Sveitarstjórn Rangárþings eystra

Fundargerð

236. fundur sveitarstjórnar Rangárþings eystra haldinn í félagsheimilinu Njálsbúð fimmtudaginn 8. mars 2018, kl. 12:00.
Mætt:   Ísólfur Gylfi Pálmason, Jóhanna Elín Gunnlaugsdóttir, varamaður Benedikts Benediktssonar, Þórir Már Ólafsson, Guðmundur Viðarsson, Birkir Arnar Tómasson, Christiane L. Bahner og Lilja Einarsdóttir, oddviti, sem setti fundinn og stjórnaði honum. 
Fundargerð ritaði Árný Lára Karvelsdóttir, markaðs- og kynningarfulltrúi.
Oddviti bauð fundarmenn velkomna um leið og hann leitaði eftir athugasemdum við fundarboðið. Oddviti greinir frá því að liður 11 fellur niður. Ákveðið að halda næsta sveitarstjórnarfund miðvikudaginn 11. apríl.
Gengið var til formlegrar dagskrár:

Dagskrá:
Erindi til sveitarstjórnar:

1.1802024 169. Fundur Byggðarráðs Rangárþings eystra. 22.02.2018. Staðfest.
2.1803007 Lántaka hjá Lánasjóði sveitarfélaga.
Ákvörðun um að taka skammtímafjármögnun hjá Lánasjóði sveitarfélaga:
Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að taka skammtímalán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð allt að kr.310.000.000 frá og með 15.02.2018 með gjalddaga 23.03.2018 í samræmi skilmála skammtímaláns sem liggur fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér. Lánið er tekið á grundvelli langtímalánsumsóknar hjá Lánasjóði sveitarfélaga.

Er lánið tekið til að fjármagna byggingu á hjúkrunarheimilinu Kirkjuhvoli og bæjarskrifstofu Rangárþings eystra sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3.gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Ísólfi Gylfa Pálmasyni, sveitarstjóra, kt. 170354-3039 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Rangárþings eystra að undirrita skammtímalánasamning við Lánasjóð sveitarfélaga.

Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins:

Sveitarstjórn Rangárþing eystra samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð allt að kr. 400.000.000, með lokagjalddaga þann 5. nóvember 2055, í samræmi við það lánstilboð/skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér.

Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Er lánið tekið til að fjármagna byggingu á hjúkrunarheimilinu Kirkjuhvoli og bæjarskrifstofu Rangárþings eystra sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3.gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Ísólfi Gylfa Pálmasyni, sveitarstjóra, kt. 170354-3039 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Rangárþings eystra að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita, gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Lánsfjárhæð verður m.a. ráðstafað til uppgreiðslu skammtímaláns upp á 310.000.000 frá og með 15.02.2018 með gjalddaga 23.03.2018.

Samþykkt samhljóða.

3.1802031 Drög að Áfangastaðaáætlun DMP.
Samþykkt að vísa drögunum til umfjöllunar á sameiginlegum fundi Umhverfisnefndar og Markaðs- og atvinnumálanefndar. Markaðs- og kynningarfulltrúa falið að boða fundinn, og sitja hann, ásamt formönnum nefndanna. Umsögn nefndanna þarf að berast sveitarstjórn fyrir 28. mars 2018.
4.1802048 Njálsgerði 11: Kauptilboð.
Samþykkt samhljóða að taka kauptilboðinu að upphæð kr. 32.000.000.
5.1803005 Tillaga D-lista um endurnýjun á húsbúnaði fyrir félagsheimilið Njálsbúð.
Tillaga D-lista um kaup á húsbúnaði fyrir félagsheimilið Njálsbúð.
Við undirritaðir leggjum til við sveitarstjórn Rangárþings Eystra að vinna verði sett í gang við endurnýjun á húsbúnaði fyrir félagsheimilið Njálsbúð, svo og þann búnað sem vantar í eldhús félagsheimilissins.
Greinargerð:
Þegar hafa innanstoksmunir verið uppfærðir í hluta félagsheimila sveitarfélagssins og teljum við að nú sé upplagt að taka fyrir endurnýjun á munum í Njálsbúð.  Til að salur og eldhús félagsheimilissins teljist ákjósanlegur salur til veisluhalda og útleigu verðum við að búa svo um að nauðsynlegur búnaður sé til staðar og í ásættanlegu ástandi.  Það er mat okkar að nú sé tækifæri til endurnýjunar á búnaði þar sem stór hluti hússins er þegar í leigu og skilar tekjum.  Þá má ætla að vel búið hús muni skila auknum leigutekjum  ásamt því að aukið líf geti færst í húsið.  Teljum einsýnt að samráð verði haft við Kvennfélagið Bergþóru um val á því sem endurnýja þarf.
Birkir Tómasson
Guðmundur Viðarsson
Sveitarstjórn tekur vel í tillöguna og sveitarstjóra falið í samvinnu við húsverði og kvenfélag að greina þarfir og leita tilboða. Sveitarstjórn gerir jafnframt að tillögu sinni að samskonar vinna verði gerð í öðrum félagsheimilum sveitarfélagsins þar sem farið verði í þá vinnu að meta og kostnaðargreina þarfir fyrir endurnýjun borð- og húsbúnaðar. Vinnan fari fram í samvinnu við húsverði og hlutaðeigandi aðila á hverjum stað.
Samþykkt samhljóða.

6.1607002 Fornleifastofnun Íslands: Drög að samning um aðalskráningu fornleifa í Rangárþingi eystra.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að ganga frá samningnum.
7.1712048 Samkomulag milli landeigendafélags Seljalandsfoss og sveitarfélagsins Rangárþings eystra.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra gerir eftirfarandi athugasemdir við samkomulagið:
Liður 10: Fellt verði út í lok greinar „og verður aldrei lægra en nú er.“
Liður 11: Verður eftirfarandi:
Stofnframlag í hinu nýja félagi verður m.a. gjaldtökubúnaður og afnotaréttur af mannvirkjum sem fyrir eru á hinu deiliskipulagða svæði auk 9.755.000 kr.- níumilljónirsjöhundruðfimmtíuogfimmþúsund krónur í peningum sem greitt verður af reikningi Seljalandsfoss ehf. og hefur verið aflað með þjónustugjöldum árið 2017. Leita skal ráðgjafar PWC á Hvolsvelli varðandi nánari útfærslu á stofnhlutaféi hins nýja félags.
Liður 12: Fella þennan lið alveg út.
Liður 13: Fella út eftirfarandi: 
Fjármögnun þjónustumiðstöðvarinnar verður með eiginfjárframlagi rekstrarfélagsins og lánsfé. Fyrirhuguð þjónustumiðstöð verður í aðskildu fasteignafélagi en að fullu í eigu hins nýja rekstrarfélags, þ.e. dótturfélag hins nýja rekstrarfélags. Ef talið er að annað fyrirkomulag henti betur en að þjónustumiðstöðin verði dótturfélag munu verða gefin út A og B bréf í fasteignafélaginu í sömu eignarhlutföllum og hinu nýja rekstrarfélagi, þ.e. A bréf verða 50:50 og B bréf í hlutföllum 65:35. Seljalandsfoss ehf. með 65% í B bréfum og Rangárþing eystra 35%.
Samningsaðilum sveitarfélagsins falið að vinna áfram að málinu.
8.1802051 Rangárþing eystra: Umsjónarmaður umhverfismála.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða. Sveitarstjóra falið að auglýsa starfið laust til umsóknar.
9.1803004 Samband íslenskra sveitarfélaga: Breytingar á mannvirkjalögum.
Tillögur Sambands íslenskra sveitarfélaga til umfjöllunar:
  
Sveitarstjórn lýsir yfir áhyggjum sínum vegna fyrirhugaðra breytinga á mannvirkjalögum er varða faggildingu byggingafulltrúa og tekur heilshugar undir tillögur Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sveitarstjórn telur mikilvægt að skilgreiningar á öllum viðmiðum séu með mjög skýrum hætti. Auk landfræðilegra áhrifa komi skýrt ákvæði um íbúafjölda bak við faggildingarkröfur vegna mjög aukins kostnaðar.

10.1802045 57. Fundur Skipulagsnefndar Rangárþings eystra. 1. mars 2018.
SKIPULAGSMÁL:
180247Langidalur – Fyrirspurn vegna langingar rafstrengs
Arnþór Þórðarson f.h. Ferðafélags Íslands óskar eftir áliti sveitarfélagasins á hugsanlegri lagninu rafstrengs milli Húsadals og Langadals í Þórsmörk. Fyrirhuguð lega strengsins yrði að mestu í gönguleið á milli svæðanna.  
Skipulagsnefnd tekur vel í erindið. Að mati nefndarinnar er um framkvæmdaleyfisskylda framkvæmd að ræða. Mikilvægt er að gott samráð verði haft við alla hagsmunaaðila á svæðinu þ.á.m Rarik, Forsætisráðuneytið og Skógræktina á undirbúningstíma framkvæmdarinnar. 
Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar. 

1802046Fornhagi - Deiliskipulag
Svava Björk Jónsdóttir f.h. Meiriháttar ehf. kt. 441291-1599, óskar eftir heimild til að vinna deiliskipulag fyrir hluta af jörðinni Fornhaga ln. 189779, Rangárþingi eystra. Tillagan mun gera ráð fyrir smáhýsum til útleigu, tjaldsvæði fyrir tjöld, tjaldvagna og húsbíla. Á svæðinu yrði einnig virk miðstöð sem mun styrkja nágrannasvæðin og bændur í kring með möguleika að koma og selja vörur á svæðinu auk þess sem að leitast er við sem mestri sjálfbærni. Umhverfisvænar lausnir verða í fyrirrúmi og samstarf við nærumhverfi virkjað. Smáhýsin verða þannig hönnuð að þau munu falla inn í umhverfið á sem smekklegastan hátt og að sem minnst rask verði á framkvæmdatíma. 
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð. Að mati nefndarinnar þarf skipulagsvinnan að byrja á gerð lýsingar fyrir deiliskipulagstillöguna sem kynnt verðu almenningi og óskað eftir umsögnum lögbundinna umsagnaraðila.  
Sveitarstjórn heimilar deiliskipulagsgerð og samþykkir bókun nefndarinnar. 

1802040Seljalandheiðarnáma – Ákvörðun um matsskyldu
Í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 og 12. gr. reglugerðar nr. 660/2015 um mat á umhverfisáhrifum tilkynnti Vegagerðin, Skipulagsstofnun fyrirhugaða 40.000m³ efnistöku í Seljalandsheiðarnámu. Í bréfi Skipulagsstofnunar frá 22. febrúar 2018 varðandi ákvörðun um matsskyldu koma fram eftirfarandi ákvörðunarorð:
„Í samræmi við 6. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum hefur Skipulagsstofnun farið yfir þau gögn sem lögð voru fram af hálfu Vegagerðarinnar við tilkynningu og umsagnir. Á grundvelli þessara gagna og að teknu tilliti til viðmiða í 2. viðauka við lög um mat á umhverfisáhrifum er það niðurstaða Skipulagsstofnunar að fyrirhuguð allt að 40.000m³ efnistaka í Seljalandsheiðarnámu sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.“ 
Lagt fram til kynningar. 

1802038 Guðnastaðir - Landskipti
Guðni Ragnarsson kt. 240177-4209 og Arnheiður Einarsdóttir kt. 310878-5889, óska eftir því að skipta 19.985m² í 6 skikum úr jörðinni Guðnastaðir ln. 163860 skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Eflu dags. 22. 01.2018. Óskað er eftir því að hið nýja land fái heitið Greifabúið. Lögbýlisréttur mun áfram fylgja jörðinni Guðnastaðir ln. 163860. 
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og heitið á spildunni. 
Sveitarstjórn samþykkir landskiptin og heitið á spildunni. 
 
1802052Varmahlíð – Umsókn um stöðuleyfi
Orri Guðmundsson kt. 240388-2439, sækir um stöðuleyfi fyrir matvagni á jörðinni Varmahlíð ln. 163815, skv. meðfylgjandi erindi og afstöðumynd. Fyrirhuguð staðsetning er sunnan þjóðvegar við Holtsós. Óskað er eftir stöðuleyfi fyrir tímabilið 01.03.2018 – 01.10.2018. 
Skipulagsnefnd samþykkir veitingu stöðuleyfis með fyrirvara um samþykki Vegagerðarinnar vegna aðkomu að svæðinu. 
Guðmundur Viðarsson víkur af fundi við afgreiðslu erindisins. 
Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar. 

Sveitarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsnefndar í heild sinni. 

11.Dagskrárliður fellur út.
12.Heimsókn: Sólbjört Sigríður Gestsdóttir.
Sólbjört fór vítt og breitt yfir starfsemi leikskólans. Sveitarstjórn þakkar Sólbjörtu fyrir gott og metnaðarfullt starf og lýsir yfir ánægju sinni með góða mönnun leikskólans.


Fundargerðir:
1.1802044 52. fundur félagsmálanefndar Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu. 15.02.2018.
II-1 Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkir uppfærðar reglur um fjárhagsaðstoð fyrir sitt leiti.
II-2 Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkir hækkun á greiðslum til stuðningsfjölskyldna í málaflokki fatlaðs fólks fyrir sitt leiti.
2.1803006 30. fundur stjórnar félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu. 27.02.2018.
Liður 3: Sveitarstjórn Rangárþings eystra tekur heilshugar undir álit stjórnenda og stjórnarmanna og styður það eindregið að deildunum verði skipt upp og stofnað verði sér byggðasamlag utan um Skólaþjónustudeildina.
3.1802053 Samband íslenskra sveitarfélaga: Stjórnarfundur nr. 857. Staðfest.

Mál til kynningar:
1.1802040 Skipulagsstofnun: Ákvörðun um matsskyldu vegna Seljalandsheiðarnámu.
2.1802049 Styrktarsjóður EBÍ.
3.1802050 Landbúnaðarháskóli Íslands: Samstarfssamningur um þátttöku í styrkumsókn NoTE verkefnisins

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14:55

____________________          _______________________
Lilja Einarsdóttir                       Ísólfur Gylfi Pálmason
                                  
______________________                    ______________________
Þórir Már Ólafsson                             Jóhanna Elín Gunnlaugsdóttir
                                                                 
_______________________                    _______________________    
Birkir Arnar Tómasson                             Guðmundur Viðarsson

______________________
Christiane L. Bahner