Fundargerð

226. fundur sveitarstjórnar Rangárþings eystra haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Hlíðarvegi 16, fimmtudaginn 1. júní, 2017 kl. 12:00
Mætt:   Ísólfur Gylfi Pálmason, Benedikt Benediktsson, Þórir Már Ólafsson, Guðmundur Viðarsson, Birkir Arnar Tómasson, Christiane L. Bahner og Lilja Einarsdóttir, oddviti, sem setti fundinn og stjórnaði honum. 
Fundargerð ritaði Árný Lára Karvelsdóttir, markaðs- og kynningarfulltrúi.
Oddviti bauð fundarmenn velkomna um leið og hann leitaði eftir athugasemdum við fundarboðið. 
Gengið var til formlegrar dagskrár:

Dagskrá:

Erindi til sveitarstjórnar:
1.Heimsókn: Xingling Xu v. hótelbyggingar á Hvolsvelli.
Guðmundur Ósvaldsson frá Batteríinu og Ari Guðmundsson frá Verkís fóru í gegnum frumteikningar af hótelinu og kynntu metnaðarfullar hugmyndir sínar.
2.1705031 Kvenfélagið Eining: Minnkun á notkun plastpoka í sveitarfélaginu.
Sveitarstjóra falið að ræða við forsvarskonur kvenfélagsins Einingar um verkefnið.
3.1705037 Umhverfisstofnun: Ástand friðlýstra svæða 2016, beiðni um umsögn.
Sveitarstjóra falið að fylgja verkefninu eftir.
4.1705043 Forsætisráðuneytið: Endurskoðun reikninga skv. 5.mgr. 3.gr. laga nr.58/1998 um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta.
Bréf sem þegar hefur verið sent forsætisráðuneytinu lagt fram á fundinum.
5.1705044 Skýrsla vegna „bókunar 1“ í kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags grunnskólakennara.
Skýrslan lögð fram og staðfest. Daníeli Gunnarssyni og fulltrúum og forsvarsmönnum Hvolsskóla þökkuð góð störf við gerð skýrslunnar.
6. 1612011 Austurvegur 4: Framkvæmdir o.fl.
Lagt til að gengið sé til samninga við JÁ verk samkvæmt verksamningi, undirrituðum af sveitarstjóra 31.5.
Samþykkt samhljóða.
7.1704026 Skógasafn: Kaup á byggingum Skógaskóla. Til annarrar umræðu.
Ríkissjóður hefur gert Skógasafni tilboð um að kaupa byggingar Skógaskóla. Verði af kaupum er fyrirhugað að selja húsin aftur undir starfsemi sem gæti fallið vel að starfsemi Skógasafns. Héraðsnefndirnar veita stjórn Skógasafn heimild til að ganga til samninga við Ríkissjóð um kaup á húsunum. Ákvörðunin er háð samþykki sveitarstjórna í Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslum.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkir að veita stjórn Skógasafns heimild til að ganga til samninga við Ríkissjóð um kaup á húsunum. 
8.1705053 860+: Beiðni um styrk vegna útisýningar 2017. 
Samþykkt að styrkja verkefnið um 350.000 kr.
9.1705054 Sögusetrið: Framtíð setursins.
Sveitarstjóra falið að auglýsa eftir nýjum rekstraraðila.
10.1705055 Gunnarshólmi: Beiðni um uppbyggingu á útivistaraðstöðu.
Beiðnin samþykkt samhljóða.
11.1705058 Fjölþætt heilsurækt í Rangárþingi eystra.
Samþykkt að boða forsvarsmenn verkefnisins til fundar við sveitarstjórn.
12.1705052 Sumarleyfi sveitarstjórnar.
Tillaga að sumarleyfi sveitarstjórnar er samþykkt. 

Fundargerðir:
1.1705039 18. fundur menningarnefndar. 30.03.2017. Staðfest.
2.1705040 19. fundur menningarnefndar. 15.05.2017. Staðfest.
3.1705050 16. fundur umhverfis- og náttúruverndarnefndar. 18.05.2017. Staðfest.
4.1705051 Fundur um málefni Seljalandsfoss 26.05.2017. Staðfest.
5.1705056 Fundur um ljósleiðaramál 26.05.2017. Staðfest.
6.1705034 519. fundur stjórnar SASS. 05.05.2017. Staðfest.
7.1705036 179. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands. 12.05.2017. Staðfest.
8.1705038 Fundur um vindorkumál 23.05.2017. Staðfest.
9.1705049 44. fundur félagsmálanefndar Rangárvalla - og Vestur Skaftafellssýslu. 23.05.17. Staðfest.

Mál til kynningar:
1.1605043 Varnargarður við Markarfljót: Bréf til innanríkisráðherra 23.05.2017.
2.1705033 Leikskólinn Örk: Verklagsreglur vegna manneklu.
3.1705035 Skýrsla um starfsemi orlofsnefnda Árnes- og Rangárvallasýslu 2016.
4.1705042 Svarið ehf.: Þjónustumiðstöðvar fyrir ferðafólk.
5.1704033 Sýslumaðurinn á Suðurlandi: Selkot: Tilkynning um að starfsemi sé hætt.
6.1705045 Strandarvöllur ehf: Aðalfundarboð.
7.1705057 Íbúðalánasjóður: Húsnæðisáætlanir sveitarfélaga.
8.1705041 Aukavinna sveitarstjórnarmanna.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14:28


Lilja Einarsdóttir        Ísólfur Gylfi Pálmason
                                 
Þórir Már Ólafsson             Benedikt Benediktsson
                                                                                   
Birkir Arnar Tómasson        Guðmundur Viðarsson

Christiane L. Bahner