249. fundur sveitarstjórnar haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins, 11. apríl 2019 og hófst hann kl. 12:00.


Fundinn sátu:
Anton Kári Halldórsson, Guðmundur Jón Viðarsson, Lilja Einarsdóttir, Benedikt Benediktsson, Rafn Bergsson, Christiane L. Bahner, Harpa Mjöll Kjartansdóttir, Guri Hilstad Ólason og Margrét Jóna Ísólfsdóttir.

Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir, Skrifstofu- og fjármálastjóri.

Dagskrá:

1. Kolefnisjöfnun Rangárþings eystra - 1904148
Rangárþing eystra láti reikna út kolefnisspor sitt, í rekstri sveitarfélagsins. Setji sér í kjölfarið áætlun um kolefnisjöfnun rekstrarins.
Sveitarstjórn samþykkir að Rangárþing eystra láti reikna út kolefnisspor sitt, í rekstri sveitarfélagsins, og setji sér síðan áætlun um kolefnisjöfnum.
Með kolefnisjöfnun er átt við að losun sveitarfélagsins á CO2 vegna reksturs verði mætt og jöfnuð út með bindingu á kolefni í gróðri og jarðvegi með landgræðslu og öðrum endurheimtaraðgerðum.
Með endurheimt vistkerfa er m.a. átt við uppgræðslu rofins lands, endurheimt birki- og víðikjarrs og endurheimt votlendis. Uppgræðsla lands felur í sér, allt eftir aðstæðum, áburðargjöf með eða án sáninga og gróðursetningu trjáplantna. Endurheimt votlendis felur í sér að hækka grunnvatnsstöðu raskaðra votlenda og stöðva þar með losun gróðurhúsalofttegunda. Endurheimt vistkerfa hefur jákvæð áhrif á gróður og jarðveg, dýralíf, almennt heilbrigði vistkerfa (vatnsbúskap, næringarástand) sem og upplifun fólks sem um þau fara. Allar þessar aðgerðir stuðla að jákvæðri þróun loftslags m.t.t. gróðurhúsalofttegunda.
Samþykkt samhljóða og sveitarstjóra falið að vinna að málinu.

2. Nefnd um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu; umsögn í samráðsgátt - 1904067
Afgreiðslu frestað til næsta fundar byggðarráðs.

3. Áform Fjármálaráðuneytisins um skerðingar á tekjum Jöfnunarsjóðs - 1904063
Sveitarstjórn Rangárþings eystra mótmælir harðlega þeim áformum fjármálaráðherra og ríkisstjórnar að skerða framlög til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um a.m.k. 2,8 milljarða á árunum 2020 og 2021. Skerðingin kemur harðast niður á útgjaldajöfnunarframlögum, en þau renna einkum til sveitarfélaga á landsbyggðinni sem hafa mörg hver veikan fjárhag. Skerðingin kemur einnig niður á framlögum til þjónustu við fatlað fólk og getur falið í sér að dregið verði úr þeirri þjónustu.
Áætlað tekjutap sveitarfélaga á Suðurlandi af framlögum til útgjaldajöfnunar og vegna fasteignaskatts er um 505 millj.kr. og vegna málefna fatlaðra 29 millj.kr. Framlög til málefna fatlaðra hafa ekki staðið undir rekstrarkostnaði og bætir þetta ekki stöðu þess málaflokks.
Samkvæmt útreikningum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga lækka framlög til Rangárþings eystra um 6,1% á tímabilinu og er það töluvert meiri lækkun en meðaltals lækkun á landsvísu, sem talin er verða 3,6%.
Árið 2015 voru samþykktar leiðréttingar á framlögum til málefna fatlaðra sem námu um 1,5 milljarði króna. Sú niðurstaða var samkomulag sem byggði á löngu og ítarlegu samráðsferli milli ríkis og sveitarfélaga. Að þurrka nánast út með einu pennastriki þann árangur sem þá náðist er í hróplegu ósamræmi við það samstarf við ríkið sem Samband íslenskra sveitarfélaga hefur lagt mikla vinnu í að styrkja á liðnum áratug.
Einhliða ákvörðun ríkisvaldsins af þessu tagi er í andstöðu við það formlega samráðsferli ríkis og sveitarfélaga sem hefur þróast á undanförnum árum og fela áform þessi í sér algeran trúnaðarbrest gagnvart sveitarfélögunum í landinu. Ekki getur með nokkrum hætti talist eðlilegt að áhersla á að bæta afkomu ríkissjóðs skili sér í skerðingum á tekjum sveitarfélaganna, sem standa undir mjög stórum hluta almannaþjónustu í landinu.
Sveitarstjórn krefst þess að áform um skerðingu tekna Jöfnunarsjóðs verði afturkölluð þegar í stað.
Samþykkt samhljóða.

4. Erindi um tilnefningu fulltrúa á samráðsvettvang Sóknaráætlunar Suðurlands - 1902323
Sveitarstjórn tilnefnir Guðmund Jón Viðarsson og Lilju Einarsdóttur sem kjörna fulltrúa sveitarfélagsins. Sveitarstjórn tilnefnir Elínu Fríðu Sigurðardóttur og Benedikt Benediktson til vara.
Samþykkt samhljóða.

5. Jafnréttisstofa; Beiðni um afhendingu á jafnréttisáætlun - 1904058
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að afhenta Jafnréttisáætlun sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða.

6. Jafnréttisáætlun Rangárþings eystra; 2019-2022 - 1904069
Sveitarstjórn þakkar Jafnréttisnefnd fyrir vel unnin störf við gerð áætlunarinnar. Áætlunin er samþykkt samhljóða og felur sveitarstjórn sveitarstjóra í samvinnu við fjármálastjóra að útbúa kostnaðaráætlun við framkvæmd jafnlaunavottunar skv. meðfylgjandi framkvæmdaáætlun.
Samþykkt samhljóða.

Gestir beðnir að yfirgefa fundarherbergi.
20. Trúnaðarmál - 1904149
Fært í trúnaðarmálabók.

21. Trúnaðarmál - 1903080
Fært í trúnaðarmálabók.

22. Trúnaðarmál - 1904127
Fært í trúnaðarmálabók.

Lilja Einarsdóttir yfirgefur fundinn og Guri Hilstad Olason kemur inn í hennar stað við afgreiðslu mála númer 23 og 24.
23. Trúnaðarmál - 1809023
Fært í trúnaðarmálabók.

24. Stuðningshópur Tryggva Ingólfssonar; spurningar er varðar málefni Tryggva - 1903266
Viðbrögð við bréfi stuðningshóps Tryggva Ingólfssonar.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra er þakklát fyrir þann stuðning og umhyggju sem íbúar sveitarfélagsins sýna sveitunga sínum. Mál Tryggva Ingólfssonar hefur engan látið ósnortinn og hörmum við þá stöðu sem upp er komin. Þar sem spurningar og fullyrðingar í bréfinu eru mjög gildishlaðnar og varða trúnaðarmál, verður þeim ekki svarað efnislega.

Staðreyndin er sú að allir fagaðilar sem leitað hefur verið til hafa verið þeirrar skoðunar að Dvalar- og hjúkrunarheimilið Kirkjuhvoll sé að svo stöddu ekki í stakk búið til að annast tiltekinn einstakling. Rökin sem standa þar að baki eru einnig trúnaðarmál og verða því ekki rakin hér.

Sveitarstjórn Rangárþings eystra og stjórnendur Kirkjuhvols hafa unnið skv. aðgerðaráætlun í málinu. Þar hafa allir aðilar lagt sig heilshugar fram um að finna lausn, sem fyrst og fremst snýr að því að tryggja faglega og örugga umönnun viðkomandi á Kirkjuhvoli og hefur samráð verið haft við fagaðila og yfirvöld heilbrigðismála í öllu ferlinu. Auglýsingar eftir fagmenntuðu starfsfólki hafa því miður ekki borið tilætlaðan árangur. Að ekki skuli fást fagmenntað fólk til starfa á Kirkjuhvoli er áhyggjuefni og endurspeglar vanda á landinu öllu.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra ber fullt traust til starfsfólks og stjórnenda Kirkjuhvols og faglegs mats þess í starfi og harmar þá óbilgjörnu umfjöllun sem starfsfólk Kirkjuhvols hefur fengið í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum þrátt fyrir yfirlýsingar sveitarstjórnar á ferli málsins.
Samþykkt samhljóða.

7. Byggðarráð - 179 - 1903004F
Fundargerð samþykkt samhljóða.
7.1 1903249 - SASS; Svæðisskipulag Suðurhálendið; tilnefning fulltrúa
Byggðarráð tilnefnir Anton Kára Halldórsson og Lilju Einarsdóttur sem aðalfulltrúa og Guðmund Viðarsson til vara.
Samþykkt samhljóða

7.2 1903003F - Fagráð Sögusetursins - 8
Fundargerð samþykkt að öðru leiti.

7.3 1903211 - 12. fundur jafnréttisnefndar; 6. 3. 2019
Fundargerð staðfest.

7.4 1903212 - 13. fundur jafnréttisnefndar; 13.3.2019
Fundargerð staðfest.

7.5 1903207 - 35. fundur; Heilsu- íþrótta og æskulýðsnefndar; 6.3.2019
Fundargerð staðfest.
Sveitarstjórn tekur undir bókun nefndarinnar í 6. lið fundargerðar Heilsu- íþrótta og æskulýðsnefndar. Sveitarstjórn felur skipulags- og byggingarfulltrúa í samvinnu við Samgöngu og umferðarnefnd að vinna að greiningu og úrbótaáætlun. Einnig væri æskilegt að kalla eftir ábendingum íbúa.
samþykkt samhljóða.
7.6 1903280 - Samgöngu- og umferðarnefnd; 11. fundur; 20.3 2019
Sveitarstjóra falið að sækja um styrki í styrkvegasjóð.
Lið 3. önnur mál, vísað til svetiarstjórnar.
Fundargerð staðfest að öðru leiti.
Varðandi lið 3 önnur mál í fundargerð nefndarinnar, samþykkir sveitarstjórn að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna að útfærslu lokunar á Öldubakka tímabundið til reynslu. Samhliða er skipulags- og byggingarfulltrúa falið að vinna að útfærslum á auknu öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda yfir Nýbýlaveg sem og öðrum götum innan þéttbýlis.
Samþykkt samhljóða.
7.7 1903214 - 65. fundur félagsmálanefndar Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslu; 14.3.2019
Fundargerð staðfest

7.8 1903209 - 37. fundur stjórnar félags- og skjólaþjónustu; 12.3.2019
Fundargerð staðfest.

7.9 1903154 - Tónlistarskóli Rangæinga; 11. stjórnarfundur
Fundargerð staðfest.

7.10 1903213 - 544. fundur stjórnar SASS; 1.3.2019
Fundargerð staðfest.

7.11 1903208 - 278. fundur stjórnar Sorpstöðvar suðurlands; 11.3.2019
Fundargerð staðfest.

7.12 1903283 - Héraðsráðsfundur; 14.03.2019
Fundargerð staðfest.

7.13 1903242 - Samband íslenskra sveitarfélaga; 869. fundur; 15.3.2019
Fundargerð löggð fram.

7.14 1903244 - Umboðsmaður alþingis; álit; heimildir sveitarstjórna til valdframsals vegna ráðninga
Bréf umboðsmanns lagt fram.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra ásamt skrifstofu- og fjármálastjóra að yfirfara samþykktir sveitarfélagsins til að tryggja að rétt sé farið að lögum við framsal valds í ráðningamálum. Í framhaldi af þeirri yfirferð upplýsa forstöðumenn stofnanna sveitarfélagsins um skyldur þeirra er varðar ráðningu starfsmanna.
samþykkt samhljóða.
7.15 1902326 - Safnmappa; þingsályktanir og frumvörp til umsagnar 2019


Guðmundur Úlfar Skipulags- og byggingarfulltrúi kemur á fund.
8. Skipulagsnefnd - 68 - 1904001F
Fundargerð samþykkt í heild.
8.1 1511092 - Miðbær; deiliskipulag; endurskoðun
Skipulagsnefnd fór yfir innkomnar athugasemdir og umsagnir við tillöguna. Skipulagsnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að svara athugasemdum og umsögnum í samræmi við umræður á fundinum. Í kjölfar athugasemda verða gerðar óverulegar breytingar á tillögunni og endanleg tillaga mun liggja fyrir á næsta fundi skipulagsnefndar.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar.
8.2 1804020 - Núpur 2; Deiliskipulag
Eftir yfirferð Skipulagsstofnunar komu athugasemdir sem nú hefur verið brugðist við með óverulegum breytingum á tillögunni. Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og mælist til þess að hún verði send aftur til Skipulagsstofnunar til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og að hún verði send aftur til Skipulagsstofnunar til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
8.3 1703021 - Eyvindarholt-Langhólmi; Deiliskipulag
Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma tillögunnar nema frá lögboðnum umsagnaraðilum. Brugðist hefur verið við athugasemdum frá umsagnaraðilum og gerðar óverulegar breytingar á tillögunni. Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og mælist til þess að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og að hún verði send aftur til Skipulagsstofnunar til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
8.4 1901037 - Brúnir 1; Aðalskipulagsbreyting
Skipulagstillagan var auglýst frá 20. febrúar til 3. apríl 2019. Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma nema frá lögboðnum umsagnaraðilum, og er búið að bregðast við þeim öllum og gera óverulegar breytingar á tillögunni. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði samþykkt og send til staðfestingar Skipulagsstofnunar skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og að hún verði send til staðfestingar Skipulagsstofnunar skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
8.5 1805024 - Brúnir 1; Deiliskipulag
Skipulagstillagan var auglýst frá 20. febrúar til 3. apríl 2019. Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma nema frá lögboðnum umsagnaraðilum, og er búið að bregðast við þeim öllum með óverulegum breytingum á tillögunni. Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og mælist til þess að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og að hún verði send aftur til Skipulagsstofnunar til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
8.6 1901010 - Útskák; Aðalskipulagsbreyting
Lýsing aðalskipulagsbreytingar hefur nú þegar verið auglýst og umsagnarfrestur liðinn. Umsagnir bárust frá lögboðnum umsagnaraðilum. Tillagan hefur verið kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með opnu húsi hjá skipulagsfulltrúa 16. janúar 2019. Skipulagsnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki tillöguna til auglýsingar og eftir yfirferð Skipulagsstofnunar verði hún auglýst skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna til auglýsingar og eftir yfirferð Skipulagsstofnunar verði hún auglýst skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
8.7 1902167 - Landeyjahöfn; Framkvæmdaleyfi fyrir hleðslustöð og spenni
Skipulagsnefnd samþykkir veitingu framkvæmdaleyfis með fyrirvara um breytingar á gildandi deiliskipulagi.
Sveitarstjórn samþykkir veitingu framkvæmdaleyfis með fyrirvara um breytingar á gildandi deiliskipulagi.
8.8 1903146 - Landskipti; Hesteyrar 3
Skipulagsnefnd bendir á að gera þarf kröfu um aðgengi að lóðinni Heysteyrum 3 á uppdrætti. Að öðru leyti gerir skipulagsnefnd ekki athugasemd við landskiptin og heitið á spildunni.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar og samþykkir landskiptin og heitið á spildunni.
8.9 1903177 - Landskipti; Hólmur
Skipulagsnefnd bendir á að gera þarf kröfu um aðgengi að lóðinni Hólmur 2 á uppdrætti. Að öðru leyti gerir skipulagsnefnd ekki athugasemd við landskiptin og heitið á spildunni.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar og samþykkir landskiptin og heitið á spildunni.
8.10 1903201 - Umsókn um lóð
Skipulagsnefnd samþykkir úthlutun lóðarinnar.
Sveitarstjórn samþykkir úthlutun lóðarinnar.
8.11 1903377 - Deiliskipulag; Ystabælistorfa, óveruleg breyting
Að mati skipulagsnefndar er um óverulega frávik frá gildandi deiliskipulagi að ræða. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði afgreidd skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og að hún verði afgreidd skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
8.12 1903387 - Umsókn um flutning á húsi; Gimbratún 33
Skipulagsnefnd samþykkir flutning á húsi á lóðina Gimbratún 33. Skipulagsnefnd hafnar ósk um staðsetningu á húsi utan byggingareits.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar.
8.13 1904002 - Umsókn um stöðuleyfi
Skipulagsnefnd samþykkir veitingu stöðuleyfs fyrir tvo 40 feta geymslugáma undir áhöld tengd rekstri hótelsins. Skipulagsnefnd hafnar veitingu stöðuleyfis undir fjögur stöðuhýsi fyrir starfólk þar sem um er að ræða byggingarleyfisskylda framkvæmd.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar.
Guðmundur Úlfar Skipulags- og byggingarfulltrúi fer af fundi.

9. Menningarnefnd - 26 - 1902007F
Fundargerð staðfest.
9.1 1903079 - Menningarnefnd; stofnun menningarsjóðs
Þórður Freyr Sigurðarson, verkefnastjóri hjá SASS kom inn á fundinn og veitti ráðgjöf um gerð reglna fyrir Menningarsjóð Rangárþings eystra. Reglunum vísað til samþykktar í sveitarstjórn.
Sveitastjórn samþykkir úthlutunarreglur menningarnefndar með áorðnum breytingum á 7. lið. Sveitarstjórn leggur til að febrúar úthlutun sjóðsins árið 2019 verði auglýst og fari fram nú á vordögum.
Samþykkt samhljóða.
9.2 1902435 - Beiðni um styrk; vegna útgáfu bókarinnar Leitin að Njáluhöfundi
Menningarnefnd þakkar fyrir umsóknina. Verið er að leggja lokahönd á úthlutunarreglur fyrir Menningarsjóð Rangárþings eystra. Umsóknin verður tekin fyrir eftir að auglýst hefur verið eftir styrkjum úr þeim sjóði.

9.3 1903264 - Beiðni um styrk; útiljósmyndasýning 2019
Menningarnefnd þakkar fyrir umsóknina. Verið er að leggja lokahönd á úthlutunarreglur fyrir Menningarsjóð Rangárþings eystra. Umsóknin verður tekin fyrir eftir að auglýst hefur verið eftir styrkjum úr þeim sjóði.

9.4 1903364 - Beiðni um styrk; Tónleikar í Þykkvabæjarkirkju og Breiðabólstaðarkirkju
Menningarnefnd þakkar fyrir umsóknina. Verið er að leggja lokahönd á úthlutunarreglur fyrir Menningarsjóð Rangárþings eystra. Umsóknin verður tekin fyrir eftir að auglýst hefur verið eftir styrkjum úr þeim sjóði.

9.5 1903252 - Páskar í Rangárþingi eystra 2019
Menningarnefnd lýsir yfir ánægju sinni með þetta frábæra verkefni og er til taks ef þurfa þykir.

9.6 1903253 - Önnur mál; 26. fundur Menningarnefndar
Kjötsúpuhátíð 2019

Menningarnefnd ákveður að halda opinn íbúafund um Kjötsúpuhátíðina 2019 í byrjun apríl þar sem að íbúum mun gefast kostur á að ræða um framkvæmd og undirbúning hátíðarinnar.


10. 13. fundur; Velferðarnefnd; 26. mars 2019a - 1904071
Fundargerð staðfest.

11. 41. fundur; Fræðslunefnd; 3. apríl 2019 - 1904136
Sveitarstjórn samþykkir að veittur verði auka starfsdagur starfsmanna við leikskólan Örk á skólaárinu 2019-2020 skv. 6. lið í fundargerð nefndarinnar.
Fundargerð 41. fundar fræðslunefndar staðfest að öðru leiti.

12. 38. fundur stjórnar Félag- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu; 26. mars 2019 - 1904074
Sveitarstjórn samþykkir ákvörðun stjórnar skv. 1. lið fundargerðar og lýsir yfir ánægju með niðurstöðu málsins.
Skv. 3. lið fundargerðar samþykkir sveitarstjórn fyrir sitt leiti að ráðin verði kennsluráðgjafi í 70-100% stöðu skv. ábendingu stjórnar.
Í Hvolsskóla eru starfandi sérkennarar og tekur því sveitarstjórn undir bókun stjórnarinnar um að tafarlaust verði ráðnir sérkennarar til starfa við alla aðra grunnskóla á svæðinu.
Fundargerð staðfest í heild sinni.

13. Samráðsnefnd sorpsamlaganna á suðvesturlandi; fundargerð; 18. mars 2019 - 1904076
Fundargerð lögð fram.

14. Lögreglustjórinn á Suðurlandi; kynning á löggæslu og almannavörnum í sveitarfélaginu - 1904147
Heimsókn kl 13.00
Kjartan Þorkelsson lögreglustjóri og Björn Ingi Jónsson verkefnastjóri almannavarna á Suðurlandi koma og kynna sín störf.

Gestir
Björn Ingi Jónsson - 13:00
Kjartan Þorkelsson - 13:00
Sveitarstjórn þakkar þeim Kjartani Þorkelssyni og Birni Inga Jónssyni fyrir fróðlega og upplýsandi kynningu á starfsemi embætti Lögreglustjórans á Suðurlandi. Sveitarstjórn lýsir yfir ánægju sinni hversu mikið embættið hefur elfst og uppbygging gengið vel svæðinu til heilla.

15. Ferðamenn í Rangárþingi eystra 2008 - 2018 - 1904006
Skýrslan lögð fram til kynningar.
Í ljósi stór aukinnar fjölgunar gesta sem ferðast með bílaleigubílum skorar sveitarstjórn á stjórnvöld að styðja betur við almenningssamgöngur og efla verulega viðhald og uppbyggingu á vegum í sveitarfélaginu. Í Rangárþingi eystra eru gríðarlega fjölsóttir áfangastaðir og slysahætta á vegum hefur aukist mjög mikið.

16. Bréf um almennt eftirlit með fjármálum og fjármálastjórn sveitarfélaga - 1904057
Lagt fram til kynningar.

17. Fundur vegna þjóðlendumála - 1807019
Forsætisráðuneytið hyggst halda fund mánudaginn 3. júní nk. í Hvoli Hvolsvelli.
Lagt fram til kynningar.

18. Styrktarsjóður EBÍ; óskað eftir umsóknum vegna úthlutunar 2019 - 1904133
Sveitarstjóra falið að sækja um styrk fyrir hönd sveitarfélagsins.

19. Safnmappa; þingsályktanir og frumvörp til umsagnar 2019 - 1902326
Bókun sveitarstjórnar vegna fyrirhugaðs frumvarps um innflutning á hráu kjöti.

Sveitarstjórn Rangárþings eystra lýsir yfir vonbrigðum sínum með framkomið frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, lögum nr. 93/1995 um matvæli og lögum nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.

Landbúnaður er ein af grunnstoðum atvinnulífs í Rangárþingi eystra sem nauðsynlegt er að standa vörð um. Með breytingum á ofangreindum lögum er verið að tefla í tvísýnu lýðheilsu þjóðarinnar, ógna hreinleika íslenska búfjárstofnsins auk þess sem grafið er undan fæðuöryggi Íslendinga.

Sveitarstjórn Rangárþings eystra hvetur íslensk stjórnvöld til að kanna til hlítar hvort ekki megi endurskoða viðkomandi ákvæði innan EES samningsins með það að markmiði að sækja um undanþágu fyrir Ísland vegna sérstöðu landsins m.a. með tilliti til lítillar notkunar á sýklalyfjum í landbúnaði og alþjóðlegra skuldbindinga hvað varðar verndun íslenskra búfjárkynja.

Sveitarstjórn gagnrýnir einnig hversu skammt á veg undirbúningur fyrirhugaðra mótvægisaðgerða virðist vera kominn og styður framkomnar kröfur um að innflutt kjöt og egg verði ekii leyst úr tolli fyrr en Matvælastofnun hefur staðfest með sýnatöku að ekki séu sýklalyfjaónæmar bakteríur til staðar í viðkomandi vörum.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:46