Hið árlega þorrablót Búnaðarfélags Fljótshlíðar verður haldið hátíðlegt 26. janúar næstkomandi í Goðalandi í Fljótshlíð.
Nefndin situr sveitt yfir skemmtiatriðum og lofa miklu gríni og glensi !

Engin verðbólga í Fljótshlíðinni og helst miðaverð óbreytt á milli ára, AÐEINS 7500kr!!

Hljómsveitin Allt í Einu leikur fyrir dansi af sinni alkunnu snilld. Gömlu dansarnir, hringdans, sveitaballöður og óskalög verða allt á sínum stað.

Forsala verður helgina fyrir blót í Goðalandi. Einnig er hægt að hringja og fá að símgreiða eða leggja inn á reikning Búnaðarfélagsins. Nánari upplýsingar um forsölu mun vera auglýst síðar.

Að vanda verður eðal matur á boðstólnum og gos en við mælum með að þið takið sterkari veigar með í nesti.

Hlökkum mikið til að sjá ykkur !

Þorrablótsnefndin 2019