Skilmálar:
Samkvæmt 6. gr. reglna um úthlutun styrkja úr Menningarsjóð Rangárþings eystra skal styrkþegi skila inn upplýsingum um framkvæmd verkefnisins, á þar til gert eyðublað, í síðasta lagi þremur mánuðum eftir að styrkt verkefni hefur verið klárað, eigi síðar en ári eftir að samningur um verkefnið var undirritaður. 2/3 hluti styrkupphæðarinnar er greiddur út þegar skrifað hefur verið undir samning og 1/3 hluti er greiddur út við skil á lokaskýrslu. Hafi umsækjandi áður hlotið styrk verður ný umsókn ekki tekin til greina nema viðkomandi hafi skilað inn eyðublaði um framkvæmd.