204. fundur 26. ágúst 2021 kl. 08:15 - 09:45 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Anton Kári Halldórsson varaformaður
  • Christiane L. Bahner aðalmaður
  • Guri Hilstad Ólason varamaður
Starfsmenn
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir embættismaður
  • Lilja Einarsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skirfstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá
Anton Kári Halldórsson varaformaður byggðarráðs, setur fund og kallar eftir athugasemdum við fundarboð sem engar eru.

1.Ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga

2003047

Heimild sveitarstjórna til að víkja frá tilteknum ákvæðum sveitarstjórnarlaga til að tryggja starfshæfi sitt og auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélags, á grundvelli VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, hefur verið framlengd til 1. október 2021.
Á grundvelli bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga samþykkir byggðarráð Rangárþings eystra að heimila fjarfundi sveitarstjórnar, byggðarráðs og annarra lögbundinna nefnda sveitarfélagsins án þess að fjarlægðir séu miklar, samgöngur innan sveitarfélagsins erfiðar eða að mælt sé fyrir um notkun slíks búnaðar í samþykktum sveitarfélagsins. Einnig samþykkir byggðarráð Rangárþings eystra að staðfesting fundargerða sveitarstjórnar, byggðarráðs og annarra lögbundinna nefnda verði með öðrum hætti en mælt er fyrir um í 10 og 11. gr. leiðbeininga innanríkisráðuneytisins, frá 15. janúar 2013, um ritun fundargerða, nr. 22/2013. Ákvæðið gildir til 31. október 2021.
Samþykkt samhljóða.

2.Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2021

2108042

Lögð fram til umfjöllunar og samþykkis viðauki við fjárfestingaáætlun Rangárþings eystra 2021.
Byggðarráð samþykkir samhljóða fjárfestingaviðauka 1, að upphæð 42.136.000 kr. Viðbótarupphæðin kemur til vegna ákvörðunar um að flýta byggingu nýs leikskóla en auk þess eru lítilsháttar tilfærslur á milli liða. Byggðarráð veitir heimild til undirbúnings lántöku vegna fjárfestinga ársins 2021. Samþykkt samhljóða.

3.Kirkjuhvoll; Ársreikningur 2020

2108043

Lagður fram til umfjöllunar og samþykktar ársreikningur Kirkjuhvols 2020.
Ársreikningur Kirkjuhvols 2020 staðfestur. Samþykkt samhljóða.

4.Skráning lögbýlis - Skeggjastaðir 31

2107020

Gunnar Jónsson sækir um skráningu lögbýlis á lóðinni Skeggjastaðir land 31 L213455 skv. meðfylgjandi gögnum.
Byggðarráð frestar afgreiðslu erindisins og skipulagsfulltrúa falið að afla frekari upplýsinga.
Samþykkt samhljóða.

5.Umsögn; Gamla fjósið ehf.; rekstrarleyfi fnr.219-1507

2108030

Embætti sýslumannsins á Suðurlandi óskar eftir umsöng sveitarfélagsins um endurnýjun rekstrarleyfis hjá Gamla fjósið ehf.
Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
Samþykkt samhljóða.

6.Skipulagsnefnd - 101

2108004F

  • Skipulagsnefnd - 101 Á 99. fundi skipulagsnefndar var samþykkt að senda deiliskipulagið til staðfestingar Skipulagsstofnunar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Eftir yfirferð Skipulagsstofnunar komu fram athugasemdir sem snéru ma. að því að ósamræmis gætti við ákvæði aðalskipulags varðandi byggingarmagn og fjölda húsa. Búið er bregðast við athugasemdum Skipulagsstofnunar í uppfærðri deiliskipulagstillögu. Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og að hún verði send Skipulagsstofnun til staðfestingar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Byggðarráð samþykkir tillöguna og að hún verði send Skipulagsstofnun til staðfestingar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulagsnefnd - 101 Byggingarleyfisumsókn hefur verið grenndarkynnt og bárust athugasemdir er varða m.a. stærð og staðssetningu mannvirkis og þ.a.l. ósamræmi við gildandi deiliskipulag. Í ljósi athugasemda leggur skipulagsnefnd til að ósk um byggingarleyfi verði hafnað. Bókun fundar Byggðarráð staðfestir bókun nefndarinnar um höfnun umsóknar.
  • Skipulagsnefnd - 101 Tillagan var auglýst frá 30. júní 2021 með athugasemdafresti til 11. ágúst 2021. Í athugasemd Heilbriðgiseftirlits suðurlands er mælst til þess að staðsetning hreinsivirkis sé innan skipulagssvæðis. Í athugasemd Vegagerðarinnar er lagt til að vegtenging við Seljavallaveg verði sem næst hornrétt frá Lambafellsvegi. Búið er að bregðast við fyrrgreindum athugasemdum í uppfærðri tillögu skipualgsins. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til staðfestingar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Byggðarráð samþykkir tillöguna og að hún verði send Skipulagsstofnun til staðfestingar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulagsnefnd - 101 Skipulagsnefnd fer yfir innkomnar umsagnir og athugasemdir. Skipulagsfulltrúa falið að vinna drög að svörum við athugasemdum. Afgreiðslu málsins frestað. Bókun fundar Byggðarráð fer yfir innkomnar umsagnir og athugasemdir. Byggðarráð samþykkir svör við athugasemdum sem sett eru fram í skjali dagsettu 23. ágúst 2021, svör verða send þeim sem athugasemdir gerðu. Byggðarráð samþykkir tillöguna og að hún verði send Skipulagsstofnun til staðfestingar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 101 Tillagan var auglýst frá 30. júní 2021 með athugasemdafresti til 11. ágúst 2021. Í athugasemd Heilbrigðiseftirlits suðurlands kemur fram að gera þurfi grein fyrir hættu sem stafar af vatnsflóðum og jökulhlaupum á svæðinu. Skipulasnefnd bendir á að komi til náttúruhamfara þá er í gildi viðbragðsáætlun fyrir sveitarfélagið. Í athugasemd Minjastofnunar Íslands kemur fram að færa þurfi útlínur fornleifa inn á skipulagsuppdrátt. Búið er að bregðast fyrrgreindum athugasemdum. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til staðfestingar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Byggðarráð samþykkir tillöguna og að hún verði send Skipulagsstofnun til staðfestingar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulagsnefnd - 101 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðfangið á hinni nýju spildu. Bókun fundar Byggðarráð samþykkir landskiptin og staðfang hinnar nýju spildu.
  • Skipulagsnefnd - 101 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðfang á hinni nýju spildu. Ekki er gerð athugasemd við breytingu á staðfangi á L172618. Bókun fundar Byggðarráð samþykkir landskiptin og staðfang hinnar nýju spildu. Byggðarráð samþykkir ennfremur breytingu á staðfangi á L172618.
  • Skipulagsnefnd - 101 Skipulagsnefnd samþykkir framkomna tillögu og leggur til við sveitarstjórn að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Byggðarráð samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulagsnefnd - 101 Skipulagsnefnd samþykkir framkomna tillögu og leggur til við sveitarstjórn að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Byggðarráð samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulagsnefnd - 101 Skipulagsnefnd samþykkir framkomna lýsingu aðalskipulagsbreytingar og mælist til þess að lýsingin verði send til umsagnar hjá Skipulagsstofnun og annarra umsagnaraðila ásamt því að kynna hana fyrir almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Byggðarráð samþykkir framkomna lýsingu aðalskipulagsbreytingar og að hún verði send til umsagnar hjá Skipulagsstofnun og til annarra umsagnaraðila ásamt því að kynna hana fyrir almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulagsnefnd - 101 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að landamerki lóðarinnar verði staðfest eins og þau koma fram á meðfylgjandi uppdrætti. Bókun fundar Byggðarráð staðfestir landamerki lóðarinnar Raufarfell 2 lóð L198000 eins og þau koma fram á meðfylgjandi uppdrætti.
  • Skipulagsnefnd - 101 Skipulasgnefnd samþykkir að framkvæmdaleyfið verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynna skal fyrir íbúum á Hvolsvegi 7, 9, 9a og 11 og íbúum Stóragerðis 29. Bókun fundar Framkvæmdaleyfið var grenndarkynnt fyrir viðkomandi aðilum. Engar athugasemdir komu fram við grenndarkynningu. Byggðarráð samþykkir veitingu framkvæmdaleyfis vegna jarðvinnu við nýbyggingu leikskóla við Vallarbraut.

7.Umhverfis- og náttúruverndarnefnd - 28

2108006F

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 28. fundar umhverfis- og náttúruverndarnefndar.
Fundargerð staðfest í heild.
  • 7.1 2106102 Umhverfisverðlaun Rangárþings eystra 2021
    Umhverfis- og náttúruverndarnefnd - 28 Allmargar tilnefningar bárust um fagra garða og farið var víðsvegar um þorpið til að skoða og mikil prýði er víða í görðum sem hægt væri að veita verðlaun en fyrir valinu var garðurinn:
    - Litlagerði 17 hjá þeim Guðlaugu Oddgeirsdóttur og Sigurði Sigurðssyni sem er og hefur verið í mörg ár til sóma, fallega snyrtur og hirtur sem verðskuldar umhverfisverðlaun 2021.
    Engar tilnefningar bárust eftir auglýsingu um fögur lögbýli og eða fyrirtæki þetta árið en nefndin fór um sveitafélagið og eftir það ákváð nefndin að veita fyrirtækinu:
    -Gistiheimilið Spói hjá Gunnhildi E Kristjánsdóttur og Ágústi Kristjánssyni þar er umhverfi fallegt og snyrtilegt ásýndar sem verðskuldar umhverfisverðlaun 2021.
    -Lögbýlið Smáratún í Fljótshlíð Arndís Soffía Sigurðardóttir og Ívar Þormarsson fyrir fallegt og snyrtilegt lögbýli umhverfisverðlaun 2021.
    Bókun fundar Byggðarráð óskar verðlaunahöfum innilega til hamingju.

8.Stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu bs. - 69

2108002F

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 69. fundar stjórnar Brunavarnar Rangárvallasýslu.
Ársreikningur Brunavarna Rangárvallasýslu 2020 staðfestur.
Fundargerð staðfest í heild.
  • Stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu bs. - 69 Margrét Jóna Ísólfsdóttir fjármálastjóri Rangárþings eystra fer yfir ársreikning fyrir árið 2020. Ársreikningur lagður fram og samþykktur samhljóða. Bókun fundar Byggðarráð staðfestir ársreikning Brunavarna 2020.
  • Stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu bs. - 69 Margrét Jóna Ísólfsdóttir fjármálastjóri Rangárþings eystra fer yfir rekstraryfirlit fyri janúar - júní 2021. Rekstur brunavarna er í góðu jafnvægi og á pari við fjárhagsáætlun.
  • Stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu bs. - 69 Leifur Bjarki Björnsson slökkviliðsstjóri fer yfir stöðu við gerð brunavarnaráætlunar Brunavarna Rangárvallasýslu bs. Flest gögn liggja fyrir til að ljúka við áætlunina og er hún á lokametrunum. Slökkvistjóri gerir ráð fyri því að áætlunin verði send til staðfestingar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar nú í september og í framhaldi til aðildarsveitarfélaga Brunavarna Rangárvallasýslu bs.

9.SASS; 571. fundur stjórnar; 13.8.2021

2108039

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 571. fundar stjórnar SASS.
Fundargerð staðfest í heild.

10.Forsendur fjárhagsáætlana 2022-2025

2108029

Lagt fram til umræðu og kynningar minnisblað SÍS um forsendur fjárhagsáætlana 2022-2025.
Lagt fram til kynningar.

11.Aðalfundur Vottunarstofunnar Túns ehf. 2021

2108032

Lagt fram til kynningar.

12.Veiðifélag eystri Rangár; Aðalfundarboð 2021

2108034

Byggðarráð staðfestir umboð til handa Christiane L. Bahner.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:45.