markmið að ná fram að ganga þarf viðhorfsbreytingu en fjöldi vel menntaðra einstaklinga um land allt er þegar tilbúinn að takast á við krefjandi störf sem hægt er í rauninni að vinna hvar sem er á landinu. Ljóst er að fjórða iðnbyltingin mun stórauka framboð á störfum án staðsetningar."

Liður i.
Byggðarráð tekur einnig heilshugar undir ályktun stjórnar SASS tengt jöfnun raforkuverðs milli þéttbýlis og dreifbýlis.
"Stjórn SASS beinir því til ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar að raforkuverð í dreifbýli og þéttbýli verði jafnað. Frá því að skipulagsbreytingar voru gerðar á raforkukerfinu árið 2005 hafa fyrirtæki sem annast dreifingu á raforku í þéttbýli og dreifbýli haft tvær mismunandi gjaldskrár, aðra fyrir dreifingu raforku í þéttbýli og hina fyrir dreifingu raforku í dreifbýli. Þrátt fyrir niðurgreiðslu frá ríkinu, með svonefndu dreifbýlisframlagi, er raforkuverð í dreifbýli enn hærra en raforkuverð í þéttbýli. Frá árinu 2015 hefur dreifbýlisframlagið verið fjármagnað með svonefndu jöfnunargjaldi, sem er lagt á alla almenna raforkunotkun.
Til að ná fullri jöfnun raforkuverðs fyrir alla landsmenn er áætlað að þurfi viðbótarframlag sem nemur um 900 m.kr. á ári. Stjórn SASS telur að nýta megi hluta af arði af rekstri Landsvirkjunar sem framlag til niðurgreiðslu raforkuverðs. Bent er á að í gegnum tíðina hefur verið rætt um að þegar skuldir Landsvirkjunar hafi verið greiddar niður muni arður af henni nýtast í þágu landsmanna. Það liggur beinast við að sá arður verði nýttur á sviði raforkumála og beinlínis í þágu landsbyggðarinnar, þar sem allar virkjanir Landsvirkjunar standa. Tímabært er að íbúar hinna dreifðu byggða sitji við sama borð og íbúar í þéttbýli hvað varðar raforkuverð og í raun hálfhjákátlegt að þeir sem búa næst uppsprettu raforkunnar, nærri virkjununum eða undir raflínum sem flytja orkuna á suðvesturhornið, skuli greiða hærra verð fyrir orkuna en þeir sem fjær búa."

7.Heilbrigðisnefnd Suðurlands; 197. fundur stjórnar

1906096

Fundargerð staðfest í heild.

8.Aukafundaseta sveitarstjórnamanna

1906053

Lagt fram.

9.Þjóðskrá Íslands; Fasteignamat 2020

1906107

Lagt fram.

10.Landshlutaáætlanir í skógrækt og lykilhlutverk sveitarfélaga í loftslagsmálum

1906106

Lagt fram.

11.Fjármálaáætlun; horfið frá frystingu framlaga til jöfnunarsjóðs

1906108

Lagt fram til kynningar.
Byggðarráð lýsir yfir ánægju með niðurstöðuna um að horfið sé frá frystingu framlaga til jöfnunarsjóðs. Ljóst er að samstaða sveitarfélaga á landsvísu hefur skilað árangri í málinu.

Fundi slitið - kl. 10:15.