- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Rangárþing Ultra er fjallahjólakeppni sem er samstarfsverkefni Rangárþings eystra og Rangárþings ytra og er haldin annan föstudag í júní, ár hvert.
Keppnin var fyrst haldin árið 2017 og tók hún við af hjólakeppninni Tour de Hvolsvöllur, en þá var hjólað frá Reykjavík á Hvolsvöll. Með aukinni umferð um þjóðvegi landsins taldist sú keppni of hættuleg og ákveðið var að breyta aðeins til.
Þar sem fjallahjólakeppnin Rangárþing Ultra er samstarfsverkefni sveitarfélaganna tveggja er skipst á að hefja keppni á Hellu eða Hvolsvelli.
Hjóluð er 50 km leið milli sveitarfélaganna og án viðkomu á Þjóðveg 1. Leiðin skiptist þannig að um 14 km eru á malbiki, 22 km á möl og 14 km á slóðum.
Veitt eru verðlaun í fjórum flokkum, bæði karla og kvenna.
Keppnin stækkar með hverju árinu og margir af fremstu hjólreiðamönnum og -konum láta sig ekki vanta enda skemmtileg leið sem hjóluð er og mikil stemmning ár hvert.
Heimasíða keppninnar er rangarthingultra.is og þar er hægt að nálgast allar frekari upplýsingar.