219. fundur 06. október 2022 kl. 08:15 - 11:29 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Árný Hrund Svavarsdóttir formaður
  • Lilja Einarsdóttir aðalmaður
  • Tómas Birgir Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá
Formaður byggðarráðs setur fund og leitar eftir athugasemdum við fundarboð sem engar eru.

1.Umsóknir um lóð Hallgerðartún 14; lóðaúthlutun

2210013

Þrjár umsóknir bárust vegna úthlutunar á lóðinni Hallgerðartún 14. Úlfar Albertsson sótti um lóðina innan auglýsts tímafrests. Aðrar umsóknir bárust eftir að frestur til að sækja um þær rann út og því eru aðrar umsóknir ekki gildar. Aðrir umsækjendur eru Ingi Freyr Guðjónsson, Egill Þórarinsson og ETH ehf.
Byggðarráð samþykkir að úthluta lóðinni Hallgerðartún 14, til Úlfars Albertssonar.

2.Umsóknir um lóð Hvolstún 19; lóðaúthlutun

2210014

Fjórar umsóknir bárust vegna úthlutunar á lóðinni Hvolstún 19. Lóðin var ekki auglýst þar sem fyrri umsókn var dregin til baka. Páll Jóhannsson, Ingi Freyr Guðjónsson, Egill Þórarinsson og ETH ehf. sóttu um og eru þeir allir metnir hæfir skv. úthlutunarreglum sveitarfélagsins.
Fulltrúi B-lista leggur til að úthlutun lóðarinnar verði frestað vegna ófullnægjandi undirbúnings málsins.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
Afgreiðslu frestað.

3.Umsóknir um lóð Hvolstún 21; lóðaúthlutun

2210015

Þrjár umsóknir bárust vegna úthlutunar á lóðinni Hvolstún 19. Lóðin var ekki auglýst þar sem fyrri umsókn var dregin til baka.
Ingi Freyr Guðjónsson, Egill Þórarinsson og ETH ehf. sóttu um og eru þeir allir metnir hæfir.
Byggðarráð leggur til að úthlutun lóðarinnar verði frestað vegna ófullnægjandi undirbúnings málsins.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
Afgreiðslu frestað.

4.Umsóknir um lóð Nýbýlavegur 46; lóðaúthlutun

2210017

Þrjár umsóknir bárust vegna úthlutunar á lóðinni Nýbýlavegur 46. Umsækjendur eru Leigufélagið Borg ehf, ÚG bygg efh og BT mót ehf.
Byggðarráð leggur til að úthlutun lóðarinnar verði frestað vegna ófullnægjandi undirbúnings málsins.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
Afgreiðslu frestað.
Allir fulltrúar sveitarstjórnar koma til fundar og sitja fundinn undir þessum lið.

5.Kynning á úttekt á rekstri og fjárhag Rangárþings eystra

2210016

Á 289. fundi sveitarstjórnar Rangárþings eystra var samþykkt að samhliða endurskoðun samþykkta yrði farið í úttekt með það að markmiði að skýra stjórnskipulag sveitarfélagsins m.a. með myndrænum hætti. Í framhaldi af því yrði farið í úttekt á rekstri og fjárhag sveitarfélagsins.
Niðurstaða úttektar á rekstri og fjárhag sveitarfélagsins, unnin af KPMG, lyggur nú fyrir og kemur Róbert Ragnarsson til fundar til að kynna helstu niðurstöður.
Byggarráð þakkar Róberti fyrir greinargóða kynningu.
Byggðarráð vísar tillögim um fjárhagsleg markmið sveitarstjóðs til umræðu sveitarstjórnar. Mikilvægt er að tryggja rekstur sveitarfélagsins til langs tíma, sérstaklega í ljósi þess að töluverð þörf er á uppbyggingu og fjárestingum í sveitarfélaginu.
Fulltrúar sveitarstjórnar sem ekki sitja í byggðarráði yfirgefa fund.

6.Viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2022

2210011

Lagður fram til umræðu og staðfestingar viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2022. Tillaga er um að flytja 10.000.000 króna á milli liða í fjárfestingaáætlun. Í uppphaflegri áætlun var gert ráð fyrir fjármununum í frágang utanhúss og drenlagnir við Hvolinn en tillaga er um að fjármunirnar verði færðar á lóð og hús að Austurvegi 4.
Byggðarráð vísar viðauka 1 til umfjöllunar í sveitarstjórn.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

7.Áskorun frá Félagi atvinnurekenda, Húseigendafélaginu og Landsambandi eldri borgara

2209084

Lagt fram bréf Húseigendafélagsins, Landssambands eldri borgara og Félags atvinnurekenda þar sem skorað er á ríki og sveitarfélög að grípa til aðgerða til að hindra að gífurlegar verðhækkanir á fasteignamarkaði leiði til mikilla hækkana fasteignagjalda á eignir fólks og fyrirtækja.
Byggðarráð vísar erindinu til vinnu við fjárhagsáætlun.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

8.Arnardrangur hses.; aukafundur stofnenda

2209098

Lagðar fram til umræðu og samþykktar breytingartillögur að samþykktum Arnardrangs hses.
Byggðarráð samþykkir fyrir sitt leyti kosningu stjórnar Arnardrangs hses og breytingar á samþykktum Arnardrangs hses og vísar þeim til staðfestingar í sveitarstjórn. Byggðarráð tilnefnir Anton Kára Halldórsson sem fulltrúa Rangárþings eystra á auka fundi stofnenda félagsins þann 7. október 2022.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

9.100 ára afmæli Norræna félagsins á Íslandi; beiðni um styrk

2209099

Lagt fram bréf Norræna félagsins á Íslandi þar sem óskað er eftir styrk sveitarfélagsins vegna afmælishátíðar í tilefni af 100 ára afmæli félagsins.

Byggðarráð hafnar styrkbeiðninni.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

10.Gatnagerð - Miðbær Hvolsvöllur Sóleyjargata

2106114

Á 283. fundi sveitarstjórnar Rangárþings eystra var samþykkt að bjóða út gatnagerð á götu sem ber vinnuheitið Sóleyjargata á miðbæjarsvæði Hvolsvallar.

Mánudaginn 25. júlí voru opnuð tilboð í verkið. Tvö tilboð bárust í verkið áður en skilafrestur rann út og var það opnað að viðstöddum Ólafi Rúnarssyni f.h. skipulags- og byggingarfulltrúa, Antoni Kára Halldórssyni sveitarstjóra, Heiðari Þormarssyni f.h. Gröfuþjónustunnar Hvolsvelli og Svani Lárussyni.
Niðurstaða tilboða er eftirfarandi:
60.983.930,- Svanur Lárusson
61.617.370,- Gröfuþjónustan Hvolsvelli

Kostnaðaráætlun hljóðaði uppá 59.764.365 kr.
Yfirferð verðtilboða og yfirferð á hæfisskilyrðum útboðs- og samningsskilmála var unnin af Verkfræðistofunni Eflu, f.h. Rangárþins eystra. Er yfirferðinni lokið og ekki er gerð athugasemd við hæfisskilyrði útboðs- og samningsskilmála. Sveitastjóra er falið að ganga til samninga við lægstbjóðanda Svan Lárusson.

Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

11.Skrá yfir störf hjá Rangáringi eystra sem heimild til verkfalls nær ekki til

2209125

Samkvæmt 2. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna og 2. gr. í lögum nr. 129/2020 um skrá yfir störf hjá sveitarfélögum sem heimild til verkfalls nær ekki til, skulu sveitarfélög, fyrir 1. febrúar ár hvert, að undangengnu samráði við viðkomandi stéttarfélög opinberra starfsmanna, birta skrár yfir þá starfsmenn sem ekki hafa verkfallsheimild.
Byggðarráð staðfestir lista yfir starfsmenn sem hafa ekki verkfallsheimild og leggur til að hann verði sendur viðkomandi stéttarfélagi.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

12.Goðaland; ákvæði um forkaupsrétt í samningsdrögum um lóðaleigusamningi

2209139

Lagt fram bréf JSB lögmanna fyrir hönd Glamping ehf, þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið fjarlægi kvöð um forkaupsrétt sem fram koma í drögum að lóðaleigusamning við félagið.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að svara erindinu í samráði við lögfræðing sveitarfélagsins.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
Lilja Einarsdóttir vekur athygli á vanhæfi sínu og víkur af fundir undir afgreiðslu málsins.

13.Ósk um framlengingu á lóðarúthlutun - Ormsvöllur 9

2210018

Lagt fram bréf Guðfinns Guðmannssonar þar sem óskað er eftir að Byggðarráð fremlegni frest á lóðarúthlunun vegna lóðar að Ormsvelli 9.
Skv. úthlutunarreglum Rangárþings eystra er frestur til að hefja framkvæmdir á lóð 6 mánuðir. Hægt er að sækja um framlengingu á fresti um allt að 4 mánuði. Nú þegar eru liðnir 18 mánuðir frá úthlutun lóðar og telur byggðarráð því ekki forsendur til veitingar frekari frests. Byggðarráð hafnar beiðninni.
Samþykkt með tveimur samhljóða atkvæðum.
Lilja Einarsdóttir kemur aftur til fundar.

14.Jafnréttisáætlun; endurskoðun 2022-2026

2209141

Lögð fram til umræðu og samþykktar endurskoðuð jafnréttisáætlun Rangárþings eystra 2022-2026.
Núgildandi jafnréttisáætlun sveitarfélagsins gildir til 2023 en vegna breytinga á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020 fór sveitarfélagið í uppfærlu á áætluninni. Margrét Jóna Ísólfsdóttir, skrifstofu og fjármálastjóri kynnti fyrir byggðarráði helstu breytingar áætlunarinnar.
Byggðarráð samþykkir endurskoðaða jafnréttisáætlun Rangárþings eystra 2022-2026.

15.Rangárþing eystra; innri persónuverndarstefna

2209148

Lögð fram samantekt yfir breytingar á innri persónuverndarstefnu Rangárþings eysta. Margrét Jóna Ísólfsdóttir, skrifstofu og fjármálastjóri kynnti fyrir byggðarráði umræddar breytingar.
Byggðarráð samþykkir umræddar breytingar á innri persónuverndarstefnu Rangárþings eystra.

16.Bergrisinn; Aukaaðalfundur; 30. júní 2022

2206063

Lögð fram til kynningar fundargerð auka aðalfundar Bergrisans bs.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

17.Bergrisinn; 42. fundur stjórnar; 23.08.22

2209077

Lögð fram til kynningar fundargerð 42. fundar stjórnar Bergrisans bs.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

18.Bergrisinn; 43. fundur stjórnar; 6. september 2022

2209096

Lögð fram til kynningar fundargerð 43. fundar stjórnar Bergrisans bs.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

19.Bergrisinn; 44. fundur stjórnar; 14. september 2022

2209097

Lögð fram til kynningar fundargerð 44. fundar stjórnar Bergrisans bs.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

20.19. fundur; Svæðisskipulagsgerð fyrir Suðurhálendið

2209100

Lögð fram til umfjöllunar og kynningar fundargerð 19. fundar nefndar um svæðisskipulagsgerð fyrir Suðurhálendi
Fundargerð lögð fram til kynningar.

21.312. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 06.09.22

2209110

Lögð fram til umfjöllunar og kynningar fundargerð 312. fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

22.313.fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 22.09.22

2209134

Lögð fram til umfjöllunar og kynningar fundargerð 313. fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

23.Heilbrigðisnefnd Suðurlands; 221. fundargerð

2209120

Lögð fram til umfjöllunar og kynningar fundargerð 221. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

24.Bergrisinn; 45. fundur stjórnar; 16.09.22

2209136

Lögð fram til kynningar fundargerð 45. fundar stjórnar Bergrisans bs.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

25.Bergrisinn; 46. fundur stjórnar; 26.09.22

2209137

Lögð fram til kynningar fundargerð 46. fundar stjórnar Bergrisans bs.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

26.Fyrirhuguð niðurfelling Grímsstaðavegar af vegaskrá

2209070

Lagt fram til kynningar bréf Vegagerðarinnar vegna fyrirhugaðrar niðurfellingar Grímsstaðavegar (2549-01) af vegaskrá.
Lagt fram til kynningar.

27.Vindorkuvettvangsferð til Danmerkur 24. - 27. október.

2209090

State of Green og danska sendiráðið á Íslandi, í samstarfi við Grænvang, bjóða hagaðilum í vettvangs- og fræðsluferð um hagnýtingu vindorku 24.-27. október næstkomandi.
Lagt fram til kynningar.

28.Sameiginlegt útboð vátrygginga fyrir sveitarfélög

2209091

Lagt fram erindi Ríkiskaupa vegna sameilegs útboðs vatrygginga sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.

29.Áætluð framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga árið 2023

2209126

Áætluð framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga árið 2023 lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

30.Jöfnunarsjóður sveitarfélag; Ársfundur 2022 fundarboð

2209145

Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verður haldinn miðvikudaginn 12. október nk.
Byggðarráð leggur til að fulltrúi sveitarfélagsins á fundinum verði Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri.
Smþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 11:29.