F U N D A R G E R Ð

169. fundur Byggðarráðs Rangárþings eystra haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins í Pálsstofu að Austurvegi 8, Hvolsvelli, fimmtudaginn 22. febrúar 2018 kl.8.10.

Mætt: Lilja Einarsdóttir, Guðmundur Viðarsson, varamaður Birkis Arnars Tómassonar, Christiane L. Bahner ( áheyrnarfulltrúi ), Árný Lára Karvelsdóttir, markaðs- og kynningarfulltrúi,sem ritaði fundargerð og Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri og formaður byggðarráðs sem setti fund og stjórnaði honum.

Ísólfur Gylfi Pálmason, formaður byggðarráðs, leitaði eftir athugasemdum við boðun fundarins en engar komu fram. Formaður byggðarráðs óskar leyfi fundarins til að leggja fram viðbótargögn undir lið 5 í fundargerðum, gjaldskrár Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs.

Dagskrá:
Erindi til byggðarráðs:

1.1802008 Rut Ingólfsdóttir: Beiðni um styrk vegna þriggja tónleika í kirkjum í Rangárvallasýslu. Menningarnefnd hefur fjallað um erindið og eru niðurstöður þeirrar umfjöllunar í fundargerð sem lögð er fyrir fundinn. Sveitarstjóri hefur verið í sambandi við Rut Ingólfsdóttur vegna tónleikahaldsins. Heildarkostnaður vegna verkefnisins er kr. 895.000 kr. Byggðarráð samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 200.000.

2.1802034 Uppgjör á lífeyrissjóðsskuldbindingum A deildar Brúar lífeyrisjóðs starfsmanna sveitarfélaga.  Sveitarstjóri lagði fram gögn varðandi uppgjörið og á hvern hátt þessar skuldbindingar hafa verið fjármagnaðar. Hér eru um miklar upphæðir að ræða bæði til framtíðar og einnig til fortíðar. Sjóðirnir eru jafnvægissjóður, lífeyrisaukasjóður og varúðarsjóður og uppgjörið á við allar stofnanir sveitarfélagsins, byggðarsamlög og ýmis samstarfsverkefni.   Byggðarráð staðfestir uppgjörið og felur sveitarstjóra að vinna áfram að málinu en sérstaklega var fjallað um málið á fundi sveitarstjórnar 11. janúar s.l. Uppgjörin eiga við öll sveitarfélög landsins. 

3.1606041 Umboðsmaður Alþingis: Bréf vegna Þórólfsfellsgarðs. Sveitarstjóri hefur verið í samandi við Andra Árnason hrl. vegna málsins og erindinu verður svarað fyrir 26. febrúar n.k. 

Fundargerðir:
1.1802033 37. fundur fræðslunefndar Rangárþings eystra. 07.02.2018. Staðfest.
2.1802035 Fundur Menningarnefndar Rangárþings eystra. 19.02.2018. Staðfest.
Önnur mál: Erindi til sveitarstjórnar vegna lokunar Sögusetursins. 
Vegna fundargerðar Menningarnefndar 19. febrúar 2018:
Vegna fundargerðar menningarnefndar frá 19. febrúar 2018 vill sveitarstjóri að fram komi.
Þar sem rekstraraðilar Atgeirs ehf. höfðu ekki áhuga á að framlengja áframhaldandi rekstrarsamningi Sögusetursins, samþykkti sveitarstjórn að auglýst yrði eftir rekstraraðilum til að taka að sér rekstur setursins og var auglýsingin birt bæði í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu og á heimasíðu sveitarfélagsins. 
Tveir aðilar höfðu hug á að reka setrið, en í lokaviðræðum hurfu þeir frá samningsgerðinni en til stóð að leggja samninginn fram á sveitarstjórnarfundi 8. febrúar s.l. 
Sveitarstjórn hvetur menningarnefnd til þess að aðstoða sveitarstjórn við að finna jákvæðan flöt á áframhaldandi rekstri setursins, hvort heldur að það verði ferðaþjónustuaðilar eða aðrir. Aldrei hafi staðið til að loka setrinu til langframa.

3.1802026 38. fundur stjórnar Kötlu jarðvangs. 13.02.2018. Staðfest.
Byggðarráð lýsir ánægju sinni yfir jákvæðri úttekt á Kötlu UNESCO Global Geopark og aðgerðaráætlun 2017-2021 sem lögð er fram á fundinum.
4.1802027 Fundur í öldungaráði Rangárvallasýslu. 12.02.2018. Staðfest.
1.liður, b. Ósk um fund með sveitarstjórnum Rangárþings vegna álagningu fasteignagjalda og afslátta til eldri borgara. Sveitarstjóra falið að hafa samband við sveitarstjóra Rangárþings ytra og Ásahrepps og stjórn Öldungaráðs Rangárvallasýslu og finna sameiginlegan tíma til viðræðna við ráðið. 
5.1802032 Sorpstöð Rangárvallasýslu: Stjórnarfundargerð nr. 194. 08.02.2018. Gjaldskrár lagðar fram og samþykktar. Staðfest.
6.1802028 529. fundur stjórnar SASS. 02.02.2018. Staðfest.

Mál til kynningar:
1.1802025 Menntamálastofnun: Skýrsla um ytra mat á Hvolsskóla á haustönn 2017. Byggðarráð lýsir ánægju sinni með skýrsluna sem er í heild sinni mjög jákvæð en allir grunnskólar á  c.
2.1802029 Landgræðsla ríkisins: Afgreiðsla umsóknar til Landbótasjóðs 2018.
3.1802030 Ungmennafélag Íslands: Ungt fólk og lýðræði 2018.
4.1802031 Áfangastaðaáætlun DMP: Erindi til stjórnar SASS varðandi aðkomu sveitarfélagnna að umsagnar- og samþykktarferli Áfangastaðaráætlunar DMP fyrir Suðurland.
5.Í lok fundarins sagði sveitarstjóri frá fundi með þingmönnum Suðurkjördæmis sem verður 2. mars n.k. en þar er gert ráð fyrir tveimur fulltrúum sveitarfélagins auk sveitarstjóra. 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 


__________________________________________________
Ísólfur Gylfi PálmasonLilja Einarsdóttir


__________________________________________________
Guðmundur Viðarsson Christiane L. Bahner