Fundurinn var haldinn í Pálsstofu þriðjudagskvöldið 1. mars 2016 kl 20.


Mættir voru Sigurður Árni Geirsson, Hildur Guðbjörg Kristjánsdóttir, Elín Birna Bjarnadóttir, Tómas B. Magnússon og Arnheiður Dögg Einarsdóttir sem ritaði fundargerð. Árný Lára Karvelsdóttir, markaðs- og kynningarfulltrúi sveitarfélagsins mætti sem gestur fundarins.


Formaður setti fund kl 20:10, bauð Árnýju Láru velkomna og kynnti verkefni sem nefndin hefur hafið vinnu við en það felst í að kortleggja störf í sveitarfélaginu. Markmiðið er að fá góða mynd af samsetningu atvinnulífins og jafnvel í framhaldinu að funda með aðilum út atvinnulífinu. Hildur kynnti hugmyndir um að senda út spurningarlista til fyrirtækja og stofnanna á svæðinu. Sigurður spurði Árnýju Láru hvernig upplýsingar myndu nýtast sveitarfélaginu og eins hvaða upplýsingar liggja fyrir. Eitt af markmiðunum er að ná utanum hvers fyrirtækin þarfnast af sveitarfélaginu. Árný Lára fagnar þessu frumkvæði nefndarinnar og getur látið nefndina hafa lista yfir aðila í atvinnurekstri sem þó er ekki tæmandi en gott til að byrja með. Rætt um hve mikilvægt það er að hlúa að því atvinnulífi sem þegar er til staðar. Rætt um að fylgjast með þróun atvinnuleysis og fá þær tölur hjá félagsþjónustu. Rætt um húsnæðismál og hvort einhverjar lausnir séu í sjónmáli. Vöntun á húsnæði, sérstaklega leiguhúsnæði stendur í vegi fyrir vexti atvinnulífsins og því að manna stöður. En það lítur út fyrir að nokkuð mikill áhuga sé hjá fólki og atvinnurekendum að koma hingað á svæðið. Einnig var rætt um starfsemi stofnanna í sveitarfélaginu. Í kjölfar umræðunnar vill markaðs- og atvinnumálanefnd senda frá sér eftirfarandi ályktun/áskorun til sveitarstjórnar: 
Markaðs- og atvinnumálanefnd lýsir áhyggjum sínum með stöðu húsnæðismála í sveitafélaginu. Mjög lítið framboð er á íbúðarhúsnæði til sölu/leigu , bæði stóru og smáu, sérstaklega á Hvolsvelli sem getur haft hamlandi áhrif á eðlilegan vöxt atvinnuífsins í sveitafélaginu. Markaðs- og atvinnumálanefnd vill hvetja sveitastjórn til þess að skoða leiðir til þess að hlutast til um að auka framboð íbúðarhúsnæðis. Gott framboð íbúðarhúsnæðis er ein af mikilvægustu forsendum fyrir því að gott og samkeppnishæft atvinnulíf fái þrifist í sveitafélaginu.
Fleira ekki rætt og fundi slitið kl 22:00