Sveitarstjórn Rangárþings eystra

Fundargerð

222. fundur sveitarstjórnar Rangárþings eystra haldinn í húsakynnum Fræðslunetsins v. Vallarbraut, fimmtudaginn 9. mars 2017 kl. 12:00
Mætt:   Ísólfur Gylfi Pálmason, Benedikt Benediktsson, Jóhanna Elín Gunnlaugsdóttir, varamaður Þóris Más Pálssonar, Kristín Þórðardóttir, Guðmundur Viðarsson, varamaður Birkis Arnars Tómassonar, Christiane L. Bahner og Lilja Einarsdóttir, oddviti sem setti fundinn og stjórnaði honum. 
Fundargerð ritaði Árný Lára Karvelsdóttir, markaðs- og kynningarfulltrúi.
Oddviti bauð fundarmenn velkomna um leið og hann leitaði eftir athugasemdum við fundarboðið. Oddviti biður um að bætt verði við dagskrá fundarins kjör fulltrúa á ársfund lánasjóðs sveitarfélaga og tillaga að ályktun vegna áfengisfrumvarps.
Gengið var til formlegrar dagskrár:
Dagskrá:
Erindi til sveitarstjórnar:
1.Heimsókn: Fulltrúar Landmótunar koma og kynna fyrstu hugmyndir um miðbæjarskipulag á Hvolsvelli. 
Óskar Örn Gunnarsson kynnir tillögur að miðbæjarskipulagi á Hvolsvelli.
2.1702017 160. fundur Byggðarráðs Rangárþings eystra 23.2.17. Staðfest.
3.1511009 Inga Kolbrún Ívarsdóttir: Biðskýli við N1 á Hvolsvelli.
Málið tekið m.a. fyrir á 156. fundi byggðarráðs  29. september 2016. Sveitarstjóra falið að senda Ingu Kolbrúnu Ívarsdóttur upplýsingar um málið. Sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.
4.1703003 Ungmennaráð Suðurlands: ósk um umsögn við erindisbréf og tilnefning á ungmennum í Ungmennaráð Suðurlands.
Málinu vísað til Heilsu-, íþrótta og æskulýðsnefndar og Ungmennaráðs.
5.1703011 Umhverfisstofnun: Ósk um aðstoð sveitarfélags við mat fráveituframkvæmda.
Erindinu vísað til skipulagsfulltrúa til afgreiðslu.
6.1703012 Viðlagatrygging Íslands: Náttúruhamfaratrygging opinberra mannvirkja.
Sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu í samvinnu við skipulagsfulltrúa.
7.1509035 Viðauki við leigusamning um leigu á Austurvegi 4, Hvolsvelli.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að skrifa undir samninginn.
8.Breytingar á nefndarskipan í menningar- og umhverfisnefnd.
Óli Jón Ólason tekur við í menningarnefnd af Helgu Guðrúnu Lárusdóttur og Benedikt Benediktsson tekur sæti í umhverfisnefnd í stað Agnesar Antonsdóttur.
9.Umræður um rekstrarleyfi og heimagistingu.
Skipulagsfulltrúa falið að móta verklagsreglur í samræmi við umræður á fundi og leggja fyrir sveitarstjórn.
10.Trúnaðarmál.
11.1610071 Gunnarsgerði – Deiliskipulag.
Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagstillögu fyrir Gunnarsgerði sem lögð var fyrir sveitarstjórnarfund 9.2.2017 án breytinga.
12.1703014 48. fundur í skipulagsnefnd Rangárþings eystra 9.3.17.
SKIPULAGSMÁL:
1.1703027Skógasafn – Umsókn um leyfi fyrir skiltum
Sverrir Magnússon f.h. Skógasafns kt. 700655-0169, sækir um leyfi til uppsetningar á skiltum sem vísa á safnið skv. meðfylgjandi erindi. 
Skipulagsnefnd heimilar uppsetningu skiltana en ítrekar að uppsetning verði í góðu samráði við Vegagerðina sem sér um veghald á svæðinu. Eins bendir nefndin á að æskilegt væri að vera í góðu samráði við Kötlu jarðvang sem hefur verið að vinna að samræmingu skiltamála innan jarðvangsins. 
Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar. 

2.1703026Ormsvöllur 11 – Lóðarumsókn 
Jónas Örn Hreiðarsson f.h. Bf. Hvassafell ehf. sækir um að fá úthlutað lóðinni Ormsvöllur 11, Hvolsvelli, til byggingar iðnaðarhúsnæðis. 
Skipulagsnefnd samþykkir úthlutun lóðarinnar.
Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar.   

3.1703025C-gata lóð 12 – Lóðarumsókn
Bjarni Haukur Jónsson kt. 220477-5339, sækir um að fá úthlutað lóðinni C-gata lóð 12, Miðkrika til byggingar hesthúss. 
Skipulagsnefnd samþykkir úthlutun lóðarinnar. 
Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar.   

4.1703024Hallgeirseyjarhjáleiga II – Umsókn um stöðuleyfi
Bjarki Rúnar Arnarsson kt. 010478-5379, sækir um stöðuleyfi fyrir tveimur gámaeiningum á lóðinni Hallgeirseyjarhjáleiga II. Gámarnir verða nýttir sem salernis- og búningaaðstað fyrir hestaleigu sem til stendur að opna á lóðinni.  
Skipulagsnefnd samþykkir veitingu stöðuleyfis til eins árs.  
Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar.   

5.1703023Úlfsey – Landskipti og samruni
Ásta Guðmundsdóttir kt. 280148-4749, óskar eftir því að skipta 16,3 ha spildu úr jörðinni Úlfsey ln. 207729. Einnig er óskað eftir því að hin nýja spilda verði sameinuð jörðinni Syðri-Úlfsstaðir ln. 163890. Úlfsey ln. 207729 verður eftir skiptin 3,7 ha. Landskipta og sameiningaruppdráttur er unnin af Landnot ehf. dags. 10.03.2016. 
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og sameininguna. 
Sveitarstjórn samþykkir landskiptin og sameininguna. 

6.1703022Steinmóðarbær land – Landskipti
Alessandro Tamburini kt. 281069-2929, óskar eftir því að skipta 1,89 ha spildu úr jörðinni Steinmóðarbær land ln. 191987, skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Luigi Bartolozzi, dags. 17.02.17. Óskað er eftir því að hin nýja spilda fái heitið Steinmóðarbær 1. 
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og heitið á nýju spildunni. 
Sveitarstjórn samþykkir landskiptin og heitið á nýju spildunni.  

7.1703021Eyvindarholt-Langhólmi – Deiliskipulag
Kjartan Garðarsson kt. 130555-7649, óskar eftir heimild til að vinna deiliskipulag fyrir frístundasvæði í landi Eyvindarholts-Langhólma ln. 224712. Einnig er óskað eftir því að gerð verði breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra þar sem landnotkun á svæðinu verði breytt í frístundasvæði. Í deiliskipulagstillögu verður gert ráð fyrir byggingu allt 14 frístundahúsa. 
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð. Einnig leggur nefndin til að gerð verði breyting á gildandi aðalskipulagi Rangárþings eystra, þar sem landnotkun á umræddu svæði verði breytt í frístundasvæði. Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan verði auglýst samhliða aðalskipulagsbreytingu í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
Sveitarstjórn heimilar deiliskipulagsgerð og samþykkir að gerð verði  breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra þar sem landnotkun verði breytt í frístundasvæði. Sveitarstjórn samþykkir að tillagan verði auglýst samhliða aðalskipulagsbreytingu í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

8.1703020Núpsbakki 1 – Deiliskipulag
Guðrún Bára Sverrisdóttir kt. 240187-2489 og Davíð Örn Ólafsson kt. 040787-2329, óska eftir heimild til að vinna deiliskipulag fyrir lögbýlið Núpsbakka 1 ln. 175933. Deiliskipulagssvæðið tekur til um 7,5 ha úr jörðinni. Tillagan tekur til fjögurra byggingarreita, fyrir stækkun núverandi íbúðarhúss og fjárhúss, fyrir byggingu nýs íbúðarhúss og nýs frístundarhús.  
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð. Nefndin telur ekki ástæðu til meðferðar skv. 1. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem að allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 
Sveitarstjórn heimilar deiliskipulagsgerð. Sveitarstjórn telur ekki ástæðu til meðferðar skv. 1. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem að allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Sveitarstjórn samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

9.1703019Rauðsbakki – Aðalskipulagsbreyting
Rangárþing eystra leggur fram lýsingu aðalskipulagsbreytingar fyrir Rauðsbakka, Austur-Eyjafjöllum, Rangárþingi eystra. Breytingin felst í að landbúnaðarsvæði er breytt í svæði fyrir verslun og þjónusut. Jörðin Rauðsbakki er um 58 ha að stærð. Aðalskipulagsbreytingin tekur til um 5,7 ha á jörðinni, sem ætlaðir eru fyrir uppbyggingu hótels/gististaðar.  
Skipulagsnefnd samþykkir framkomna lýsingu fyrir breytingu á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Skipulagsnefnd mælist til þess að lýsingin verði send til umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila ásamt því að kynna hana fyrir almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir framkomna lýsingu fyrir breytingu á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Sveitarstjórn samþykkir að lýsingin verði send til umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila ásamt því að kynna hana fyrir almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 
10.1702018Þorvaldseyri, Gestastofa – Umsókn um stöðuleyfi
Ólafur Eggertsson f.h. Eyrarbúsins ehf. kt. 550506-0680, sækir um stöðuleyfi fyrir þremur gámaeiningum á lóðinni Þorvaldseyri land 163729. Um er að ræða íbúðargám sem nýttur verður sem starfsmannaaðstaða, salernisgám og einn tengigám. Gámarnir verða tengdir við núverandi Gestastofu á lóðinni.
Skipulagsnefnd samþykkir veitingu stöðuleyfis til eins árs. Skipulagsnefnd setur skilyrði fyrir því að gengið verði frá gámunum í samræmi við útlit á núverandi byggingu.
Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar.  
 
11.1703017Hesteyrar – Fyrirspurn vegna breyttrar landnotkunar
Guðmundur Þ Jónsson f.h. S.Þ Guðmundsson ehf. kt. 601201-4450, óskar eftir áliti sveitarfélagsins vegna fyrirhugaðrar breytingar á landnotkun nokkurra spildna sem bera heitið Hesteyrar 1-8 og eru staðsettar í Vestur-Landeyjum. Fyrirhugað er að tveir byggingarreitir verði skilgreindir á hverri lóð, annan fyrir sumarhús allt að 100m² og hinn fyrir hesthús söum stærð. 
Í aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024 er umrætt landsvæði skilgreint sem gott landbúnaðarland í gullflokki, einnig kemur fram í aðalskipulaginu að forðast skuli að skilgreina frístundabyggð á slíku landi. Því telur skipulagsnefnd ekki æskilegt að breyta landnotkun í frístundasvæði. 
Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar.  

12.1703016Ytri-Skógar – Deiliskipulagsbreyting 
Rangárþing eystra vinnur nú að deiliskipulagsbreytingu fyrir hluta svæðis inna marka samþykkts deiliskipulags Ytri-Skóga. Umhverfisstofnun kemur einnig að mótun tillögunar þar sem hún hefur forsjá yfir hinu friðlýsta svæði umhverfis Skógafoss. Tillagan mun að mestu snúast um aðkomu að svæðinu, bílastæðum, göngustígum ofl. Lagt fram til kynningar.  
Skipulagsnefnd fer yfir fyrstu drög að deiliskipulagsbreytingu. Skipulagsnefnd leggur áherslu á að staðsetning neðri útsýnispalls verði vel ígrunduð m.t.t útsýnis að fossinum. Nefndin hvetur landeigendur til þess að uppbygging á nýju tjaldsvæði verði hafin sem allra fyrst. Að öðru leyti fagnar skipulagsnefnd framkomnum tillögum.   
Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar. 

13.1703015Fagrafell – Umsókn um framkvæmdaleyfi
Vegagerðin kt. 680269-2899, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir efndstöku úr námu í Fagrafelli. Náman er skilgreind í aðalskipulagi Rangárþings eystra sem náma nr. E-408. Alls er áætlað að taka um 2000 m³ af efni úr námunni sem nota í viðhald á vegum í námunda við hana. Áætlaður vinnslutími er apríl til september 2017. 
Skipulagsnefnd samþykkir framkvæmdarleyfi fyrir efnistökunni með fyrirvara um samþykki landeiganda.  
Sveitarstjórn samþykkir veitingu framkvæmdaleyfis. 

14.1610067Skíðbakki 1, Bryggjur – Deiliskipulag
Rútur Pálsson kt. 050658-4819 og Guðbjörg Albertsdóttir kt. 190165-4189, leggja fram deiliskipulagstillögu fyir Skíðbakka 1 / Bryggjur. Tillagan tekur til um 2,6 ha landspildu úr jörðinni. Gert er ráð fyrir þremur byggingarreitum fyrir byggingu íbúarhúss, viðbyggingu við núverandi gestahús og nýtt gestahús. 
Nefndin bendir á að æskilegt væri að skoða með styttri vegtengingu að svæðinu t.d. með vegtengingu við Krossveg til vesturs, enda myndi það auðvelda alla þjónustu við fyrirhugað lögbýli. Nefndin telur ekki ástæðu til meðferðar skv. 1. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem að allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn tekur undir bókun nefndarinnar. Sveitarstjórn telur ekki ástæðu til meðferðar skv. 1. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem að allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Sveitarstjórn samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 
15.1605043Þórólfsfellsgarður – Framkvæmdarleyfi
Erindi Vegagerðar og Landgræðslu vegna fyrihugaðrar umsóknar um framkvæmdaleyfi fyrir Þórólfsfellsgarði. Áður veitt framkvæmdaleyfi fyrir garðinum var fellt úr gildi með dómi Hæstaréttar þann 11. febrúar 2016.  
Lagt fram til kynningar. 
Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar. 

16.1703035Hvolsvöllur tengivirki - Deiliskipulag
Erla Bryndís Kristjánsdóttir f.h. Verkís hf. 611276-0289, óskar eftir heimild til að vinna deiliskipulag fyrir lóð Landsnets  og Rarik við Austurveg á Hvolsvelli. Tillagan gerir ráð fyrir núverandi lóð verði skipt upp í tvær lóðir. Á annari lóðinni verður heimilt að reisa allt að 700m² aðveitustöð á einni til tveimur hæðum. Hámarkshæð húss verður 11 m. Aðveitustöðinni er ætlað að hýsa allt að 66 kV rofabúnað til tengingar við þær línur og strengi sem koma í tengivirkið. Öll starfsemi skal fara fram innanhúss en ekki er gert ráð fyrir tengivirki utanhúss á lóðinni. Á hinni lóðinni verður heimilt að stækka núverandi aðveitustöð í allt að 150m². Hámarkshæð húss verður 7 m. Einnig verður heimilt að reisa á lóðinni allt að 3000m² lagerhúsnæði sem leysir af hólmi hluta núverandi lagersvæða. Hámarkshæð lagershúss verður 7,5 m.  
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð. Nefndin telur ekki ástæðu til meðferðar skv. 1. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem að allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 
Sveitarstjórn heimilar deiliskipulagsgerð. Sveitarstjórn telur ekki ástæðu til meðferðar skv. 1. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem að allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Sveitarstjórn samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

13.1701058 Heimsókn: Fulltrúi 9xing ehf. v/ hótelbyggingar við Dufþaksbraut 8
14.Tillaga að ályktun vegna áfengisfrumvarps.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra hvetur Alþingismenn til þess að fella framkomið frumvarp um sölu áfengis í matvöruverslunum.   Samkvæmt könnunum  m.a. Maskínu er meirihluti þjóðarinnar andvígur sölu sterks víns, létt víns og bjórs í matvöruverslunum.
Landlæknisembættið hefur lagt fram sterk rök í málinu einnig SÁA og margir málsmetandi aðilar sem hafa látið sig þessi mál varða.  
Tillagan samþykkt með 5 atkvæðum, ÍGP, LE, BB, JEG og CLB. 2 sitja hjá KÞ og GV.
15.Tilnefning fulltrúa á ársfund Lánasjóðs sveitarfélaga.
Sveitarstjórn samþykkir að Ísólfur Gylfi Pálmason verði fulltrúi Rangárþings eystra á ársfundi Lánasjóðs sveitarfélaga.

Fundargerðir:
1.1703002 23. fundur stjórnar Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu 1.3.17. Staðfest.
Sveitarstjórn lýsir yfir ánægju sinni með góða frammistöðu nemenda á skólaþjónustusvæðinu í Pisa könnuninni.
2.1703004 41. fundur félagsmálanefndar Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu 27.2.17. Staðfest.
3.1702045 253. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 15.2.17. Staðfest.

Mál til kynningar:
1.1701023 Ísland ljóstengt 2017: samningur um styrkúthlutun.
Sveitarstjórn fagnar styrkúthlutun til sveitarfélagsins í verkefninu Ísland ljóstengt 2017.
2.1703013 Umsókn um styrk úr Styrkvegasjóði.
3.1703005 Samband íslenskra sveitarfélaga: boðun XXXI. landsþings sambandsins.
4.1703010 Brunabót: Styrktarsjóður EBÍ 2017.
5.1703028 Landgræðsla ríkisins: Afgreiðsla umsóknar til Landbótasjóðs 2017.
6.1703029 SASS: kynning á ráðgjöf og verkefnum.
7.1703032 Umræðufundur oddvita og sveitarstjóra í Rangárvallasýslu: minnispunktar.
4.Liður Sameiningarviðræður
Lagðir fram til kynningar minnispunktar frá umræðufundi oddvita og sveitarstjóra í Rangárvallasýslu. Á fundinum var m.a. rætt um hvað gera skuli varðandi áframhald vinnu við greiningu kosta og galla mögulegrar sameiningar sveitarfélaga.

Sveitarstjórn Rangárþings eystra telur skynsamlegt að halda áfram því verki sem búið var að leggja drög að og láta fara fram greiningu á kostum og göllum þess að sameina Rangárvallasýslu í eitt sveitarfélag. Lagt er til að sótt verði um styrk til verksins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og að samráðsnefnd sem búið var að tilnefna fulltrúa í verði falið að undirbúa gagnasöfnun og sviðsmyndagreiningu.
8.1703033 Landssamtök landeigenda á Íslandi: Aðalfundarboð.
9.1703006 Vegagerðin: Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Akursvegar(2644),af vegaskrá. 2017.
Erindinu vísað til samgöngu- og umferðarnefndar.
10.1703007 Vegagerðin: Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Brúarvegar(2426),af vegaskrá. 2017.
Erindinu vísað til samgöngu- og umferðarnefndar.
11.1703008 Vegagerðin: Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Miðkrikavegar 2(2642),af vegaskrá. 2017.
Erindinu vísað til samgöngu- og umferðarnefndar.
12.Forsætisráðuneytið: fundur um þjóðlendumál í Hvolnum 29.5.17.






Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:40

____________________          _______________________
Lilja Einarsdóttir          Ísólfur Gylfi Pálmason
                                  
______________________            ______________________
Jóhanna Elín Gunnlaugsdóttir              Benedikt Benediktsson
                                                                 
_______________________                    _______________________    
Guðmundur Viðarsson                     Kristín Þórðardóttir

______________________ 
Christiane L. Bahner