199. fundur 28. janúar 2021 kl. 08:15 - 09:25 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Anton Kári Halldórsson varaformaður
  • Christiane L. Bahner aðalmaður
  • Rafn Bergsson formaður
Starfsmenn
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir embættismaður
  • Lilja Einarsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá
Christiane L. Bahner víkur af fundi undir lið 1.

1.Íþróttafélagið Dímon samningur 2021-2022 endurnýjun

2101047

Lögð fram drög að endurnýjun samnings við íþróttafélagið Dímon 2021-2022.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga frá endurnýjun samnings.
Samþykkt samhljóða.
Christiane L. Bahner kemur aftur til fundar.

2.Landbótaáætlun 2021-2024 Emstrur

2012021

Drög að landbótaáætlun fyrir Emstrur lögð fram til staðfestingar.
Drög að umræddri áætlun vöru lögð fyrir sveitarstjórn á fundi þann 10.12.2020.
Landbótaáætlun fyrir Emstrur samþykkt samhljóða.

3.Skólaþjónusta; samstarf um Iðjuþjálfa við Hsu

2101063

Erindi Skólaþjónustu Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu bs. varðandi samstarfssamning um Iðjuþjálfa við Hsu lagt fram.
Stjórn Félags- og skólaþjónustu hefur þegar fjallað um erindið og tekur jákvætt í áframhaldandi samstarf.
Byggðarráð samþykkir að samstarfi um iðjuþjálfa verði haldið áfram, að því gefnu að vilji sé til hins sama hjá öðrum aðilum samningsins og hlutur aðildarsveitarfélaga í stöðugildi aukist ekki.
Samþykkt samhljóða.

4.Félags- og skólaþjónusta; 50. fundur stjórnar 19. janúar 2021

2101058

Fundargerð staðfest í heild.

5.Héraðsráðsfundur; 14. janúar 2021

2101055

Fundargerð staðfest í heild.

6.Fjölmiðlaskýrsla 2020

2101018

Lagt fram til kynningar.

7.Safnmappa; þingsályktanir og frumvörp til umsagnar 2021

Fundi slitið - kl. 09:25.