223. fundur 15. desember 2022 kl. 08:15 - 10:00 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Árný Hrund Svavarsdóttir formaður
  • Bjarki Oddsson 1. varamaður
    Aðalmaður: Lilja Einarsdóttir
  • Christiane L. Bahner 1. varamaður
    Aðalmaður: Tómas Birgir Magnússon
Starfsmenn
  • Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Anton Kári Halldórsson Sveitarstjóri
Dagskrá
Formaður byggðarráðs setur fund og óskar eftir athugasemdum við fundarboð.

Formaður ber upp tillögu um að bæta tveimur málum á dagskrá, málum nr. 6 og 7. Samþykkt samhljóða.

1.Umsókn um lóð Gunnarsgerði 9

2212056

Ástvaldur Helgi Gylfason óskar eftir úthlutun á lóðinni Gunnarsgerði 9.
Byggðarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar Gunnarsgerði 9 til Ástvaldar Helga Gylfasonar.
Samþykkt samhljóða.

2.Úthlutunarreglur lóða 2022

2209071

Lagðar fram breytingar á úthlutunarreglum lóða í Rangárþingi eystra
Byggðarráð fer yfir drög að breyttum úthlutunarreglum lóða í Rangárþingi eystra. Sveitarstjóra falið að leggja fyrir sveitarstjórn tillögu að breyttum reglum í samræmi við umræður á fundi.
Samþykkt samhljóða.

3.Gatnagerðargjöld 2022

2209072

Lögð fram til umræðu samþykkt um gatnagerðargjöld í Rangárþingi eystra.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að yfirfara samþykkt um gatnagerðargjöld í Rangárþingi eystra og leggja tillögur fyrir næsta fund byggðarráðs.
Samþykkt samhljóða.

4.66. fundur stjórnar Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur - Skaftafellssýslu

2212046

Fundargerð 66. fundar stjórnar Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýlsu lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

5.67. fundur stjórnar Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur - Skaftafellssýslu

2212047

Fundargerð 67. fundar stjórnar Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýlsu lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

6.Umsögn vegna tækifærisleyfi - Andri Geir Jónsson

2212061

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn Rangárþings eystra vegna tækifærisleyfis fyrir áramótadansleik í Hvoli, Hvolsvelli.
Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn. Samþykkt samhljóða.

7.Héraðssambandið Skarphéðinn; Beiðni um fjárstuðning fyrir 2022

2212058

Lagt fram bréf dagsett 6. desember 2022 frá Héraðssambandinu Skarphéðni (HSK) þar sem stjórn HSK óskar eftir áframhaldandi fjárstuðningi á árinu 2023. Óskað er eftir stuðningi upp á 280 kr. á hvern íbúa sveitarfélagsins.
Byggðarráð samþykkir að styrkja Héraðssambandið Skarphéðinn um 100 kr. á hvern íbúa sveitarfélagsins.
Byggðarráð hvetur íþróttafélög í sveitarfélaginu til að sækja um styrki í verkefnasjóð HSK.
Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 10:00.