Valborg Ólafs er ung og efnileg tónlistarkona sem var að gefa út nú á dögunum sína fyrstu plötu. Þó að þetta sé fyrsta plata Valborgar þá er hún samt kunnug íslensku tónlistarlífi eftir að hafa áður verið í hljómsveitinni The lovely lion. Nýja platan hennar Valborgar einkennist af grípandi melódíum, fallegum söng og einlægum textum sem samtvinnast í einkennandi hljóðheim. Platan er komin út og hægt er að hlusta á hana á Spotify sem og haldbærum eintökum, svosem vinyl eða geisladisk. Valborg og hljómsveit tóku sig til nú í febrúar mánuði og gerðu þrjú lifandi myndbönd af lögum sem eru á plötunni. Þessi myndbönd verða öll aðgengileg á youtube á næstu misserum. Eitt þessara laga er nú þegar komið þar inn. Nú æfir hljómsveitin á fullu fyrir fyrsta útgáfuteitið sem haldið verður á Midgard á Hvolsvelli þann 18.april n.k. Þar verður platan öll flutt sem og ný lög. Einnig verður platan til sölu þar á vinyl og geisladisk.

https://www.youtube.com/watch?v=QNUaZmUakrk

Tónleikarnir byrja uppúr 21:00