Umhverfis- og náttúruverndarnefnd

Fundargerð

22. fundur Umhverfis- og náttúruverndarnefndar Rangárþings eystra haldinn fimmtudaginn 4.júlí 2019 í Ásólfsskála.

Mætt eru: Katrín Birna Viðarsdóttir , Þorsteinn Jónsson, Guðrún Stefánsdóttir og Ingibjörg Erlingsdóttir.
Dagskrá: Umhverfisverðlaun: Auglýsa þarf fljótlega og hvetja fólk til fegrunar bæði í dreifbýli og þéttbýli.
Tiltektarátak: Nefndin óskar eftir að tekið verði átak í iðnaðar- og hesthúsahverfi. Einnig óskum við eftir að bílar, kerrur og annað þessháttar sem er víða um græn svæði í þorpinu verði fjarlægt hið fyrsta. Við skorum á sveitarstjórn að taka á þessum málum t.d. með dagsektum og því verði lokið fyrir kjötsúpuhátíð. Nefndin óskar eftir að farið verði átak í sambandi við vorhreinsun vegna misbrests í tímasetningum . Þar sem gámar voru teknir fyrr en gefið var út.
Önnur mál: Umræður voru um að engin fjárveiting hafi komið frá Ferðamálastofu til ferðamannastaða undanfarin ár og brýn verkefni bíða úrlausnar. Nefndin hvetur til að gengið verði harðar til að fá fjármagn til sveitarfélagsins.
Nefndin ítrekar sem Náttúruverndarnefnd að öll losun jarðvegsúrgangs í Ölduna sé hætt og þörf á að finna annað svæði fyrir jarðvegsúrgang. T.d. má gera manir.
Rætt um katta og hundahald í þéttbýli . Við óskum eftir að reglur sveitarfélagsins séu aðgegnilegar á heimasíðu sveitarfélagsins og farið sé eftir þeim. Spurning um skipulagt svæði fyrir hunda. Það er á ábyrgð sveitarfélaga að hundar séu ormahreinsaðir árlega.

Fundi slitið kl. 22:35

Ingibjörg Erlingsdóttir
Katrín Birna Viðarsdóttir
Þorsteinn Jónsson
Guðrún Stefánsdóttir