23. fundur  Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefndar verður í Hvolnum, Pálsstofu,  miðvikudaginn  6. apríl  kl: 16:00. Mætt voru Bjarki Oddsson, Lárus Viðar Stefánsson, Jónas Bergmann, Ólafía Ásbjörnsdóttir og Ólafur Örn íþrótta - og æskulýðsfulltrúi sem ritaði fundargerð.

1) Sparkvöllurinn – framkvæmdir sem framundan eru. 
Gervigras sem er hvorki með gúmmíkurli né sandi verður lagt á völinni í sumar. Starfsmenn sveitarfélagsins munu taka gamla grasið af og undirbúa undirlagið. Starfsmenn frá fyrirtækinu Altis munu svo leggja undirlag og gervigrasið.  
Fundarmenn veltu fyrir sér hvað hægt sé að gera við gamla grasið og eins að tilvalið væri að laga netið í mörkunum og jafnvel breyta mörkunum aðeins.  

2) Íþróttamaður ársins - Velja Íþróttamann ársins –
Lagt var til að þessum lið yrði frestað fram á næsta fund og var það samþykkt.

3) 17. júní - Dagskrá 17. júní, drög frá barnakórnum kynnt. 
Stefnt er að því að alla dagskrá 17. júní í Hvolnum í umsjón barnakórsins. Fundarmenn lýstu ánægju sinni yfir því fyrirkomulagi að auglýst hafa verið eftir félagasamtökum til að standa utan um dagskrá og skipulag 17. júní.

4) Aðalfundir Dímon og KFR. - Umræður um félögin. 
Aðalfundir íþróttafélaganna fóru fram ekki alls fyrir löngu og var Ásta Laufey formaður Dímonar og Jón Þorberg formaður KFR. Bæði félög voru rekin með tapi á síðasta ári og höfðu nefndarmenn áhyggjur af því. Umræður um fjármál félagana og stöðu þeirra og rætt var um stefnu félaganna og hvort hún væri til.  
Áframhaldandi samstarf milli KFR og ÍBV samþykkt á aukafundi sem KFR hélt fyrir stuttu. 

5) Félagsmiðstöðin – staðan.  
Heilsu- íþrótta- og æskulýðsnefnd leggur og hvetur til að ný félagsmiðstöð verði komið  í notkun í byrjun næsta skólaárs. Í lok sumars verður  svo farið  í þarfagreiningu fyrir félagsmiðstöðina, útbúin æskulýðsstefna og reglur í nýja félagsmiðstöð búnar til.   

6) Vinnuskólinn - kynning á flokkstjórum og verkstjóra. 
Ólafur fór yfir verk- og flokkstjóra mál en stefnt er að því að hafa einn verkstjóra og 3 flokksstjóra eins og undanfarin ár. Stefnt er að því að hafa lista- og fjölmiðlahóp. Einnig verður boðið upp á fjármálafræðslu og fræðslu frá verkalýðsfélögum.  
 
7) Fimmtudagsfjör - Drög fram til 24. júní.
Ólafur fór yfir það sem stefnt var að því að gera í ,,fimmtudagsfjöri“. Markmiðið með ,,fimmtudagsfjörinu“ er að hvetja fólk í sund. 

8) Sumardagurinn fyrsti
Þrjú ungmenni úr Tómstundafræði í HÍ ætla að skipuleggja dagskrá fyrir okkur Sumardaginn fyrsta. Þetta verkefni er hluti af náminu hjá þeim. Stefnt er að því að bjóða upp á grillaðar pylsur, frítt í sund, leikir í íþróttahúsi fyrir alla fjölskylduna o.fl. Fundarmenn lýstu ánægju sinni yfir því að Hvolsvöllur skuli hafa orðið fyrir valinu hjá þessum nemendum.  

9) Ungt fólk og lýðræði  
Ráðstefnan Ungt fólk og lýðræði fór fram á Selfossi 23. -25. mars. Ráðstefnan er ætluð ungu fólki á aldrinum 16-25 ára. 
Unnur Þöll formaður ungmennaráðs fór á ráðstefnuna ásamt Ólafi Erni.  Áhersla var lögð á geðheilbrigði og lesa má ályktun ráðstefnunnar á heimasíðunni www.hvolsvollur.is. Þessi ráðstefna er haldin á hverju ári og hefur heppnast mjög vel og mikil ánægja er með hana hjá ungmenna-ráðum, æskulýðsfulltrúum og starfsmönnum ungmennahúsa um allt land.

10) Move week, hreyfivika UMFÍ
Move week eða hreyfivika UMFÍ er Evrópsk lýðheilsuherferð sem fer fram í allri Evrópu dagana 23. – 29. maí. Markmiðið með hreyfiviku er að stuðla að hreyfingu og heilbrigð og að 100 miljónir Evrópu búa hreyfi sig reglulega árið 2020. 
Undirbúningur hjá okkur er hafinn og verður ýmislegt í boði m.a. munum við hefja ratleik sem mun standa yfir í allt sumar. 

11) 8. ungmennaráðs fundargerð. 
Nefndarmenn samþykktu fundargerðina og lýstu yfir ánægju á að til standi að hafa ungmenna þing fyrir ungmenni í sveitarfélaginu í september og eins að til standi að hafa ungmennaþing fyrir ungmenni á Suðurlandi um mánaðarmótin sept/okt. 

12) Önnur mál.
 Fundarmenn ræddu öryggi gagnandi vegfaranda á gatnamótum Gilsbakka og Öldubakka. Þar er mikill hraði á bílum og ræddu menn ýmsa möguleika og ætlaði Bjarki Oddsson að ræða málið við Anton Kára byggingafulltrúa. 

Einnig ræddu menn mikinn hraða á Vallarbraut fyrir framan íþróttahúsið, þar er fer mikið af börnum yfir götuna þegar þau fara á fótboltavölinn og lögðu til að nauðsynlegt væri að koma upp hraðahindrun. 

Með hækkandi sól veltu menn fyrir sér viðhaldi á leiktækjum sveitarfélagsins og slætti í kringum þau. Fara þarf vel yfir leiktækin, hafa snyrtilegt og vel slegið í kringum þau. Ólafur mun ganga í þetta mál. 

Upp kom hugmynd um að hafa íþróttadag einu sinni í mánuði og var Ólafi falið að skoða það mál. 

Fundi slitið kl. 18:20