Fundargerð
Árið 2016, þriðjudaginn 11. október kl. 16.00 er haldinn 3. fundur í húsnefnd félagsheimilisins Fossbúðar, kjörtímabilið 2014-2018, í Fossbúð, A-Eyjafjöllum.
Mættir: Ísólfur Gylfi Pálmason, Rangárþing eystra
Benedikt Benediktsson, Rangárþing eystra í fjarveru Guðmundar Viðarssonar
Ármann Fannar Magnússon, fyrir hönd Ungmennafél. Eyfellings
Margrét Tryggvadóttir, fyrir leikfélags Austur-Eyjafjallahr.
Magdalena Jónsdóttir, fyrir hönd kvenfél. Fjallkonan
Lilja Einarsdóttir, formaður Rangárþing eystra. 
Guðmundur Viðarsson boðaði forföll, sem og Kristín Þórðardóttir varamaður hans.  Lilja Einarsdóttir ritar fundargerð. 

Dagskrá:
1. Tilboð í leigu á félagsheimilinu Fossbúð
Formaður  fer yfir þau þjú tilboð sem bárust í Fossbúð,  og kynnir fyrir fundarmönnum.  Almenn umræða um tilboðin og notkun hússinns fór fram. Fimm fundarmanna eru sammála að mæla með að Sveitarstjórn taki hæsta tilboði sem barst frá Hótel Skógar ehf. sem hljóðar uppá ársleigu kr. 5,3 milljónir. Einn fundarmanna, Margrét Tryggvadóttir mælir fremur með tilboði 2 frá Eyju Þóru Einarsdóttur, Jóhanni Frímannssyni, Einari Þór Jóhannssýni og Jóhanni Þóri Jóhannssyni sem hljóðar uppá ársleigu 2,1 milljón, einungis leigt yfir sumarmánuði 1. Maí – 30. September ár hvert. 
Magdalena lýsir yfir ánægju sinni ef inn koma meiri tekjur í framhaldi af leigusamningi sem hægt væri að nota til viðhalds og endurbóta við Fossbúð. 
2. Önnur mál
Rætt um húsreglur Fossbúðar – Margrét spyr hvort til er hússjóður fyrir félagsheimilið Fossbúð, sveitarstjóri tekur að sér að afla upplýsinga hvort til er hússjóður fyrir félagsheimilið. 
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.00