214. fundur 21. júlí 2022 kl. 08:15 - 09:23 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Árný Hrund Svavarsdóttir formaður
  • Tómas Birgir Magnússon aðalmaður
  • Rafn Bergsson varamaður
Starfsmenn
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá
Formaður byggðarráðs setur fund og óskar eftir athugasemdum við fundargerð ef einhverjar eru.

1.Erindi Kötlu Jarðvangs vegna samstarfs um uppbyggingu ferðamannastaðs við Þorvaldseyri

2207188

Lagt fram til umfjöllunar erindi Kötlu Jarðvangs þar sem óskað er eftir samstarfi við sveitarfélagið um uppbyggingu ferðamannastaðs við Þorvaldseyri.
Byggðarráð samþykkir að ábyrgjast greiðslur vegna verkefnisins meðan beðið er eftir að framkvæmdasjóður ferðamannastaða endurgreiði Kötlu jarðvangi útlagðan kostnað.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

2.Fossbúð; Ósk um leigu á húsnæði

2207014

Veiðifélag Skógaár óskar eftir að taka Félagsheimilið Fossbúð tímabundið á leigu, til 30. október 2022.
Byggðarráð samþykkir að leigja félagsheimilið Fossbúð tímabundið til 30. október 2022, með fyrirvara um samþykki húsnefndar Fossbúðar. Sveitarstjóra falið að ganga frá leigusamningi við Veiðifélag Skógaár.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

3.Timabundin yfirfærsla á verkefnum barnaverndarnefndar til félagsmálanefndar

2207191

Þann 29 apríl s.l. samþykkti Alþingi frumvarp mennta- og barnamálaráðherra um frestun niðurlagninga barnaverndarnefnda til 1. Janúar 2023. Félagsmálanefnd Rangárvalla og Vestur Skaftafellssýslu hefur verið með verkefni barnaverndarnefndar og er heimilt að fela nýrri félagsmálanefnd tímabundin verkefni barnaverndarnefndar til 1. Janúar 2023.
Tillaga er um að skipa Árný Hrund Svavarsdóttur og Gyðu Björgvinsdóttur sem aðalmenn í félagmálanefnd og Elínu Fríðu Sigurðardóttur og Guri Hilstad Ólason sem varamenn. Jafnframt samþykkir byggðarráð Rangárþings eystra fyrir sitt leyti að fela félagsmálanefndinni tímabundin verkefni barnaverndarnefndar til 1. Janúar 2023.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

4.Umsókn um tækifærisleyfi; Kotmot í Kirkjulækjarkoti

2207070

Sýslumaðurinn á suðurlandi óskar eftir umsögn Rangárþings eystra um tækifærisleyfi; Kotmót í Kirkjulækjarkoti.
Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

5.Umsögn vegna rekstrarleyfis - Southdoor ehf.

2207181

Sýslumaðurinn á suðurlandi óskar eftir umsögn Rangárþings eystra um rekstrarleyfi fyrir
gististað í flokki IV-hótel, Hótel Skógar, að Skógarfossvegi 4.
Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

6.Félags- og skólaþjónusta Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu bs.; Aðalfundur 2022

2207047

Lögð fram til umræðu og samþykktar fundargerð Aðalfundar 2022 félags- og skólaþjónustu Rangárvalla og V-Skaftafellssýslu bs.
Lagður fram til umræður og samþykktar ársreikningur félags- og skólaþjónustu Rangárvalla og V-Skaftafellssýslu bs.
Lagt fram til samþykktar nýjar samþykktir félags- og skólaþjónustu Rangárvalla og V-Skaftafellssýslu bs.
Byggðarráð staðfestir ársreikning Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla og V-Skaftafellssýslu bs.
Byggðarráð tekur nýjar samþykktir Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla og V-Skaftafellssýslu bs. til fyrri umræðu og samþykktir þær.
Byggðarráð staðfestir fundargerð Aðalfundar 2022.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

7.62. fundur stjórnar Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu bs

2207055

Lögð fram til samþykktar fundargerð 62. fundar stjórnar Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla og V-Skaftafellssýslu bs.
Fundargerð staðfest í heild.

8.Húsnefnd Fossbúðar; 1. fundur kjörtímabilsins 2022-2026

2207189

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð Húsnefndar Fossbúðar, 1. fundur kjörtímabilsins 2022-2026.
Fundargerð staðfest í heild.

9.Katla jarðvangur; 63. fundur stjórnar 7.7.2022

2207187

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 63. fundar stjórnar Kötlu jarðvangs.
Fundargerð lögð fram.

10.Grænbækur; stefnumótun í þremur málaflokkum

2206077

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:23.