116. fundur 12. júní 2024 kl. 10:00 - 10:47 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Arnar Jónsson Köhler embættismaður
Fundargerð ritaði: Arnar Jónsson Aðstoðarmaður skipulags- og byggingarfulltrúa
Dagskrá

1.Umsókn um byggingarleyfi - Eystra-Seljaland 163760 - Flokkur 2

2405027

Aðalfoss ehf sækir um byggingarleyfi fyrir tveimur samliggjandi einingarhúsum með tveimur gistirýmum hvor.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr. 2.4.1 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa og jákvæða umsögn Mannvirkja- og umhverfissviðs vegna byggingarhæfi lóða. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
- Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.
- Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.

2.Umsókn um byggingarleyfi - Hlíðarvegur 15

2406011

Kristín Brynja arkitek skilar inn reyndumteikningum.
Skipulags- og byggingarfulltrúi skráir og setur teikningar á landupplýsingarvef.

3.Breytt skráning fasteignar - Hvolsvegur 19a

2406032

Vigfús Þór Hróbjartsson sendir inn teikningar fyrir breyttu innra skipulagi í bílskúr.
Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við breytta notkun.

4.Landskipti - Múlakot lóð

2406031

Hrefna Jónsdóttir sendir inn hnitasett lóðablað.
Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við hnitasetninigu lóðar. Merkjalýsing verður send tilHúsnæðis- og mannvirkjastofnunar.

5.Umsókn um stöðuleyfi - Kirkjulækjarkot, Bakki 1

2405067

Vigdís S. Ólafsdóttir sækir um stöðuleyfi fyrir frístundarhús í smíðum sem ætlað er til flutnings sbr. grein 2.6.1 í byggingarreglugerð.
Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsókn og veitir stöðuleyfi til 3 mánaða frá dagsetningu 20.06.2024

Fundi slitið - kl. 10:47.