Fjallskilanefnd Fljótshlíðar 22.júní 2015


Gróðurskoðun á Fljótshlíðarafrétt.
Farið var í gróðurskoðun á Fljótshlíðarafrétt.
Gróður leit vel út á framafrétt og á góðri leið inn að Einhyrningi.
Áður hafði verið farin skoðunarferð um 10. júní og var þá ástand gróðurs ekki talinn hæfur til beitar. 
Ákveðið var að opna á hóflega beit á afrétt 23.júní 2015. Mælt með að fé verði eingöngu sleppt á framafrétt þar til í lok júní. 

Í skoðunarferðinni voru:

Gústav Ásbjörnsson    Landgræðslu
Ágúst Jensson             Butru
Rúnar Ólafsson           Torfastöðum.