Kvikmyndin Þrot verður heimsfrumsýnd í Hvolnum á Hvolsvelli, miðvikudaginn 6. júlí kl. 20:00. Aðgangur er ókeypis og SS býður upp á pylsuveislu frá kl. 19:00.

Þrot er sakamáladrama og segir frá dularfullu morðmáli sem skekur smábæjarsamfélag og þeim áhrifum sem það hefur á líf og fortíð þriggja ólíkra einstaklinga. Gömul sár verða að nýjum og fljótt verður ljóst að sögum ber ekki saman og reynir á fjölskylduböndin sem aldrei fyrr eftir því sem sannleikurinn skýrist. og var hún tekin upp á Hvolsvelli og í nærliggjandi sveitum. Þrot er bönnuð innan 12 ára.

Með aðalhlutverk fara Bára Lind Þórarinsdóttir, Anna Hafþórsdóttir, Bjarni Snæbjörnsson, Guðrún S. Gísladóttir og Pálmi Gestsson.

Hér má sjá stiklu úr myndinni.