F U N D A R G E R Ð


147. fundur Byggðarráðs Rangárþings eystra  haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Hlíðarvegi 16, Hvolsvelli, fimmtudaginn 3. desember 2015 kl. 08:10

Mætt: Kristín Þórðardóttir, Lilja Einarsdóttir, Christiane L. Bahner, Ágúst Ingi Ólafsson, skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð og Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri og formaður byggðarráðs sem setti fund og stjórnaði honum.

Hann leitaði eftir athugasemdum við boðun fundarins en engar komu fram.


Erindi til byggðarráðs:

1.1501042 Minnisblað fundar starfshóps um deiliskipulag fyrir Seljalandsfoss/Hamragarða 09.11.15
Minnispunktar staðfestir.
2.1511093 Kvennaathvarfið: Umsókn um rekstrarstyrk 2016.
Samþykkt að veita styrk kr. 150.000,-

3.1511095 HSK: Ósk um fjárframlag árið 2016.
Samþykkt að veita styrk kr. 90,- á íbúa.

4.1511097 Verkalýðsfélag Suðurlands: Leikskólinn Örk, ræstingarlaun.

Sveitarstjóri, launafulltrúi og leikskólastjóri hafa fundað í tvígang með fulltrúum  Verkalýðsfélags Suðurlands vegna ágreinings um upptöku nýs ræstikerfis á  Leikskólanum Örk og  uppgjörs þar að lútandi vegna eldri samninga.  Ágreiningnum hefur verið vístað til samstarfsnefndar aðila kjarasamnings þ.e. annars vegar Launanefndar sveitarfélaga og hins vegar Verkalýðsfélags Suðurlands. Það er eindregin ósk byggðarráðs að höggvið verði á þennan ágreining sem allra fyrst og ljóst er að sveitafélagið mun standa við þá samninga sem sveitarfélaginu ber.

Lagt fram til upplýsinga.

5.1511134 Kirkjuhvoll: Minnispunktar af fundi TPZ teiknistofa 11.11.15

Samþykkt að taka tilboði TPZ í verkfræðiþátt nýbyggingar við Hjúkrunar- og dvalarheimilið Kirkjuhvol.

Fundargerðir:

1.1511094 Tónlistarskóli Rangæinga: Stjórnarfundur nr. 144 Staðfest.
2.1511129 Fræðslunefndarfundur nr. 28 Staðfest.
3.1511131 Sorpstöð Suðurlands, fundargerð 243. fundar. Staðfest.
4.1511133 Öldungaráð Rangárvallasýslu, fundargerð nr. 1 Staðfest.
5.1511135 Sorpstöð Suðurlands, fundargerð 244. fundar  . 
6.1511139 Landbúnaðarnefnd, fundargerð nr. 5. Sveitarstjóra falið að taka saman samþykktir um búfjárhald til yfirferðar. Fundargerði staðfest.
7.1511140 Brunavarnir Rangárvallasýslu bs., fundargerð nr. 43 Staðfest.
8.1511143 SASS: Fundargerð aðalfundar SASS 29.-30.10.2015 Staðfest.
9.1511149 SASS: Fundargerð 500. fundar stjórnar SASS 19.11.15 Staðfest.
10.1511151 Samband íslenskra sveitarfélaga: Fundargerð 832. fundar 20.11.15 Staðfest.

Mál til kynningar:

1.1511037 SASS:  Ársþing SASS 2015- Ályktanir
2.1511088 Skipulagsstofnun: Skipulag og ferðamál, hugmyndahefti.
3.1511132 Umsögn til Alþingis um breytingar á lögum um tekjustofna
         sveitarfélaga.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 8:54


__________________________________________________
Ísólfur Gylfi Pálmason                  Lilja Einarsdóttir


__________________________________________________
Kristín Þórðardóttir          Christiane L. Bahner