Í tilefni af 20 ára afmæli fræðslunetsins er ykkur boðið á fræðsluerindi um umhverfismál: 

Umhverfið og við

Elísavet Björney Lárusdóttir umhverfisfræðingur, heldur erindi sem fjallar um hvernig framlag einstaklinga til umhverfismála skiptir máli. Þar setur hún einstaklingstölur í samhengi við stóru losunartölurnar og hvernig einstaklingar geta umbylt kerfum. 

Erindið verður í Fræðslunetinu Hvolsvelli, Vallarbraut 16 (tónlistarskólinn)
Miðvikudaginn 20. nóvember og hefst klukkan 20:00