203. fundur 29. júlí 2021 kl. 08:15 - 09:26 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Christiane L. Bahner aðalmaður
  • Rafn Bergsson formaður
  • Elín Fríða Sigurðardóttir varamaður
  • Lilja Einarsdóttir sveitarstjóri
Starfsmenn
  • Árný Lára Karvelsdóttir
Fundargerð ritaði: Árný Lára Karvelsdóttir Markaðs- og kynningarfulltrúi
Dagskrá

1.Ósk um leyfi til að setja upp minningarskjöld á Skuggahelli

2107004

Guðbjörg Birna Guðmundsdóttir óskar eftir leyfi til að setja upp minningarskjöld um móðurbróður sinn, Eyþór Sveinbjarnarson, við hellinn Skugga í Þórsmörk. Eyþór lést í hellinum árið 1929 ásamt fleiri gangnamönnum þegar þeir leituðu þar skjóls vegna óveðurs. Við Skuggahellir er þegar skjöldur til minningar um gangnamennina en óskað er leyfis til að setja upp sér skjöld til að minnast Eyþórs. Fyrir liggur leyfi Forsætisráðuneytisins enda hellirinn staðsettur innan þjóðlendu.
Byggðarráð samþykkir fyrir sitt leiti erindi Guðbjargar Birnu Guðmundsdóttur um að setja upp minningarskjöld um Eyþór Sveinbjarnarson utan við hellinn Skugga í Þórsmörk. Lögð er áhersla á að skjöldurinn verði í stíl við þann sem fyrir er. Markaðs- og kynningarfulltrúa er falið að vera tengiliður sveitarfélagsins til samráðs um útlit og staðsetningu skjöldsins.

2.Leigusamningur Seljalandsskóla

2106005

Byggðarráð samþykkir leigusamning samhljóða.

3.Hvolstún 13 - Afturköllun lóðar

2102089

Jón Karl Snorrason, fh. Eyjasól ehf óskar eftir því að sveitarfélagið Rangárþing eystra kaupi til baka lóð félagsins að Hvolstúni 13.
Byggðarráð samþykkir að endurgreiða uppreiknuð gatnagerðargjöld eins og gert er í slíkum tilfellum en hafnar erindinu um að greiða fyrir tilfallandi kostnaði lóðarhafa við jarðvegsskipti.
Einnig samþykkir byggðarráð að falla frá dagssektum frá og með 21. júni 2021 til og með 5. júlí 2021 þegar lóðinni er skilað inn til að koma til móts við lóðarhafa.

4.Framkvæmdir og viðhald - Nýr leikskóli Vallarbraut - Tilboð í jarðvinnu

2011011

Þriðjudaginn 20. Júlí 2021, voru opnuð tilboð í verkið ,,Leikskóli Vallarbraut, Hvolsvelli - Jarðvinna?. Þremur tilboðum var skilað inn áður en skilafrestur rann út og voru þau opnuð að viðstöddum Ólafi Rúnarssyni fh. Skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings eystra, Lilju Einarsdóttur, sveitarstjóra Rangárþing eystra og Eiríki Búasyni frá Verkís, umsjónarmanni útboðsins.



Niðurstaða tilboða er eftirfarandi:

43.760.000,- Gröfuþjónustan Hvolsvelli ehf
42.675.000,- Spesían ehf
47.631.000,- VBF Mjölnir
Yfirferð verðtilboða er lokið og ekki fundust reikniskekkjur við yfirferð innkominna verðtilboða.
Sveitastjóra er falið að ganga til samninga við lægstbjóðanda útboðsins að undangenginni yfirferð á hæfisskilyrðum útboðs- og samningsskilmála.
Samþykkt samhljóða.

5.Umsögn; Hótel Skógar ehf; rekstrarleyfi fnr.219-1264 og 221-6383

2107030

Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.

6.Umsögn; Paradísarhellir ehf; rekstrarleyfi fnr. 219-2053

2107029

Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.

7.Umsögn; Kotmót 2021 tækifærisleyfi

2107037

Borist hefur erindi frá Kristjáni Haraldssyni, forsvarsmanni Kotmóts, þar sem hann upplýsir um að mótinu hafi verið aflýst vegna aðstæðna í þjóðfélaginu og því óþarfi að veita umsögn um tækifærisleyfi sem sótt var um.

8.Félagsmálanefnd Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslu. 89. fundur 24.06.2021

2106113

Fundargerð staðfest í heild.
Samþykkt samhljóða.

9.Húsnefnd Fossbúðar; 2. fundur kjörtímabilsins 2018-2022

2106124

Fundargerð staðfest í heild.
Samþykkt samhljóða.

10.Sorpstöð Rangárvallasýslu bs; 217. fundur stjórnar

2106128

Byggðarráð fjallar um framlagða tillögu að hækkun gjaldskrár í kjölfar hækkana hjá þjónusutaðila.
Byggðarráð samþykkir framlagða tillögu að hækkun gjaldskrár auk þess að upp verði tekið klippikortakerfi til fasteignaeigenda í Rangárvallasýslu frá og með næastu áramótum.
Fundargeð samþykkt í heild sinni.
Samþykkt samhljóða.

11.Skipulagsnefnd - 100

2107002F

Fundargerð staðfest í heild.
Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 100 Á 97. fundi skipulagsnefndar var samþykkt að senda deiliskipulagið til staðfestingar Skipulagsstofnunar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Eftir yfirferð Skipulagsstofnunar komu fram athugasemdir sem snéru ma. að því að merkja þyrfti þekktar jarðskjálftasprungur inn á uppdrátt ásamt öðrum minniháttar athugasemdum. Búið er bregðast við öllum athugasemdum Skipulagsstofnunar í uppfærðri deiliskipulagstillögu. Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og að hún verði send Skipulagsstofnun til staðfestingar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Byggðarráð staðfestir bókun skipulagsnefndar og samþykkir tillöguna og að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulagsnefnd - 100 Tillagan var auglýst frá 1. maí 2021 með athugasemdafresti til 23. júní 2021. Í athugasemd Landsnets kemur fram að greina þurfi frá legu og umfangi háspennulína og kvöðum sem gilda um helgunarsvæði þeirra vegna nálægðar við fyrirhugað vegstæði hins nýja vegar. Einnig þurfi að setja skilmála um framkvæmdir og umgengni um helgunarsvæðin. Skipulagsnefnd tekur undir athugasemdir Landsnets og hefur verið brugðist við þeim í uppfærðri tillögu skipulagsins. Í umsögn Vegagerðarinnar kemur fram að merkja þurfi inn á uppdrátt veghelgunarsvæði, sem er 30 m til hvorrar handar frá miðlínu vegar. Búið er að bregðast við athugasemd Vegagerðarinnar í uppfærðri skipulagstillögu. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands og Minjastofnun Íslands gera ekki athugasemdir við tillöguna. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til staðfestingar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Byggðarráð staðfestir bókun skipulagsnefndar og samþykkir tillöguna og að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulagsnefnd - 100 Tillagan var auglýst frá 1. maí 2021 með athugasemdafresti til 23. júní 2021. Í athugasemd Landsnets kemur fram að greina þurfi frá legu og umfangi háspennulína og kvöðum sem gilda um helgunarsvæði þeirra vegna nálægðar við fyrirhugað vegstæði hins nýja vegar. Einnig þurfi að setja skilmála um framkvæmdir og umgengni um helgunarsvæðin. Skipulagsnefnd tekur undir athugasemdir Landsnets og hefur verið brugðist við þeim í uppfærðri tillögu. Vegagerðin, Heilbrigðiseftirlit suðurlands og Minjastofnun Íslands gera ekki athugasemdir við tillöguna. Skipulagsnefnd leggur til við Sveitarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði samþykkt og send til staðfestingar Skipulagsstofnunar skv. 32. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Byggðarráð staðfestir bókun skipulagsnefndar og samþykkir tillöguna og að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulagsnefnd - 100 Skipulagsnefnd samþykkir framkomna lýsingu aðalskipulagsbreytingar og mælist til þess að lýsingin verði send til umsagnar hjá Skipulagsstofnun og annarra umsagnaraðila ásamt því að kynna hana fyrir almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Byggðarráð samþykkir framkomna lýsingu aðalskipulagsbreytingar og að hún verði send til umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila ásamt því að vera kynnt fyrir almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulagsnefnd - 100 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin. Staðfangið á hinni nýstofnuðu lóð verður Flugtún 5. Bókun fundar Byggðarráð samþykkir landskiptin og staðfang hinnar nýju lóðar.
  • Skipulagsnefnd - 100 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við breytingar á aðalskipulagi Rangárþings ytra varðandi landnotkun í landi Minna-Hofs. Bókun fundar Byggðarráð gerir ekki athugasemd við breytingar á aðalskipulagi Rangárþings ytra varðandi landnotkun í landi Minna-Hofs.
  • Skipulagsnefnd - 100 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og nafnið á hinni nýju spildu. Bókun fundar Byggðarráð samþykkir landskiptin og staðfang hinnar nýju lóðar.
  • Skipulagsnefnd - 100 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og nafnið á hinni nýju spildu. Bókun fundar Byggðarráð samþykkir landskiptin og staðfang hinnar nýju lóðar.
  • Skipulagsnefnd - 100 Skipulagsnefnd samþykkir framkomna tillögu og leggur til við sveitarstjórn að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Byggðarráð samþykkir framkomna tillögu að deiliskipulagi og að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • 11.10 2107012 Landskipti - Sóltún
    Skipulagsnefnd - 100 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og nafnið á hinni nýju spildu. Bókun fundar Byggðarráð samþykkir landskiptin og staðfang hinnar nýju lóðar.
  • Skipulagsnefnd - 100 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin. Samkvæmt uppdrætti er staðfang hinnar nýju spildu Nónhóll en ekki Búðarhóll 3. Bókun fundar Byggðarráð samþykkir landskiptin og staðfang hinnar nýju lóðar.

12.Menningarnefnd - 42

2106006F

Fundargerð staðfest í heild.
Samþykkt samhljóða.
  • Menningarnefnd - 42 Menningarnefnd lýsir yfir ánægju sinni yfir velheppnuðum hátíðarhöldum í tilefni af 17. júní. Umræður um hátíðarhöldin 2022.
  • Menningarnefnd - 42 Undirbúningur fyrir Kjötsúpuhátíð 2021 er í fullu gangi. Markaðs- og kynningarfulltrúa er falið að hefja markaðssetningu á Kjötsúpuhátíð í samvinnu við umsjónaraðila hátíðarinnar.
  • Menningarnefnd - 42 Menningarnefnd felur markaðs- og kynningarfulltrúa að auglýsa úthlutun úr Menningarsjóð Rangárþings eystra að hausti. Menningarnefnd ákveður að endurskoða reglur sjóðsins fyrir næstu úthlutun.
  • Menningarnefnd - 42 Brennan norðan við Króktún
    - Menningarnefnd ákveður að brennan verður notuð á Kjösúpuhátíð sem haldin verður 27. - 29. ágúst.


    Sveitarlistamaður Rangárþings eystra 2021
    - Menningarnefnd felur Markaðs- og kynningarfulltrúa að auglýsa eftir tilnefningum til Sveitarlistamanns Rangárþings eystra.

    Afrekshugur
    - Söfnunin fyrir styttunni gengur vonum framar og Friðrik Erlingsson fer yfir hvernig málum háttar varðandi flutning og uppsetningu á styttunni.

13.Stjórn Njálurefils SES - 9

2107001F

Fundargerð staðfest í heild.
Samþykkt samhljóða.
  • 13.1 2107007 Njálurefill; Fjármögnun sýningar; upplýsingar um kostnaðarliði
    Stjórn Njálurefils SES - 9 Fjallað um kostnað við sýningarhönnunina og mögulegar fjármögnunarleiðir.
    Þar sem nú liggja allar forsendur fyrir er formanni falið að gera kostnaðaráætlun í samvinnu við fjármálastjóra Rangárþings eystra. Einnig verði farið í að kanna enn frekar möguleika á styrkjum til að ljúka hönnun og uppsetningu sýningarinnar. Formanni falið að senda erindi til Rangárþings eystra um tímabundið framlag til uppsetningar svo hægt verði að opna sýninguna sem allra fyrst, enda forsenda þess að afla tekna til rekstrarins.
  • 13.2 2107008 Njálurefill; Kostnaðaráætlun vegna skápa og lýsingar; Irma
    Stjórn Njálurefils SES - 9 Samþykkt að láta hefja vinnu við að smíða prufuskáp. Uppfylli hann væntingar samþykkir stjórn að ganga að tilboði Irma að því gefnu að fjármögnun sé tryggð.
  • 13.3 2107009 Njálurefill; fjöldi tungumála í hljóðleiðsögn
    Stjórn Njálurefils SES - 9 Farið yfir tilboð í hljóðleiðsögn, þ.e. lestur í hljóðveri. Skv. athugun eru mest notuðu tungumálin, íslenska og enska, en þar á eftir franska, þýska, norðurlandamál, pólska, spænska og kínverska.
    Stjórn samþykkir að hefja sýninguna á íslensku og ensku, og bæta svo við tungumálum eftir bolmagni.
  • 13.4 2107010 Njálurefill; umræður um breytingar og kostnaðarskiptingu á leiguhúsnæði LAVA
    Stjórn Njálurefils SES - 9 Pálmar Harðarson kemur á fundinn og fer yfir stöðu mála varðandi húsnæðið og afhendingu þess til Njálurefils, en hið leigða húsnæði afhendist tilbúið til uppsetningar á sýningunni eins og fram kemur í leigusamningi.

14.Stjórn Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu - 52

2106004F

Fundargerð staðfest í heild.
Samþykkt samhljóða.
  • 14.1 2106091 Trúnaðarmál; Starfsmannamál
    Stjórn Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu - 52
  • 14.2 2106098 Félags- og skólaþjónusta Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu; Ráðgjafaþjónusta Setursins, sérdeildar suðurlands
    Stjórn Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu - 52 Stjórn samþykkir að óska eftir því að Kristín Björk starfi áfram í eitt ár í 15% stöðugildi hjá Félagsþjónustudeild, Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla og V-Skaftafellssýslu bs.
  • 14.3 2105056 Úthlutun úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla 2021
    Stjórn Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu - 52 Lagt fram til kynningar.

15.Sorpstöð Suðurlands; 303. fundur stjórnar; 22.06.2021

2106116

Fundargerð staðfest

16.Leiðbeiningar ráðuneytisins um innheimtu dráttarvaxta af kröfum vegna fasteignaskatta

2107033

17.Styrktarsjóður EBÍ; óskað eftir umsóknum vegna úthlutunar 2021

2104006

Rangárþing eystra sótti um styrk til lýsingar, bekkja og uppsetningu og hönnun á upplýsingaskilti við vinsæla gönguleið að Kirkjugarði norðan byggðar. Styrkur fékkst að upphæð 150.000.- til verkefnisins "Heilsueflandi samfélag, upplýsingaskilti".
Byggðarráð lýsir yfir ánægju sinni með styrkinn og felur verkefnisstjóra Heilsueflandi samfélags í samstarfi við markaðs og kynningarfulltrúa að koma verkefninu í farveg.

18.Fjölmiðlaskýrsla 2021; jan-júní

2107046

Til kynningar

19.Safnmappa; þingsályktanir og frumvörp til umsagnar 2021

2101021

Til kynningar

20.Covid19; Upplýsingar

2003019

Til kynningar

Fundi slitið - kl. 09:26.