206. fundur 01. nóvember 2021 kl. 15:00 - 15:22 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Anton Kári Halldórsson varaformaður
  • Christiane L. Bahner aðalmaður
  • Rafn Bergsson formaður
Starfsmenn
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir embættismaður
  • Lilja Einarsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá
Formaður byggðarráðs setur fund og óskar eftir athugasemdum við fundarboð sem engar eru. Fundurinn fer fram í fjarfundi á eftirfarandi slóð:
https://us02web.zoom.us/j/87929130583?pwd=MkRyeS91bWV1RVI1NjFIeVZrTG03UT09

1.Fjárhagsáætlun 2022-2025; fyrri umræða

2110093

Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun Rangárþings eystra 2022-2025.
Byggðarráð samþykkir áætlunina og vísar henni til fyrri umræðu sveitarstjórnar. Samþykkt samhljóða.

2.Umsókn um lóð - Básar, lóð nr. B-2

2110030

Southcoast Adventure óskar eftir því að fá úthlutað lóð í Básum nr. B-2 undir byggingu aðstöðuhúss/veitingahúss.
Umrædd lóð hefur ekki verið stofnuð og er því ekki til úthlutunar að svo stöddu. Erindinu hafnað.
Samþykkt samhljóða.

3.Umsókn um lóð - Básar, lóð nr. B-3

2110031

Southcoast Adventure óskar eftir því að fá úthlutað lóð í Básum nr. B-3 undir byggingu aðstöðuhúss/veitingahúss.
Umrædd lóð hefur ekki verið stofnuð og er því ekki til úthlutunar að svo stöddu. Erindinu hafnað.
Samþykkt samhljóða.

4.Umsókn um lóð Hvolstún 21

2110060

Ólafur Ingi Þórarinsson sækir um lóðina Hvolstún 21 skv. meðfylgjandi umsókn.
Umsækjandi hefur dregið umsóknina til baka.

5.Umsókn um lóð - Ormsvöllur 2

2110056

Naglverk ehf óskar eftir því að fá úthlutað lóðinni Ormsvöllur 2 skv. meðfylgjandi umsókn.
Byggðarráð samþykkir samhljóða lóðaúthlutun.

6.Umsókn um lóð - Gunnarsgerði 9

2110077

Arnhildur Helgadóttir óskar eftir því að fá úthlutað lóðinni Gunnarsgerði 9 skv. meðfylgjandi umsókn.
Byggðarráð samþykkir samhljóða lóðaúthlutun.

7.Umsókn um lóð - Hallgerðartún 13

2110086

Sandra Rún Jónsdóttir óskar eftir því að fá úthlutað lóðinni Hallgerðartún 13 skv. meðfylgjandi umsókn.
Byggðarráð samþykkir samhljóða lóðaúthlutun.

Fundi slitið - kl. 15:22.