Fundagerð ungmennaráðs Rangárþings eystra 

4. fundagerð ungmennaráðs Rangárþings eystra haldinn í Pálsstofu á Hvolsvelli 30. mars 2015 kl: 20:00.  

Mætt voru Harpa Sif Þorsteinsdóttir, Unnur Þöll Benediktsdóttir, Kristþór Hróarsson og Sæbjörg Eva Hlynsdóttir ásamt Ólafi Erni sem ritaði fundargerð. 

1. Hugmyndir um ungmennaráð. Ólafur bað ungmennaráð að koma með hugmyndir fyrri næsta fund um hvernig fyrirkomulagið ætti að vera í ungmennaráði. T.d hver margir ættu að vera í því,  hvernig verði valið, hvort valið ætti að vera til tveggja ára o.s.frv. Ólafur mun senda þeim erindisbréf til að lesa yfir. 

2. Ákveðið var að hafa viðburði reglulega og auglýsa þá á Facebook, heimasíðu og í Búkollu. Viðburður aprílmánaðar verður Tarzanleikur. Hann verður í íþróttahúsinu, annan dag páska kl: 13:00-14:00. Uppsetning og frágangur verður í höndum ungmennaráðs. 

3. Unnur Þöll sagði frá ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði sem var á Stykkishólmi dagana 25-27. mars. Þema ráðstefnunnar var ,,Margur verður að aurum api“. Ráðstefnan var mjög gangleg og verður 17. – 19. mars á næsta ári. 

4. Sigurður Borgar hefur óskað eftir því að hætta í ungmennaráði og hefur Kristþór Hróarsson, hans varamaður, tekið við hans hlutverki. 

5. Rætt var um að hafa einhver námskeið í boði fyrir ungmenni í sumar. Óli skoðar það.

Fundi slitið kl: 21:00