Fundargerð 28. fundar fræðslunefndar 
Haldinn fimmtudag 19. nóvember 2015 kl. 17:00 í fjarfundarstofu, Tónlistarskóla Rangæinga. 

Mætt voru Anna Kristín Helgadóttir, Arnheiður Dögg Einarsdóttir, Berglind Hákonardóttir (fulltrúi foreldra leikskólabarna), Birna Sigurðardóttir, Daníel Gunnarsson, Christiane L. Bahner ( í forföllum Hildar Ágústsdóttur), Heiða Björg Scheving, Lovísa Herborg Ragnarsdóttir (fulltrúi foreldra grunnskólabarna), Pálína Björk Jónsdóttir, Valborg Jónsdóttir (í forföllum Unnar Óskarsdóttur) og Tómas Grétar Gunnarsson sem ritaði fundargerð. 

Arnheiður bauð fundarmenn velkomna og setti fund kl. 17:00

Dagskrá:
1.Leikskólinn Örk
Ísólfur Gylfi Pálmason kom á fundinn og ræddi stöðu leikskólamála: Gaf stutt yfirlit yfir stöðuna, sagði frá viðvarandi biðlistum og flutningi félagsmiðstöðvar sem nú er tilbúin til notkunar. Hægt að taka við 110 börnum eftir viðbæturnar. Sveitarfélagið í vandræðum með að fá og halda í fagfólk, líkt og fleiri sveitarfélög. Ekkert húsnæði sem hægt er að bjóða upp á í bili. Stóra verkefnið á næstu misserum er Kirkjuhvoll og það þarf að klárast áður en farið verður í að byggja nýjan leikskóla. Vonast er til að tímabundna lausnin sem félagsmiðstöðin felur í sér dugi til að brúa bilið. Ólíklegt að nýr leikskóli verði byggður á næstu 5 árum eða svo. Nokkrar umræður spunnust um vandamál við að manna stöður, húsnæðisvanda því tengdan og leiðir til að laða fólk á svæðið.  

Fréttir úr leikskólanum 
Anna Kristín Helgadóttir segir frá yfirstandandi flutningum á nýju deildina. Þegar þeim líkur, losnar pláss og níu börn koma inn í desember. Heildarfjöldi verður líklega 108-110 í vor. Búið að manna allar stöður. Enginn leikskólakennari hefur sótt um nýlega þrátt fyrir auglýsingar. Fjarvistir starfsmanna hafa verið nokkuð áberandi nýlega. Dvalarstundum per nemenda virðist hafa fjölgað síðustu 10 ár. Lestrarátak stendur yfir meðal nemenda og starfsfólks. 

2.Hvolsskóli 
Fréttir frá Hvolsskóla
Birna Sigurðardóttir segir fréttir úr skólastarfinu. Skólinn hlaut landgræðsluverðlaunin nýlega. Dagur íslenskrar tungu lukkaðist mjög vel. Skólinn fékk grænfánann nýverið í fjórða sinn. Nú stendur yfir tilraun til að hafa þriggja anna kerfi. Virðist fara ágætlega af stað. Farið var yfir ýmsa viðburði sem eru á döfinni á næstunni. Niðurstöður samræmdra prófa: Birna renndi yfir niðurstöður samræmdra prófa í 10.,7. og 4. bekk. Miðað við þann samanburð sem er til reiðu virðist árangur í meðallagi góður miðað við landið. 

Sjálfsmatsskýrsla Hvolsskóla
Sjálfsmatshópnum og skólanum hrósað fyrir vel unna skýrslu. Almennt var ánægja með skýrsluna og jákvæðar niðurstöður. Langflest í skýrslunni er jákvætt eða í framför. Börnum líður almennt vel í skólanum og skólabílunum. Arnheiður nefndi samstarf við foreldra og lengd skólaársins sem atriði sem þarf að ræða betur og Daníel lestrarþorsta nemenda. 

Skólanámsskrá er komin á netið til kynningar og verður lögð fram til samþykktar á næsta fundi. 

3.Ýmsar fréttir frá formanni
Arneiður sótti námskeið fyrir skólanefndir og sagði frá því. Renndi yfir inntak námskeiðsins og sýndi nokkrar glærur. Ýmis mál eru á dagskrá fræðslunefnda. Meðal annars skólabílamál sem formaður ætlar að kynna sér betur fyrir næsta fund. Tengsl skóla- og foreldraráða og fræðslunefndar voru rædd og mikilvægi þess að gott upplýsingaflæði væri á milli. 

Arnheiður sagði einnig stuttlega frá Skólaþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Þjóðarsáttmála um læsi. Á sambandsþinginu voru helstu umræðuefni læsi, skóli án aðgreiningar og vinnumat kennara. Þá sóttu fjórir fulltrúar sveitarfélagsins vel heppnaða ráðstefnu um heilsueflandi skóla og rætt var um mikilvægi þess, bæði fyrir leik- og grunnskóla að taka þátt í slíku starfi. Hvolsskóli á nú formlega aðild að verkefninu og leikskólinn hefur sótt um. 


4.Önnur mál 
Birna segir frá hugmyndum um námsferð til Chicaco í vor vegna umhverfisverkefna sem skólinn vinnur að. Verið er að leita styrkja til ferðarinnar. Brottfarartími skarast við skólaslit og rætt var um möguleika á breytingum á skóladagatali svo ferðin sé möguleg. Leggja þarf breytingar á skóladagatali fyrir skólaráð og fræðslunefnd. 
Birna sagði frá hugmyndum um að félagsráðgjafi sem er fulltrúi Félagsþjónustu hefði viðveru inni í skólanum. Birna ræddi takmörkuð úrræði skólans til að hafa stjórn á símanotkun nemenda, nema með því að vísa nemendum úr tíma. 

Arnheiður ræðir heimsóknir fræðslunefndar í skóla og tekið var vel í að heimsækja skólana á nýju ári.  

Rætt um framtíðarhorfur ART verkefnisins og áhyggjur því að verkefnið leggist mögulega niður ef Velferðaráðuneytið leggur ekki áfram fjármagn til verkefnisins. Skólarnir eru búnir að leggja mikið fjármagn og vinnu í innleiðingu verkefnisins og þykir það gefa góða raun. Fræðslunefnd hvetur sveitarstjórn til að fylgja eftir áskorun og undirskriftarlista Skólaþjónustunnar um að verkefninu verði haldið áfram. 

Næsti fundur er áætlaður 7. janúar kl 16:30. 


Fleira ekki rætt og fundi slitið kl 19:25