Nú á dögunum er verið að vinna verkefni í Tónlistarskóla Rangæinga tengt söngleiknum Vesalingunum eða Les Misérables á frummálinu. Það eru eldri nemendur úr samsöngshópi tónlistarskólans undir stjórn Aðalheiðar Margrétar Gunnarsdóttur söngkennara.

Skemmtileg vinna hefur verið og fengum við Þór Breiðfjörð sem söng aðalhlutverk söngleiksins er Þjóðleikhúsið setti upp árið 2012 í heimsókn til aðstoðar við túlkun á sviði. Friðrik Erlingsson leikstjóri setti saman leiðandi texta með lögunum sem sögumaðurinn Pétur Halldórsson mun lesa. Guðjón Halldór Óskarsson sér um meðleik.

Sýningar verða á konudaginn, sunnudaginn 23. febrúar í Hvolnum, félagsheimilinu á Hvolsvelli. Fyrri sýning er kl. 15.00 og sú síðari kl. 17.00. Allir velkomnir, miðaverð kr. 1000 til uppbyggingar söngdeildar

Generalprufa fyrir starfsfólk og nemendur skólans á föstudaginn kl. 13.00.