Fundargerð
37. fundur fræðslunefndar Rangárþings eystra var haldinn miðvikudaginn  7. Febrúar 2018 í Hvolsskóla, 
Hvolsvelli kl 16:30.
Mættir: Sólbjört Sigríður Gestsdóttir, leikskólastjóri, Birna Sigurðardóttir, skólastjóri, Christiane L. Bahner, Pálína Jónsdóttir, Daníel Reynissson, Benedikt Benediktsson, Unnur Óskarsdóttir, Heiða Björg Scheving, Esther Sigurpálsdóttir og Lilja Einarsdóttir sem stjórnaði fundi og ritaði fundargerð. 
Formaður leitaði eftir athugasemdum við fundarboð sem engin veru. Gengið var til dagskrár.
Dagskrá:
1)Málefni Leikskólans – Sólbjört Sigríður Gestsdóttir
Einnig fer Sólbjört yfir starfið í leikskólanum um þessar mundir. Starfið gengur vel. Búið er að ráða nýjan aðstoðarleikskólastjóra, Valborgu Jónsdóttur en  Elísabet Hlíðdal hætti störfum þann 1. Febrúar. Vel hefur gengið að ráða í laus störf og er leikskólinn fullmannaður hlutfall fagmenntaðra hefur farið hækkandi undanfarin ár lýsir nefndin yfir ánægju sinni með það. 
2)Starfsáætlun leikskólans Arkar 2017-2018
Sólbjört leggur fram starfáætlun Leikskólans Arkar og fylgir henni úr hlaði. 
Nefndin þakkar Sólbjörtu fyrir vel unna starfsáætlun og staðfestir hana. 
3)Ársskýrsla leikskólans Arkar 2016-2017
Sólbjört leggur fram ársskýrslu Leikskólans Arkar  skólaárið 2016-2017 og fylgir henni úr hlaði. 
Nefndin þakkar Sólbjörtu fyrir góða ársskýrslu og staðfestir hana. 
4)Málefni Hvolsskóla – Trúnaðarmál
Ókláruð skýrsla sem kynnt var af skólastjóra – skýrslan verður gefin út þegar hún er fullunnin og sett á heimasíðu Hvolsskóla. 


5)Málefni Hvolsskóla – Trúnaðarmál 
Skólastjóri gerði grein fyrir trúnaðarmáli. 
6)Bréf vegna nýrra persónuverndarlaga – samband íslenskra sveitarfélaga. 
Lagt fram til kynningar.
7)Menntaverðlaun Suðurlands 
Fjallað um tilnefningu fræðslunefndar og niðurstöðu. 
8)Önnur mál
Rætt um vel heppnaða og vandaða ræðukeppni sem haldinn var í Hvolsskóla. 


Fleira ekki gert og fundi slitið 17:50