233. fundur sveitarstjórnar Rangárþings eystra haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Hlíðarvegi 16, fimmtudaginn, 14. desember 2017, kl. 12:00.
Mætt:   Ísólfur Gylfi Pálmason, Benedikt Benediktsson, Þórir Már Ólafsson, Guðmundur Viðarsson, Birkir Arnar Tómasson, Christiane L. Bahner og Lilja Einarsdóttir, oddviti, sem setti fundinn og stjórnaði honum. 
Fundargerð ritaði Árný Lára Karvelsdóttir, markaðs- og kynningarfulltrúi.
Oddviti bauð fundarmenn velkomna um leið og hann leitaði eftir athugasemdum við fundarboðið. 
Gengið var til formlegrar dagskrár:

Dagskrá:
Erindi til sveitarstjórnar:
1.Gjaldskrá Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs.
Samþykkt samhljóða.
2.1712019 Brunavarnir Rangárvallasýslu bs.: Skipting framlaga til brunavarna Rangárvallasýslu bs. 2018.
Samþykkt samhljóða.
3.1711021 Lækkun álagningarprósentu fasteignagjalda í A-stofni.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkir að lækka álagningaprósentu fasteignagjalda í 0.370 frá fyrri umræðu  af fasteignamati í A stofni sem eru íbúðarhús, erfðarfestuland í dreifbýli og jarðeignir, útihús og mannvirki á bújörðum sem sem tengd eru landbúnaði,  öll hlunnindi og frístundahús ásamt með lóðaréttindum. Þetta er gert vegna hækkunar á fasteignamati í sveitarfélaginu eftir nánari útreikninga og lágmarkar áhrif hækkunar fasteignamats á fasteignagjöld í sveitarfélaginu.
4.1711021 Tillaga að fjárhagsáætlun Rangárþings eystra 2018-2021. Seinni umræða. 

Áætlaðar heildartekjur Rangárþings eystra (aðalsjóðs, A- og B hluta) nema alls 1.785 m. kr. Heildarútgjöld án fjármagnsliða eru áætluð 1.615 m.kr. og þar af reiknaðar afskriftir 91m.kr.  Veltufé frá rekstri 254.6 m.kr.  Niðurstaða án fjármagnsliða er áætluð 170.2 m. kr.  Rekstrarniðurtaða jákvæð um kr. 139.4 m.kr.

Í eignfærða fjárfestingu verður varið                        404,0  mkr.
Afborgun lána                                                            59,5  mkr.
Tekin ný langtímalán                                                 200,0  mkr.
Skuldir og skuldbindingar eru áætlaðar í árslok        958,98 mkr.
Eigið fé er áætlað í árslok                                       1.965,8   mkr.

Fjárhagsáætlun Rangárþings eystra 2018-2021 er samþykkt samhljóða.
5.1502007 PricewaterhouseCooper ehf.: Viðauki við samning dags 19.12.2014 um endurskoðun fyrir Rangárþing eystra.
Samþykkt samhljóða. Sveitarstjóra falið að skrifa undir samninginn.
6.1709067 Hestamannafélagið Geysir: Þjónustusamningur vegna útbreiðslu hestamennsku í íþróttastarfi barna og unglinga.
Sveitarstjórn tekur vel í erindið og felur sveitarstjóra að vinna áfram að samningsdrögum með formanni Hestamannafélagsins Geysis.
7.1712013 Hestamannafélagið Sindri: Beiðni um styrk.
Samþykkt að veita styrk upp á kr. 50.000 kr.-
8.1712014 Skeiðvangur: Beiðni um styrk vegna ljósleiðaratengingar.
Samþykkt að veita styrk til ljósleiðaratengingar.
9.1712032 Héraðsnefndir Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu: Samkomulag um deiliskipulagt land Ytri-Skóga.
Samþykkt samhljóða.
10.1711093 Stórólfsvöllur: Tillaga um kaup á landi af Héraðsnefnd Rangæinga.
Samþykkt að fela Ísólfi Gylfa og Birki að ganga til samninga við Héraðsnefnd Rangæinga um kaup á landi Stórólfsvallar.
11.Framtíð Sögusetursins.
Samþykkt að sveitarstjóra sé falið að halda áfram viðræðum við mögulega rekstraraðila. Framlög sveitarfélagsins til Sögusetursins verða ekki hækkuð.  Samþykkt með 5 atkvæðum LE, ÍGP, BB, ÞMÓ og CLB. BAT og GV sitja hjá.
12.1712001 Hvolstún 13: Fyrirhuguð afturköllun lóðar.
Samþykkt að gefa frest til 15. febrúar 2018.
13.1712003 54. fundur skipulagsnefndar Rangárþings eystra. 7.12.2017.
SKIPULAGSMÁL:
1.1712007Stóri-Kollabær - Landskipti
Hreinn Óskarsson f.h. Skógræktarinnar kt. 590269-3449, óskar eftir því að skipta lóð undir íbúðarhús úr jörðinni Stóri-Kollabær ln. 164042, skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Hreini Óskarssyni dags. 20. nóv. 2017. Lögbýlisréttur mun áfram fylgja Stóra-Kollabæ ln. 164042.  
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin.
Sveitarstjórn samþykkir landskiptin.  
2.1712006Moldnúpur – Ósk um aðalskipulagsbreytingu og heimild til deiliskipulagsgerðar
Eyja Þóra Einarsdóttir kt. 270155-3839 og Jóhann Frímannsson kt. 140952-3709, óska eftir því að gerð verði breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024, þar sem gert verði ráð fyrir allt að 6 ha. verslunar- og þjónustusvæði austan Moldnúps meðfram Skálavegi 246. Gert er ráð fyrir að byggja upp gistiheimili/hótel ásamt veitingaaðstöðu og tengdri þjónustu fyrir allt að 130 gesti. Þjónustan verði byggð upp í þremur til fimm byggingum, á einni til þremur hæðum. Heildarbyggingarmagn verði allt að 3500 m². Einnig er óskað eftir heimild til að vinna deiliskipulag fyrir umrætt svæði. 
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að gerð verði breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024, enda fellur umrætt svæði að sambærilegri þjónustu. Einnig leggur nefndin til að deiliskipulagsgerð verði heimiluð. 
Sveitarstjórn samþykkir að gerð verði breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra þar sem gert verði ráð fyrir verslunar- og þjónustusvæði austan Moldnúps. Sveitarstjórn heimilar deiliskipulagsgerð. 
3.1712005Húsadalur – Umsókn um leyfi fyrir tjöldum
Bjarni Freyr f.h. Stjörnunótt ehf kt. 601211-0680, óskar eftir leyfi fyrir uppsetningu á 13 tjöldum í Húsadal, ásamt pöllum umhverfis þau, skv. meðfylgjandi gögnum.  
Skipulagsnefnd hafnar beiðninni. 
Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar. 
4.1712004Gunnarsgerði 1a-1d – Lóðarumsókn
Xinglin Xu kt. 300685-4399, óskar eftir því að fá úthlutað lóðinni Gunnarsgerði 1a-1d, til byggingar raðhúss.
Skipulagsnefnd samþykkir úthlutun lóðarinnar.
Sveitarstjórn samþykkir úthlutun lóðarinnar.    
5.1703016Ytri-Skógar – Deiliskipulagsbreyting
Rangárþing eystra hefur unnið að deiliskipulagsbreytingu fyrir Ytri-Skóga. Deiliskipulagsbreytingin tekur til svæðis umhverfis Skógafoss. Helstu breytingar sem tillagan tekur til eru að öll bílastæði eru færð út fyrir friðlýsta svæðið við Skóga. Lagt er til að friðlýsta svæðið verði stækkað til samræmis við breyttan farveg Skógár frá friðlýsingu. Salernis- og aðstöðuhús er fært út fyrir svæðið og útbúinn byggingarreitur í aðkomu við ný bílastæði. Rotþrær eru fjarlægðar af friðlýsta svæðinu og gert ráð fyrir sameiginlegu hreinsivirki á nýjum stað. Meiri áhersla er lögð á að bæta aðstöðu á láglendi framan við fossinn. Gert er ráð fyrir að stígakerfi verði lagfært og stígar hannaðir nægjanlega rúmir til að taka við mikilli aðsókn ferðamanna. Deiliskipulagsbreytingin var auglýst frá 3. júlí 2017, með athugasemdafresti til 14. ágúst 2017. Þrjár athugasemdir bárust auk umsagna lögbundinna umsagnaraðila.
Skipulagsnefnd fer yfir innsendar athugasemdir og umsagnir við tillöguna. Nefndin samþykkir viðbrögð og svör við athugasemdum og umsögnum dags. 7. desember 2017. Svör verða send til þeirra er gerðu athugasemdir. Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagsbreytinguna með óverulegum breytingum. Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir svör við athugasemdum og umsögnum dags. 7. desember 2017. Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og að hú verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.  
6.1405009Lambafell – Deiliskipulag
Runólfur Sigurðsson f.h. Welcome Apartments ehf. kt. 631110-0100, leggur fram lýsingu deiliskipulags fyrir hluta jarðarinnar Lambafell. Tillaga að deiliskipulagi fyrir sama svæði hefur áður verði til meðferðar en vegna talsverðra breytinga á áformum er tillagan sett í ferli að nýju. Lýsingin tekur til lóðar sem skipt verður úr jörðinni Lambafell. Fyrirhugað er að byggja á lóðinni allt að 90 herbergja hótel auk þjónustubyggingar. Áæltað heildar byggingarmagn verður allt að 2500m² í nokkrum stakstæðum húsum með tengibyggingum á milli þeirra. Miðað er við að framkvæmdin verði áfangaskipt. 
Skipulagsnefnd samþykkir að lýsingin verði kynnt fyrir almenningi og send til umsagnar lögbundinna umsagnaraðila skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 
Sveitarstjórn samþykkir að lýsingin verði kynnt fyrir almenningi og send til umsagnar lögbundinna umsagnaraðila skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 
7.1712009Bollakot – Landskipti
Sigrún Þórarinsdóttir kt. 290563-5269 og Ólafur Þorri Gunnarsson kt. 191258-3479, óska eftir því að skipta lóðunum Sóltúni, Miðkoti og Bollakoti 1, úr jörðinni Bollakot ln. 163995, skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Steinsholti dags. 24. október 2017. Lögbýlisréttur mun áfram fylgja Bollakoti ln. 163995.   
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptið og heitið á lóðunum. 
Þórir Már Ólafsson víkur við afgreiðslu erindisins. 
Sveitarstjórn samþykkir landskiptin og heitið á lóðunum. 
8.1712008Seljalandsheiði náma E-422 – Ósk um óverulega breytingu á aðalskipulagi
Sigurður Sigurðarson f.h. Vegagerðarinnar kt. 680269-2899, óskar eftir því að gerð verði óveruleg breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Landeyjahöfn þarf Vegagerðin að vinna sprengt grjót og kjarna til framkvæmdarinnar. Breytingin tekur til námu í Seljalandsheiði E-422. Óskað er eftir því að stærð námunnar verði breytt úr 40.000m² í 80.000m² og efnismagni breytt úr 500.000m³ í 600.000m³. 
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að gerð verði óveruleg breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024 skv. beiðni Vegagerðarinnar. 
Sveitarstjórn samþykkir að gerð verði óveruleg breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024 skv. beiðni Vegagerðarinnar. 
Sveitarstjórn samþykkir að öðru leyti fundargerð 54. fundar skipulagsnefndar. 

Fundargerðir:
1.1712020 29. fundur Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefndar. 22.11.2017. Staðfest.
Liður 1: Sveitarstjórn tilnefnir Benedikt Benediktsson í starfshóp um afreksstefnu Rangárþings eystra.
2.1712024 36. fundur Fræðslunefndar. 23.11.2017. Staðfest.
3.1712025 Fundur í starfsnefnd um hreyfingu eldri borgara í Rangárþingi eystra. 21.11.2017. Staðfest.
4.1712034 Fundur fulltrúa landeigendafélags við Seljalandsfoss og Rangárþings eystra. 29.11.2017. Staðfest.
Lagt fram til kynningar. Samningsaðilum falið að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður fundarins.
5.1712021 53. fundur Brunavarna Rangárvallasýslu bs. 28.11.2017. Staðfest.
Fjárhagsáætlun Brunavarna Rangárvallasýslu bs. lögð fram og staðfest.
6.1712023 192. fundur stjórnar Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs. 28.11.2017. Staðfest.
Fjárhagsáætlun Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs. lögð fram og staðfest.
7.1712022 9. fundur Héraðsnefndar Rangæinga. 7.12.2017. Staðfest.
Fjárhagsáætlun Héraðsnefndar Rangæinga lögð fram og staðfest.
8.1712015 Fundur í stjórn Byggðasafnsins í Skógum. 28.11.2017. Staðfest.
9.1712026 Fundur í þjónustuhóp aldraðra. 16.10.2017. Staðfest.
10.1712017 526. fundur í stjórn SASS. 10.11.2017. Staðfest.
11.1712018 854. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. 24.11.2017. Staðfest.
12.1712028 Aðalfundur Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. 19.10.2017. Staðfest.
13.1712029 28. fundur stjórnar byggðarsamlagsins Bergrisans. 19.09.2017. Staðfest.
14.1712030 29. fundur stjórnar byggðarsamlagsins Bergrisans. 19.10.2017. Staðfest.
15.1712031 30. fundur stjórnar byggðarsamlagsins Bergrisans. 20.11.2017. Staðfest.

Mál til kynningar:
1.1710036 Markaðsstofa Suðurlands: Undirritaður þjónustusamningur.
Liður 7: Sveitarstjórn tilnefnir Árný Láru Karvelsdóttur, markaðs- og kynningarfulltrúa, sem tengilið við Markaðsstofu Suðurlands. Ísólfur Gylfi Pálmason varamaður. Staðfest.
2.1712016 Samband íslenskra sveitarfélaga: Stefna sambands íslenskra sveitarfélaga og viðbragðsáætlun vegna eineltis, ofbeldis, kynferðislegrar og kynbundinnar áreitni.
Sveitarstjóra falið að aðlaga stefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga að sveitarfélaginu Rangárþingi eystra. 
3.1712012 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið: Samningur um byggðastyrk vegna ljósleiðaravæðingar 2017.
4.1608024 Sýslumaður Suðurlands: Rekstrarleyfi: Kotvöllur 13 sumarhús.
5.1603011 Sýslumaður Suðurlands: Rekstrarleyfi: Önundarhorn.
6.1709005 Sýslumaður Suðurlands: Rekstrarleyfi: Volcano view.
7.1708003 Sýslumaður Suðurlands: Rekstrarleyfi: Birkihlíð.
8.1711006 Sýslumaður Suðurlands: Rekstrarleyfi: Bryggjur.
9.1708008 Sýslumaður Suðurlands: Rekstrarleyfi: Syðri-Kvíhólmi.
10.1708006 Sýslumaður Suðurlands: Rekstrarleyfi: Kaffi Langbrók.
11.1711148 Sýslumaður Suðurlands: Rekstri hætt: Langanes 7.
12.Aukavinna sveitarstjórnarmanna.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14:24