213. fundur 07. júlí 2022 kl. 08:15 - 12:00 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
 • Árný Hrund Svavarsdóttir formaður
 • Lilja Einarsdóttir aðalmaður
 • Tómas Birgir Magnússon aðalmaður
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá
Formaður byggðarráðs setur fund og óskar eftir athugasemdum fundarboð ef einhverjar eru.

1.Grænbækur; stefnumótun í þremur málaflokkum

2206077

Erindi innviðaráðuneytisins til sveitarstjórnar vegna stefnumótunar í þremur málaflokkum. Innviðaráðuneytið óskar eftir innleggi frá sveitarstjórnum inn í stefnumótandi áætlanir ríkisins á sviði sveitarfélaga, skipulags- og húsnæðismála.
Sveitarstjóra falið að gera drög að svörum við erindinu fyrir hönd Rangárþings eystra og leggja drögin fyrir næsta fund byggðarráðs.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

2.Fossbúð; Ósk um leigu á húsnæði

2207014

Veiðifélag Skógaár óskar eftir að taka Félagsheimilið Fossbúð á leigu, frá 20. júlí til 30. október 2022.
Á 291. fundi þann 10. febrúar 2022 óskaði sveitartsjórn Rangárþings eystra eftir áliti húsnefndar Fossbúðar á því hvort auglýsa ætti húsnæðið til leigu.
Málið var tekið fyrir á fundi Húsnefndarinnar þann 11. mars 2022 og afgreitt á eftirfarandi hátt: "Að svo stöddu er húsið ekki útleiguhæft. Nefndin er sammála um að fyrsta skref sé að laga húsið sem fyrst."
Fundargerð húsnefndarinnar og þar með álit hennar var staðfest á 294. fundi sveitarstjórnar 7. apríl sl.
Byggðarráð bendir einnig á að ekki er til staðar leyfi fyrir gámum sem rætt er um í fyrirliggjandi erindi.
Byggðarráð hafnar því erindinu.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

3.Kirkjuhvoll; Ársreikningur 2021

2206016

Ársreikningur Kirkjuhvols 2021 lagður fram til afgreiðslu.
Byggðarráð staðfestir ársreikning Kirkjuhvols.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

4.Umsókn um framkvæmdarleyfi - Völlur 1

2206037

Jón Valur Jónsson óskar fh. landeigenda eftir framkvæmdarleyfi fyrir lagningu vega í nýrri frístundahúsabyggð á Velli 1 skv. gildandi deiliskipulagi.
Málinu var frestað á 212. fundi byggðarráðs. Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum samþykkir byggðarráð veitingu framkvæmdaleyfis fyrir vega í nýrri frístundabyggð.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

5.Umsögn vegna rekstrarleyfis - Holt Guesthouse

2206145

Sýslumaðurinn á suðurlandi óskar eftir umsögn Rangárþings eystra um rekstrarleyfi fyrir gistiheimili í flokki-C Holt Guesthouse, að Holti.
Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

6.Umsögn; Hlíðarvegur 15, rekstrarleyfi

2007029

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn Rangárþings eystra um rekstrarleyfi fyrir gistiheimili í flokki II, minna gistiheimili, að Hlíðarvegi 15, Hvolsvelli.
Byggðarráð samþykkir að veita jákvæða umsögn þar sem tillaga að endurskoðuðu aðalskipulagi er á lokametrunum. Í tillögunni er gert ráð fyrir að umrætt svæði verði skilgreint sem verslunar- og þjónustusvæði. Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.

Samþykkt samhljóða


7.Fjölskyldunefnd - 1

2207002F

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 1. fundar Fjölskyldunefndar.
Fundargerð staðfest í heild.
 • Fjölskyldunefnd - 1 Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri leggur fram tillögu um að Sigríður Karólína Viðarsdóttir verði kosin formaður nefndarinnar og Heiðbrá Ólafsdóttir varaformaður.
  Samþykkt samhljóða.
 • Fjölskyldunefnd - 1 Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri kynnir fyrir nefndarmönnum nýtt stjórnskipulag sveitarfélagsins ásamt drgöum að erindisbréfi fyrir fjölskyldunefnd. Bókun fundar Bókun frá fulltrúa B-lista:
  Fulltrúi B-lista gerir athugasemd við að drög að nýju erindisbréfi fyrir fjölskyldunefnd hafi verið lög fram á 1. fundi fjölskyldunefndar til umfjöllunar og athugasemda.
  Umrædd drög hafa ekki verið birt sveitarstjórn hvorki til kynningar, umræðu né samþykktar.
  Samkvæmt 10. lið 5. gr. nýsamþykktra samþykkta um stjórn sveitarfélagsins Rangárþings eystra segir að það sé verkefni sveitarstjórnar að staðfesta erindisbréf fyrir nefndir, ráð og stjórnir þar sem m.a. er kveðið á um hlutverk og starfshætti þeirra í samræmi við lög, reglugerðir og samþykktir sveitarstjórnar.
  Það teljast því harla sérstök vinnubrögð að fyrir liggi drög að erindisbréfi fjölskyldunefndar sem aldrei hafi komið fyrir sjónir sveitarstjónarmanna, hvorki til kynningar né umfjöllunar áður en það er birt nýkjörnum fulltrúum nefnda, enda er um nýja nefnd að ræða sem aldrei hefur verið samið erindisbréf fyrir.
  Lilja Einarsdóttir
 • Fjölskyldunefnd - 1 Fjölskyldunefnd samþykkir samhljóða að verða við beiðni forstöðumanna um styttingu skólaskjóls og einnig möguleika á aukaferðum skólabíla.
  Bókun fundar Byggðarráð tekur vel í erindið en óskar eftir kostnaðargreiningu á breytingunni áður en tekin verður afstaða til erindisins.
 • Fjölskyldunefnd - 1 Lagt fram til kynningar.

8.Markaðs- og menningarnefnd - 1

2207001F

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 1. fundar Markaðs- og menningarnefndar.
 • Markaðs- og menningarnefnd - 1 Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri, leggur fram tillögu um að Christiane L. Bahner verði kosin formaður nefndarinnar og að Guðni Steinarr Guðjónsson verði varaformaður.

  Samþykkt samhljóða.
 • Markaðs- og menningarnefnd - 1 Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri, kynnir fyrir nefndarmönnum nýtt stjórnskipulag sveitarfélagsins ásamt drögum að erindisbréfi fyrir markaðs- og menningarnefnd.
  Nefndarfulltrúar eru hvattir til að rýna erindisbréfið og koma með athugasemdir eða tillögur fyrir næsta fund.
  Bókun fundar Bókun frá fulltrúa B-lista:
  Fulltrúi B-lista gerir athugasemd við að drög að nýju erindisbréfi fyrir Markaðs- og menningarnefnd hafi verið lög fram á 1. fundi Markaðs- og menningarnefndar til umfjöllunar og athugasemda.
  Umrætt drög hafa ekki verið birt sveitarstjórn hvorki til kynningar, umræðu né samþykktar.
  Samkvæmt 10. lið 5. gr. nýsamþykktra samþykkta um stjórn sveitarfélagsins Rangárþings eystra segir að það sé verkefni sveitarstjórnar að staðfesta erindisbréf fyrir nefndir, ráð og stjórnir þar sem m.a. er kveðið á um hlutverk og starfshætti þeirra í samræmi við lög, reglugerðir og samþykktir sveitarstjórnar.
  Það teljast því harla sérstök vinnubrögð að fyrir liggi drög að erindisbréfi Markaðs- og menningarnefndar sem aldrei hafi komið fyrir sjónir fulltrúa sveitarstjónarmanna, hvorki til kynningar né umfjöllunar áður en það er birt nýkjörnum fulltrúum nefnda, enda er um nýja nefnd að ræða sem aldrei hefur verið samið erindisbréf fyrir.
  Lilja Einarsdóttir
 • Markaðs- og menningarnefnd - 1 Nefndin þakkar Markaðs- og kynningarfulltrúa fyrir greinargóða kynningu.
 • Markaðs- og menningarnefnd - 1 Markaðs- og menningarnefnd samþykkir að semja við Sigurgeir Skafta Flosason, f.h. Tónræktarinnar ehf. um að halda utan um Kjötsúpuhátíðina 2022. Sigurgeir Skafti mun starfa með markaðs- og kynningarfulltrúa sem og Markaðs- og menningarnefnd að undirbúning hátíðarinnar.

  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Byggðarráð samþykkir að ganga til samninga við Sigurgeir Skafta Flosason um að halda utan um Kjötsúpuhátíðina 2022.
 • Markaðs- og menningarnefnd - 1 Markaðs-og menningarnefnd lýsir yfir ánægju sinni með frumkvæði Magdalenu og starfshópsins að fjölmenningardeginum. Bókun fundar Byggðarráð fagnar því haldinn verði fjölmenningardagur í sveitarfélaginu og hvetur alla íbúa til að taka þátt í deginum.

9.Skipulags- og umhverfisnefnd - 1

2206005F

Byggðarráð staðfestir fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar í heild sinni.
Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd - 1 Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri leggur fram tillögu um að Elvar Eyvindsson verði kosin formaður nefndarinnar og Anna Runólfsdóttir varaformaður.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd - 1 Aðalskipulag Rangárþings eystra 2020-2032 var auglýst frá 6. apríl 2022 með athugasemdarfresti til 18. maí 2022. Einnig var tillagan send til umsagnaraðila. Athugasemdir og umsagnir komu fram á auglýsingatíma tillögunnar. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir svör við athugasemdum sem sett eru fram í skjali sem liggur fyrir fundinum og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að svara þeim sem athugsemdir gerðu. Bókun fundar Byggðarráð staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir svör við athugasemdum sem sett eru fram í skjali sem liggur fyrir fundinum. Ennfremur samþykkir Byggðarráð að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að svara þeim sem gerðu athugasemdir.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd - 1 Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að afgreiðslu málsins verði frestað. Bókun fundar Byggðarráð frestar afgreiðslu málsins.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd - 1 Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að afgreiðslu málsins verði frestað. Bókun fundar Byggðarráð frestar afgreiðslu málsins.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd - 1 Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við landeigendur spildna á Skeggjastöðum að unnin verði tillaga að skipulagi á svæðinu í heild. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindinu verði hafnað. Bókun fundar Byggðarráð hafnar erindinu.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd - 1 Um er að ræða breytingu á landnotkun svæðisins sem kallar á breytingu á aðalskipulagi. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð. Bókun fundar Byggðarráð samþykkir að deiliskipulagsgerð verði heimiluð.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd - 1 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögu að breytingu á deiliskipulagi á Eystra Seljalandi og leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Byggðarráð samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd - 1 Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð. Bókun fundar Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu erindisins. Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að vinna málið áfram.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd - 1 Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðfangið á hinni nýju spildu. Bókun fundar Byggðarráð samþykkir landskiptin og staðfangið á hinni nýju spildu.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd - 1 Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð. Bókun fundar Fyrir fundinum liggur uppfærður deiliskipulagsuppdráttur sem að samræmist gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins. Byggðarráð samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 12372010.þ
 • Skipulags- og umhverfisnefnd - 1 Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðfangið á hinni nýju spildu. Bókun fundar Byggðarráð samþykkir landskiptin og staðfangið á hinni nýju spildu.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd - 1 Árni Sæmundsson óskar eftir stöðuleyfi fyrir 40 m2 timburhúsi á lóðinni við Ormsvöll 14. Sótt er um stöðuleyfi til fjögurra vikna frá og með 29.06.2022-27.07.2022. Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugsemd við að veitt verði stöðuleyfi til 27.07.2022. Bókun fundar Lilja Einarsdóttir vekur máls á vanhæfni sinni í þessu máli en fundurinn úrskurðaði að ekki væri um vanhæfni að ræða í málinu.

  Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við að veitt verði stöðuleyfi til 27.07.2022.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd - 1 Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afla gagna um málið og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar. Bókun fundar Byggðarráð staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd - 1
 • Skipulags- og umhverfisnefnd - 1
 • Skipulags- og umhverfisnefnd - 1
 • Skipulags- og umhverfisnefnd - 1

10.Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd - 1

2207003F

Lögð fram fundargerð 1. fundar heilsu-, íþrótta og æskuýðsnefndar.
Fundargerð samþykkt samhljóða í heild sinni.
 • Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd - 1 Tómas Birgir Magnússon, oddviti, leggur fram tillögu um að Bjarni Daníelsson verði kosin formaður nefndarinnar og Sandra Sif Úlfarsdóttir varaformaður.
  Samþykkt með 6 atkvæðum, BD, BLH, SSÚ, SOB, ÁHG og KL.
  BO sytur hjá.

  Tómas Birgir Magnússon, oddviti, leggur fram tillögu um að Sandra Sif Úlfarsdóttir verði kosin varaformaður nefndarinnar.
  Samþykkt samhljóða.

  Við fundarstjórn tekur Bjarni Daníelsson.
 • Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd - 1 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Bókun frá fulltrúa B-lista:
  Fulltrúi B-lista gerir athugasemd við að drög að breytingum á erindisbréfi fyrir Heilsu-, íþrótta og æskulýðsnefnd hafi verið lögð fram á 1. fundi nefndarinnar til umfjöllunar og athugasemda.
  Umrætt drög að breytingum hafa ekki verið lögð fram af sveitarstjórn né birt henni til kynningar, umræðu né samþykktar.
  Samkvæmt 10. lið 5. gr. nýsamþykktra samþykkta um stjórn sveitarfélagsins Rangárþings eystra segir að það sé verkefni sveitarstjórnar að staðfesta erindisbréf fyrir nefndir, ráð og stjórnir þar sem m.a. er kveðið á um hlutverk og starfshætti þeirra í samræmi við lög, reglugerðir og samþykktir sveitarstjórnar.
  Það teljast því harla sérstök vinnubrögð að fyrir liggi tillaga að slíkum breytingar á erindisbréfi Heilsu-, íþrótta og æskulýðsnefndar sem aldrei hafi komið fyrir sjónir sveitarstjónarmanna, hvorki til kynningar né umfjöllunar áður en það er birt nýkjörnum fulltrúum nefnda.
  Lilja Einarsdóttir
 • Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd - 1 Nefndin leggur til að fjármunirnir verði nýttir í fræðslu og fyrirlestra fyrir börn í sveitarfélaginu, svo sem sjálfstyrkingu, hópefli, næring, svefn og fjármálalæsi. Bókun fundar Byggðarráð felur íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að skipuleggja verkefnið í samráði við nefndina og bendir á ábendingu í erindinu:

  Líkt og árin 2020 og 2021 eru sveitarfélög hvött til að horfa sérstaklega til viðbótarverkefna sem miða að því að virkja hóp 12 til 16 ára barna með fjölbreyttum úrræðum og áhersla lögð á að ná til þeirra hópa sem hvað síst sækja hefðbundið frístundastarf. Líkur eru á að aldurshópurinn 12-16 ára sé í hvað minnstri virkni yfir sumartímann og í aukinni áhættu hvað varðar til dæmis áhættuhegðun og kvíða.

  Byggðarráð óskar eftir því að fá yfirlit um áætluð / yfirstandandi verkefni á næsta fundi.

  Samþykkt samhljóða
 • Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd - 1 Nefndin leggur mikla áhersu á að ráðið verði í 100% stöðu forstöðumanns og leitað verði ráðgjafar hjá fagaðilum úr starfi með ungmennum, við gerð starfslýsingar og skipulagningar starfsins.
 • Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd - 1 Heilsu- íþrótta og æskulýðsnefnd þakka Tómasi Birgi og Guðmundi Úlfari fyrir greinagóða kynningu á hugmyndum að uppbyggingu á knattspyrnuvelli með gervigrasi.

  Almennar umræðu um aðstöðu til íþrótta- og knattspyrnuiðkunar.

  Nefndin leggur til við sveitarstjórn að skipaður verði lítill starfshópur, þar sem unnin verði greining á innviðum og á þörfum íþróttahreyfingarinnar í sveitarfélaginu. Út frá þeirri greiningu verði unnið að uppbyggingu íþróttasvæðisins.
  Bókun fundar Byggðarráð tekur undir hugmyndir nefndarinnar um að fela starfshópi slíka greiningu. Byggðarráð leggur til að Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd sé sá starfshópur en með hópnum starfi yfirmaður framkvæmda- og eignasviðs, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og skipulags- og byggingarfulltrúi eftir atvikum hverju sinni og óskum starfshópsins. Einnig kalli starfshópurinn hagsmunaaðila til fundar eftir þörfum. Byggðarráð samþykkir að starfshópurinn taki strax til starfa og skili tillögum til byggðarráðs eigi síðar en 1. október.

  Samþykkt samhljóða

11.Samband íslenskra sveitarfélaga; 910. fundur stjórnar

2207005

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 910. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

12.Samband íslenskra sveitarfélaga; 911. fundur stjórnar

2207006

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 911. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

13.Heilbrigðisnefnd Suðurlands; 219. fundargerð

2207016

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 219. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands.

14.SASS; 584. fundur stjórnar 24.06.22

2207018

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 584. fundar stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga.

15.14. fundur stjórnar Skógasafns 2. desember 2021

2207019

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 14. fundar stjórnar Skógasafns.

16.EFS; bréf til sveitarstjórnar vegna ársreiknings 2021

2207007

Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefur yfirfarið ársreikning sveitarfélagsins fyrir árið 2021. Samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2021 uppfyllir sveitarfélagið ekki lágmarksviðmið eftirlitsnefndar um framlegð sem hlutfall af tekjum. Þrátt fyrir bráðabirgðaákvæði VII í sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 þar sem sveitarstjórnum er heimilt að víkja frá skilyrðum um jafnvægisreglu og skuldareglu út árið 2025 vill EFS benda sveitarstjórn á að árið 2026 þarf að uppfylla framangreind skilyrði.
Skrifstofu- og fjármálastjóra falið að svara bréfi nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða.

17.Landnámsbók Gunnars frá Heiðarbrún

2207013

Lagt fram bréf Gunnars Guðmundssonar frá Heiðarbrún þar sem Gunnar vill kanna hug sveitarfélaganna í Rangárvallasýslu að kosta og gefa út landakort í lit sem sýndi staðsetningu landnámsbýla og landamerki.
Byggðarráð telur að verkefni sem þetta ætti best heima hjá Héraðsnefnd Rangárvallasýslu, en þar er sameiginlegur vettvangur sveitarfélaganna sem hefur sinnt menningu og sögu héraðsins. Byggðarráð bendir Gunnari á að senda erindið til Héraðsnefndar.

Samþykkt samhljóða

Fundi slitið - kl. 12:00.