Íslenskir strengir koma með her strengjaleikara á Hvolsvöll, annað árið í röð, til að spila laugardaginn 8. júní nk. kl. 17. Allir velkomnir í Hvol, tónleikahús á Hvolsvelli til að hlusta og njóta! Hljóðfærin sem spila eru fiðlur, víólur, selló og kontrabassar og einleikur á píanó! Tónleikarnir eru í samstarfi við Fiðlufjör á Hvolsvelli!

Konsertmeistarar: Chrissie Guðmundsdóttir og Gróa Margrét Valdimarsdóttir
Hljómsveitarstjóri: Ólöf Sigursveinsdóttir

Efnisskráin: Nýtt strengjaverk eftir Unni Malín Sigurðardóttur söngkona og tónskáld sem er búsett á Skeiðunum og fæst við tónlist alla daga, Einar Bjartur Egilsson píanóleikari flytur gullfallegan kafla úr hljómborðskonsert eftir Johann Sebastian Bach ásamt hópnum og á boðstólum verður hið magnaða La Folia eftir barokktónskáldið Geminiani. Kannski lítilræði í viðbót frá Skandinavíu. Við hlökkum til að heimsækja staðinn og láta ljós okkar skína í flottum bæ!