Þau Unni Birnu og Björn Thoroddsen þarf vart að kynna fyrir fólki en þau hafa komið víða við í múíksenunum hér heima, en einnig á erlendri grundu.
Nú er komið að því að þau leiða hesta sína saman og halda tónleika víða um land. Þau flytja lögin sem hafa mótað þau, lögin sem þeim þykir skemmtilegast að spila og taka á helstu stílum senunnar; djangodjass, blús, swing, latin, dass af proggi, popp og rokk í nýjum búningi auk frumsaminna laga.

Þeim til halds og trausts verða þeir Skúli Gíslason á trommur og Sigurgeir Skafti Flosason á bassa.

Þann 22. febrúar verða þau í Midgard á Hvolsvelli.

Miðasala hefst á næstu dögum á midi.is