199. fundur 28. janúar 2021 kl. 08:15 - 09:25 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Anton Kári Halldórsson varaformaður
  • Christiane L. Bahner aðalmaður
  • Rafn Bergsson formaður
Starfsmenn
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir embættismaður
  • Lilja Einarsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá
Christiane L. Bahner víkur af fundi undir lið 1.

1.Íþróttafélagið Dímon samningur 2021-2022 endurnýjun

2101047

Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga frá endurnýjun samnings.
Samþykkt samhljóða.
Christiane L. Bahner kemur aftur til fundar.

2.Landbótaáætlun 2021-2024 Emstrur

2012021

Landbótaáætlun fyrir Emstrur samþykkt samhljóða.

3.Skólaþjónusta; samstarf um Iðjuþjálfa við Hsu

2101063

Byggðarráð samþykkir að samstarfi um iðjuþjálfa verði haldið áfram, að því gefnu að vilji sé til hins sama hjá öðrum aðilum samningsins og hlutur aðildarsveitarfélaga í stöðugildi aukist ekki.
Samþykkt samhljóða.

4.Félags- og skólaþjónusta; 50. fundur stjórnar 19. janúar 2021

2101058

Fundargerð staðfest í heild.

5.Héraðsráðsfundur; 14. janúar 2021

2101055

Fundargerð staðfest í heild.

6.Fjölmiðlaskýrsla 2020

2101018

Lagt fram til kynningar.

7.Safnmappa; þingsályktanir og frumvörp til umsagnar 2021

Fundi slitið - kl. 09:25.