Fundur í ungmennaráði 23. okt í Pálsstofu kl: 18:00.
Mætt voru: Dagur Ágústsson, Hrafnhildur Hauksdóttir, Unnur Þöll Benediktsdóttir, Harpa Sif Þorsteinsdóttir, Sigurður Anton Pétursson ásamt Ólafi Erni sem ritaði fundargerð. Sigurður Borgar boðaði forföll sem og hans varamaður. Helgi Þór komst ekki og Marinó Rafn lét ekki vita af sér.

1.Ólafur Örn íþrótta- og æskulýðsfulltrúi setti fundinn og bauð alla velkomna. Hann fór yfir starfsemi ungmennaráðs
Í ungmennaráði eru 9 ungmenni á aldrinum 15 - 20 ára. Grunnskóli, framhaldsskóli, KFR, Dímon, Hestamannafélaginu, björgunarsveitinni og gólfklúbbnum. 
Ungmennaráð hefur verið samþykkt af sveitarstjórn.

Aðal Vara
Grunnskóli Dagur Ágústsson        Sæbjörg Eva Hlynsdóttir
Grunnskóli Helgi Þór Baldursson        Björn Ívar Björnsson
Framhaldsskóli Hrafnhildur Hauksdóttir        Birta Þöll Tómasdóttir
Framhaldsskóli Unnur Þöll Benediktsdóttir Assa Ágústsdóttir
KFR Marinó Rafn Pálsson        Viktor Sölvi Ólafsson
Björgunarsveitin Harpa Sif Þorsteinsdóttir Ekki tiltækur í bili 
Hestamannafélagið Sigurður Anton Pétursson Ekki tiltækur í bili 
GHR Ekki tiltækur
Dímon Sigurður Borgar Ólafsson Kristþór Hróarsson

Upplýsingar um ungmennaráð:
Valið er í ungmennaráð fyrir 1 okt á hverju ári. Markmið ungmennaráðs er að fjalla um málefni sem koma að ungmennum og unglingum og að ungmenni læri lýðræðisleg vinnubrögð. Á fyrsta fundi er kosið er um formann, varaformann og ritara. Sveitarstjórn eða nefndir innan sveitarfélagsins munu vísa til ykkar málefnum sem varða ungmenni. Einnig getur ungmennaráð komið málefnum til sveitastjórnar. Passa að leita álits hjá sem flestum þegar þið fjallið um mál. Meiri hluti þarf að samþykkja, tillaga fellur á jöfnum atkvæðum.  Skrá fundargerð á hverjum fundi og koma til íþrótta og æskulýðsfulltrúa eins flott og kostur er. Ungmennaráð heldur einn opinn íbúafund um málefni ungs fólks á hverju ári.Ungmennaráð fundar með sveitarstjórn a.m.k einu sinni á ári. Sveitarfélagið skaffar húsnæði og veitingar. Íþrótta og æskulýðsfulltrúi er starfmaður ungmennaráðs. Formaður ungmennaráðs sér um að boða til fundar.

2. Kosning formanns, varaformanns og ritara.
Formaður var kosin Harpa Sif þorsteinsdóttir.
Varaformaður var kosin Hrafnhildur Hauksdóttir.
Ritari var kosinn Dagur Ágústsson

3. Formaður tók nú við fundarstjórn og ræddu  nefndarmenn um hvernig best væri að hafa starfið. Ákveðið var að hafa næsta fund föstudaginn 7. nóv og ræða þar m.a. áramótaballið og félagsmiðstöðina/ungmennahúsið. 

Fundi slitið kl: 19:00.
Ólafur Örn Oddsson