F U N D A R G E R Ð

173. fundur Byggðarráðs Rangárþings eystra haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Austurvegi 4, Hvolsvelli, fimmtudaginn 9. ágúst 2018 kl. 16:00.

Mætt: Benedikt Benediktsson, Christiane L. Bahner, Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri, Árný Lára Karvelsdóttir, markaðs- og kynningarfulltrúi, sem ritaði fundargerð og Elín Fríða Sigurðardóttir, formaður byggðarráðs, sem setti fund og stjórnaði honum.

Formaður byggðarráðs bauð fundarmenn velkomna um leið og hann leitaði eftir athugasemdum við fundarboðið. 

Erindi til byggðarráðs:
1.Erindi vegna hljóðmengunar frá gagnaveri við Ormsvöll.
Samkvæmt upplýsingum frá sveitarstjóra er málið í farvegi og hefur verið leyst.
2.Beiðni um námsvist í tónlistarskóla í sveitarfélagi utan lögheimilis nemanda.
Beiðninni hafnað og sveitarstjóra falið að vinna að annarri lausn.
3.1808008 Lánasjóður sveitarfélaga: Lánasamningur.
Byggðarráð Rangárþings eystra samþykkir hér með á 173. fundi byggðarráðs að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 100.000.000., með lokagjalddaga þann 5. apríl 2034 í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem byggðarráð hefur kynnt sér.

Byggðarráð Rangárþings eystra samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Er lánið tekið til fjármögnunar vegna framkvæmda við stjórnsýsluhús sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Antoni Kára Halldórssyni, 030583-3539, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess, f.h. Rangárþings eystra, að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Byggðarráð samþykkir lánasamninginn. 

4.Sýslumaðurinn á Suðurlandi: Beiðni um umsögn vegna umsóknar um
rekstrarleyfi: Rauðaskriður.
Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar aðrir umsagnaraðilar hafa skilað inn sínum umsögnum.
5.1807017 Sýslumaðurinn á Suðurlandi: Beiðni um umsögn vegna umsóknar um
rekstrarleyfi: Skógar Fosstún.
Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar aðrir umsagnaraðilar hafa skilað inn sínum umsögnum.
6.1807009 Sýslumaðurinn á Suðurlandi: Beiðni um umsögn vegna umsóknar um
rekstrarleyfi: Hótel Anna.
Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar aðrir umsagnaraðilar hafa skilað inn sínum umsögnum.
7.Sýslumaðurinn á Suðurlandi: Umsókn um tækifærisleyfi: Kotmót
Hátíðinni er lokið og umsóknin er hér til kynningar.
Fundargerðir:
1.1807027 18. fundur umhverfis- og náttúruverndarnefndar. 30.07.2018. Staðfest.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna að úrbótum við Ölduna og hvetur umhverfis- og náttúruverndarnefnd til að koma með tillögu að nýjum jarðvegstipp. Jafnframt tekur byggðarráð undir afstöðu umhverfis- og náttúruverndarnefndar varðandi sorpmál.
2.41. fundur stjórnar Kötlu jarðvangs. 25.07.2018. 
Byggðarráð óskar eftir upplýsingum um þann viðbótarkostnað sem bætist við vegna uppbyggingar gestamóttöku á Þorvaldseyri en staðfestir fundargerðina að öðru leiti.
3.1. fundur félagsmálanefndar Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu kjörtímabilið 2018-2022. 16.07.2018. Staðfest.
4.1807018 1. fundur Héraðsnefndar Rangæinga kjörtímabilið 2018-2022. 16.07.2018. Staðfest.
5.55. fundur stjórnar Brunavarna Rangárvallasýslu bs. 31.07.2018. Staðfest.
6.Samráðsfundur vegna smölunar afrétta. 02.08.2018. Staðfest.
7.1808006 534 fundur stjórnar SASS. 26.06.2018. Staðfest.

Mál til kynningar:
1.1808004 Umhverfisstofnun: Átak í friðlýsingum, svæði í verndarflokki rammaáætlunar. 
2.Strandarvöllur ehf.: Ársreikningur 2017.
3.Aukavinna sveitarstjórnarfulltrúa

Fleira ekki rætt fundi slitið kl. 17:13