Brunavarnir Rangárvallasýslu b.s.

Fundargerð


39. fundur.

Fundur í stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu b.s. haldinn í Félagsheimilinu Hvoli, fimmtudaginn 22. janúar 2015 kl. 13:00.

Mættir:   Ágúst Sigurðsson,  Ágúst Ingi Ólafsson , Egill Sigurðsson og Ísólfur Gylfi Pálmason .  Einnig situr fundinn Böðvar Bjarnason, slökkviliðsstjóri, Kristján Einarsson slökkviliðsstjóri og Pétur Pétursson varaslökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu.

Ágúst Ingi Ólafsson setti fund og stjórnaði honum. Ágúst Sigurðsson ritaði fundargerð.


Dagskrá:

1.Yfirlit um reksturinn 2014.
Rekstur ársins 2014 reynist vera í ágætu samræmi við áætlun skv. bráðabirgðauppgjöri en eftir er að ganga endanlega frá reikningum og fá þá endurskoðaða. 

2.Uppsögn varðstjóra á Hellu.
Guðni G. Kristinsson hefur sagt upp starfi sínu sem varðstjóri hjá Brunavörnum Rangárvallasýslu bs. frá og með áramótum. Guðna eru þökkuð góð störf í þágu Brunavarna Rangárvallasýslu með óskum um að mega áfram njóta hans góðu starfskrafta þó með breyttum hætti verði. Finna þarf eftirmann fyrir Guðna sem allra fyrst.

3.Kynning frá Brunavörnum Árnessýslu.
Kristján Einarsson og Pétur Pétursson frá Brunavörnum Árnessýslu fluttu kynningu á starfseminni. Málin rædd um mögulega samstarfsfleti milli Brunavarna Árnessýslu og Brunavarna Rangárvallasýslu. Talið mikilvægt að skoða málin áfram með opnum huga.

4.Önnur mál.
Farið var í heimsókn í slökkvistöðvarnar á Hellu og Hvolsvelli, aðstaðan skoðuð og rætt um sameiginleg málefni. Guðni G. Kristinsson tók á móti hópnum og sýndi slökkvistöðina á Hellu.


Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 16:10.


__________________________________________________________
Ágúst Ingi Ólafsson         Ágúst Sigurðsson

__________________________________________________________
Ísólfur Gylfi Pálmason          Böðvar Bjarnason