218. fundur sveitarstjórnar Rangárþings eystra haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Hlíðarvegi 16, Hvolsvelli, föstudaginn 9. desember 2016 kl. 12:00

Mætt:   Ísólfur Gylfi Pálmason, Benedikt Benediktsson, Þórir Már Ólafsson,  Kristín Þórðardóttir, Guðmundur Viðarsson varamaður Birkis A. Tómassonar, Christiane L. Bahner og Lilja Einarsdóttir, oddviti sem setti fundinn og stjórnaði honum. 

Fundargerð ritaði Ágúst Ingi Ólafsson skrifstofustjóri. 

Oddviti bauð fundarmenn velkomna um leið og hann leitaði eftir athugasemdum við fundarboðið. Lagðar fram fundargerðir byggðarsamlagana Sorpstöðvar Rangárvallasýslu ásamt með tillögu að gjaldskrá og einnig fundargerð Brunavarna Rangárvallasýslu en fundir voru haldnir í byggðasamlögunum í gær. 

Gengið var til formlegrar dagskrár:

Erindi til sveitarstjórnar:

  1. 1610081 46. fundur í skipulagsnefnd Rangárþings eystra 2.12.16.

    SKIPULAGSMÁL:

    1. 1611067Rangárþing ytra – Ósk um umsögn við lýsingu aðalskipulagsbreytingar.
      Rangárþing ytra óskar eftir umsögn Rangárþings eystra við lýsingu aðalskipulagsbreytingar fyrir vindrafstöðvar í Þykkvabæ. 

      Skipulagsnefnd leggur til að hugað verði vel að umhverfismálum við útfærslu tillögunnar. Einnig hvetur nefndin til að haft verði víðtækt samráð við íbúa á áhrifasvæði fyrirhugaðra framkvæmda, en áhrifa gætir að talsverðu leyti í Rangárþingi eystra. 

       Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar. 

    2. 1610083Rangárþing ytra – Ósk um umsögn við lýsingu aðalskipulagsbreytingar

      Rangárþing ytra óskar eftir umsögn Rangárþings eystra við lýsingu aðalskipulagsbreytingar fyrir verslunar- og þjónustusvæði að Uxahrygg. 

      Skipulagsnefnd bendir á að óvissa ríkir um sveitarfélagamörk á því svæði sem aðalskipulagsbreytingin tekur til. Æskilegt væri að sveitarfélögin ásamt landeigendum myndu yfirfara mörkin áður en fullmótuð breytingartillaga liggur fyrir.

       Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar. 

    3. 1610082Miðdalur – Deiliskipulag

      Steinsholt sf. f.h. Ludovic Sylvian Pascal Piala k.t. 080778-2449, óskar eftir heimild til að vinna deiliskipulag fyrir lóðirnar Mið-Dalur A2 og Mið-Dalur B2, Rangárþingi eystra. Umræddar lóðir eru skráðar sem frístundahúsalóðir í Fasteignaskrá. Tillagan gerir ráð fyrir byggingu nýs íbúðarhús á lóðinni Mið-Dalur B2, ásamt 6 gestahúsum allt að 35m². Á lóðinni Mið-Dalur A2 er í dag eitt frístundahús, heimilt verður að stækka það hús í 60m², ásamt byggingu 6 gestahúsa allt að 35m². Gert er ráð fyrir nýrri aðkomu að lóðunum um Neðra-Dalsveg nr. 2395. 

      Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð. Nefndin leggur til að unnin verði lýsing fyrir deiliskipulagið í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

       Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar. 

    4. 1610071Gunnarsgerði – Deiliskipulag

      Skipulagsnefnd samþykkti á síðasta fundi sínum að vinna deiliskipulagsbreytingu fyrir Gunnarsgerði á Hvolsvelli. Fyrstu drög að deiliskipulagsbreytingunni liggja nú fyrir. 

      Skipulagsnefnd fer yfir drög að deiliskipulagsbreytingu. Nefndin leggur til að unnið verði áfram að mótun tillögunnar í samræmi við umræður á fundinum. 

      Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar.



      ÖNNUR MÁL:



    5. 1611071Skógavegur 3, Skógar – Lóðarumsókn

      Sigríður Pétursdóttir f.h. Skógar Gesthús slf. kt. 630813-0420, óskar eftir því að fá úthlutað lóðinni Skógavegur 3, Skógum til byggingar einbýlishúss. 

      Skipulagsnefnd vísar erindinu til héraðsnefnda Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslna. 

       Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar. 

    6. 1611070Ferðaþjónustulóð við Fossbúð – Lóðarumsókn

      Sigríður Pétursdóttir f.h. Skógar Gesthús slf. kt. 630813-0420, óskar eftir því að fá úthlutað ferðaþjónustulóð fyrir sunnan Fossbúð á Skógum til byggingar 20 herbergja hótels.

      Skipulagsnefnd vísar erindinu til héraðsnefnda Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslna. 

       Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar. 

    7. 1611069Öldubakki 37b – Fyrirspurn v. viðbyggingar

      Agnieszka Wanda Solinska kt. 230684-3759 og Stanislaw Parciak kt. 030584-3689, óska eftir áliti skipulagsnefndar vegna hugmynda um viðbyggingu við íbúð þeirra að Öldubakka 37b skv. meðfylgjandi gögnum.

      Skipulagsnefnd leggur til að málið verði grenndarkynnt.

       Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar

    8. 1611068Skíðbakki 1 – Landskipti

      Rútur Pálsson kt. 050658-4819 og Guðbjörg Albertsdóttir kt. 190165-4189, óska eftir því að skipta 382,6 ha. spildu úr jörðinni Skíðbakki 1 ln. 163892 skv. meðfylgjandi uppdrætti unum af Landnot ehf. dags. 3.11.2016. Óskað er eftir því að hin nýja spilda fái heitið Bryggjur. 

      Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og heitið á spildunni. 

      Sveitarstjórn staðfestir landskiptin og samþykkir heitið á spildunni. 

    9. 161004910. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

      Fundargerð 10. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fyrir skipulagsnefnd til kynningar. 

      Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við fundargerðina

       Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar

    10. 16070959. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

      Fundargerð 9. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fyrir skipulagsnefnd til kynningar.

      Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við fundargerðina

       Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar 

    11. 16060738. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

      Fundargerð 8. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fyrir skipulagsnefnd til kynningar. 

      Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við fundargerðina. 

       Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar

    12. 1612010Ormsvöllur 9a – Lóðarumsókn

      Hákon Mar Guðmundsson f.h. Húskarla ehf. kt. 670505-1700, óskar eftir því að fá úthlutað lóðinni Ormsvöllur 9a á Hvolsvelli til byggingar iðnaðarhúsnæðis.

      Skipulagsnefnd samþykkir úthlutun lóðarinnar.  

      Sveitarstjórn samþykkir úthlutun lóðarinnar. 


  2. 1611030 158. fundur Byggðarráðs Rangárþings eystra 24.11.16.
    Fundargerð samþykkt samhljóða.

  3. 1611025 Viðauki við fjárhagsáætlun 2016 v/ Kötlu Geopark.
    Um er að ræða leiðréttingu frá fyrra ári einnig viðbótarframlag vegna ársins 2016. Viðaukinn samþykktur samhljóða.

  4. 1611025 Tillaga að fjárhagsáætlun Rangárþings eystra 2017-2020. Seinni umræða.

    Áætlaðar heildartekjur Rangárþings eystra (aðalsjóðs, A- og B hluta) nema alls 1.594 m. kr. Heildarútgjöld án fjármagnsliða eru áætluð 1.504 m.kr. og þar af reiknaðar afskriftir 85,2m.kr.  Veltufé frá rekstri 166.4 m.kr.  Niðurstaða fjármagnsliða er áætluð 89,3 m. kr.  Rekstrarniðurtaða jákvæð um kr. 53,4 m.kr.

    Í eignfærða fjárfestingu verður varið                           341,0 mkr.
    Afborgun lána                                                            54,5 mkr.
    Tekin ný langtímalán                                                 220,0 mkr.
    Skuldir og skuldbindingar eru áætlaðar í árslok            872,2 mkr.
    Eigið fé er áætlað í árslok                                       1.723,2 mkr.


     Fjárhagsáætlun borin undir atkvæði og samþykkt með 4 atkvæðum IGP, LE, BB, ÞMÓ  3 sitja hjá GV,. KÞ, CBL

  5. 1611025 Fjárhagsáætlun: Tillaga vegna nýrra kjarasamninga kennara. Samningar hafa ekki enn verið samþykktir af kennurum. Gerð er tillaga að því að breytingar verði samþykktar í viðauka við fjárhagsáætlun þegar samningar hafa verið samþykktir.
     Samþykkt samhljóða. 

  6. Viðbótarframlag vegna Kötlu Jarðvangs kr. 1.000.000.  Í áætluninni var gert ráð fyrir að framlag sveitarfélagsins verði kr. 4.000.000,- en stjórn jarðvangsins hefur samþykkt að framlag sveitarfélaganna veði kr. 10.000.000,- en hlutur sveitarfélagsins er 50% eða kr. 5.000.000,-
     Samþykkt samhljóða.

  7. 1611065 Kirkjuhvoll: Rekstraryfirlit 2013-2016. Lagt fram til kynningar.

  8. 1612008 Drög að samræmdri gjaldskrá fyrir sorphirðu- og sorpeyðingu í Rangárþingi 2017.

  9. 1611024 Gjaldskrá fyrir sorphirðu- og sorpeyðingu í Rangárþingi eystra 2017.
     Samþykkt samhljóða.

  10. 1611024 Álagningarreglur Rangárþings eystra 2017.
     Samþykkt samhljóða.

  11. 1611024 Gjaldskrá Vatnsveitu Rangárþings eystra 2017.
     Samþykkt samhljóða.

  12. 1611024 Gjaldskrá fyrir fjallaskála í Rangárþingi eystra 2017.
     Samþykkt samhljóða.

  13. Tillaga um sölu á íbúðarhúsnæði í eigu sveitarfélagsins.
     Sveitarstjórn samþykkir að selja eignirnar Njálsgerði 10 og Nýbýlaveg 36.

  14. 1611060 Klúbburinn Strókur: Beiðni um rekstrarstyrk fyrir árið 2017.
     Sveitarstjórn samþykkir að styrkja starfsemina um kr. 100.000,-

  15. 1611062 Landgræðsla ríkisins: Beiðni um styrk vegna verkefnisins Bændur græða landið.
     Sveitarstjórn samþykkir að taka áfram þátt í verkefninu með 100.000 kr. fjárstuðningi.

  16. 1611063 Æskulýðsnefnd Kirkna í Rangárvallasýslu: Beiðni um fjárstyrk.
     Sveitarstjórn samþykkir að taka áfram þátt í verkefninu með kr. 165.000,- fjárstuðningi.

  17. 1612009 Arctic Hydro: Ósk um formlegar viðræður við Rangárþing eystra um mögulegt samstarf.

    Sveitarstjórn Rangárþings eystra hefur enn ekki hafið vinnu við stefnumótun varðandi nýtingu vindorku í sveitarfélaginu, enda er málið á skoðunarstigi á landsvísu. Sveitarstjórn býður hins vegar Arctic Hydro og koma á næsta sveitarstjórnarfund og kynna breytingar á hugmyndum  sínum varðandi mögulegar tekjur sveitarfélagsins í tengslum við verkefnið.
     Samþykkt með 4 atkv. LE, ÍGP, ÞMÓ, BB. KÞ og CLB á móti. GV situr hjá.  

  18. 1612015 Samþykkt fyrir Tónlistarskóla Rangæinga bs.
     Sveitarstjórn samþykkir samþykktirnar og felur sveitarstjóra að undirrita samþykktirnar f.h. Rangárþings eystra.  Sveitarstjórn tilnefnir sem fulltrúa Rangárþings eystra í stjórn byggðasamlagsins Ísólf Gylfa Pálmason sem  aðalmann og Kristínu Þórðardóttur sem varamann hans. 

  19. 1606016 Yzta-Bæli – Ósk um heimild til deiliskipulagsgerðar.
     Sveitarstjórn vísar erindinu aftur til skipulagsnefndar til frekari skoðunar og gagnaöflunnar. 


  20. 1610077 Ráðagerði/Steinmóðarbær – Framkvæmdarleyfi fyrir efnisvinnslu.
     Sveitarstjórn Rangárþings eystra óskar eftir ítarlegri gögnum varðandi fyrirhugaða framkvæmd og starfsemi áður en  ráðist verður í gerð aðalskipulagsbreytingar til undirbúnings framkvæmdaleyfis.
     Erindinu vísað aftur til skipulagsnefndar. 

  21. 1612019 Samanburður á gjaldskrám nokkurra sveitarfélaga 5.12.16.
      Lagt fram til samanburðar og kynningar. 

  22. 1612019 Gjaldskrá fyrir leyfisveitingar og þjónustu skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings eystra.
     Sveitarstjórn samþykkir gjaldskránna. 

  23. 1612016 Minnisblað LEX lögmannsstofu v/ eignaraðildar að rekstri ljósleiðara undir Eyjafjöllum. 
     Ákveðið að halda fund með sérfræðingum um ljósleiðaramál svo sveitarstjórn geti tekið upplýsta ákvörðun um  eignarhald veitunnar.

  24. 1611007 Markaðsstofa Suðurlands: Samstarfssamningur.
     Sveitarstjóra falið að undirrita samninginn f.h. Rangárþings eystra. 

  25. 1511068 Akstursstyrkir til foreldra leikskólabarna í dreifbýli sveitarfélagsins.
     Sveitarstjórn samþykkir að framlengja reglur um akstursstyrkt um óákveðinn tíma.

  26. Ályktun sveitarstjórnar Rangárþings eystra vegna eflingu lögggæslu.

     Sveitarstjórn Rangárþings eystra lýsir yfir vonbrigðum i yfir að skv. fjárlögum ársins 2017 sé lögð niður fjárframlög til  eflingar löggæslu í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi, m.t.t. öryggis íbúa og ferðamanna. Um er að ræða lækkun  sem nemur  ríflega 10%  heildar fjárheimilda  lögreglunnar á Suðurlandi eða um kr. 102 milljónir. Umdæmi  lögreglunnar  á Suðurlandi er mjög stórt og víðfemt. Þar eru vinsælustu ferðamannastaðir landsins í byggð og  óbyggð. Til grundvallar þessara fjárheimilda frá fyrra ári lá vönduð undirbúningsvinna m.t.t. fjölgunar ferðamanna,  verulega aukinnar umferðar. Þegar litið er til aukinnar umferðar, fjölgunar slysa er þessi niðurstaða með öllu  óásættanleg enda skerðist verulega hvorutveggja, öryggi íbúa umdæmisins og annarra vegfarenda. 

  27. Tillaga um fasteignaskatt af íbúðar- og frístundahúsnæði sem nýtt er til heimagistingar.

     Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkir að frá 1.janúar 2017 verði innheimtur fasteiganaskattur skv. gjaldskrá  atvinnuhúsnæðis í flokki C  fyrir íbúðarhús og frístundahús sem nýtt eru til heimagistingar í sveitarfélaginu. Þar sem  við á í hlutfallli við nýtingu. 

     Samþykkt samhljóða.


Fundargerðir:

  1. 1611059 Fundur í stjórn Byggðasafnsins í Skógum 23.11.16. Staðfest.
  2. 1612007 514. fundur stjórnar SASS 25.11.16. Staðfest.
  3. 1612013 844. fundur í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. 25.11.16. Staðfest.
  4. 1612021 Fundur í héraðsráði Héraðsnefndar Rangæinga kjörtímabilið 2014-2018. 8.11.16. Staðfest.
  5. 1612014 6. fundur Héraðsnefndar Rangæinga kjörtímabilið 2014-2018. 1.12.16. Staðfest.
  6. 1612020 176. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands 2.12.16. Staðfest.


Mál til kynningar:

  1. 1612012 Kirkjuhvoll: Umsókn um hjúkrunarrými/hvíldarinnlagnarými.
  2. 1611029 Austurvegur 4: Minnispunktar frá fundi 23.11.16.
  3. 1611012 Sámsstaðir 3: Staðfesting ráðuneytis á landskiptum. Sent skipulagsfulltrúa.
  4. 1611027 Mýrdalshreppur: Svar við erindi um aukna samvinnu eða sameiningu embættis skipulags- og byggingarfulltrúa.
  5. 1611064 Rangárþing eystra: Ábyrgða- og skuldbindingayfirlit.
  6. 1611061 Jöfnunarsjóður: Nýbúafræðsla 2017.
  7. 1612001 Samband íslenskra sveitarfélaga: Framtíðarskipan húsnæðismála.
  8. Orkusalan: hleðslustöð fyrir rafbíla að gjöf í hvert sveitarfélag. 
  9. 1612022 Samband íslenskra sveitarfélaga: Tilkynning um skil starfshóps í tengslum við álit Persónuverndar í máli nr. 2015/2013.
  10. 1611009 Tilkynning um niðurfellingu Forsætisvegar nr. 2525, af vegaskrá. Sent samgöngu- og umferðarnefnd.
  11. Aukafundarsókn sveitarstjórnarmanna.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:48

     Lilja Einarsdóttir
     Ísólfur Gylfi Pálmason
     Þórir Már Ólafsson
     Benedikt Benediktsson
     Kristín Þórðardóttir
     Guðmundur Viðarsson
     Christiane L. Bahner